Morgunblaðið - 15.10.2014, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.10.2014, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 5. O K T Ó B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  241. tölublað  102. árgangur  BÓKMENNTA- VERÐLAUN OG TILNEFNINGAR Í BÚÐUM HJÁ SIXERS RAUÐI KROSSINN KYNNIR NEMENDUM SKYNDIHJÁLP GRINDVÍKINGAR 16 ENDURLÍFGUNARDAGURINN 10NORÐURLANDARÁÐ 38  Gæludýramarkaður í Bandaríkj- unum veltir svimandi upphæðum og meðal annars eru á boðstólum megrunarlyf fyrir hunda og ketti. Þar kemur rækjuskel frá Siglufirði við sögu, en Primex vinnur kítósan úr skelinni. Það hefur verið notað í megrunarlyf fyrir gæludýr, sem hefur verið til sölu hjá Wallmart í rúmlega hálft ár. Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir, markaðsstjóri Primex á Siglufirði, segir að offita meðal hunda og katta sé mikið vandamál í Bandaríkjunum. Afurðir sem eiga uppruna í rækjuskelinni selur Primex víða um heim, mest til að nota í lyf og fæðu- bótarefni. Áætlað útflutningsverð- mæti í ár er um 700 milljónir. »6 Vinna efni í megr- unarlyf fyrir gæludýr Myndarlegur Offita getur verið vandamál. Lengjan tapaði » Íslenskir tipparar hafa aukið trú sína á íslenska landsliðinu. » „Við gleðjumst yfir árangri liðsins þó að við höfum borgað tvöfalt meira út en við fengum inn,“ segir Pétur Hrafn Sig- urðsson hjá Ísl. getspá. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Komist íslenska karlalandsliðið alla leið á EM í knattspyrnu í Frakk- landi sumarið 2016 fær KSÍ í sinn hlut um einn milljarð króna frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA. „Það hefur mikla þýðingu fyrir okkur fjárhagslega ef við komumst alla leið. Á meðan erum við að keyra á þeim tekjum sem við höfum,“ seg- ir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, spurður um áhrif góðs gengis á fjár- hag KSÍ. Sambandið er með bund- inn samning um sjónvarpsrétt út undankeppnina og fær þaðan samanlagt um 1,4 milljarða króna, eða um 350 milljónir á ári. Miðasala á fullum Laugardalsvelli, sem tekur nærri 10 þúsund manns í sæti, gefur um 20 milljóna króna tekjur en að sögn Geirs standa yfir viðræður við Reykjavíkurborg og stjórnvöld um stækkun vallarins. Forsenda þess er að hlaupabrautin víki. Góður árangur Íslands í undan- keppninni vekur mikla athygli og eykur áhuga á landsliðinu bæði hér á landi og erlendis. Strax er farið að auglýsa ferð á útileikinn gegn Hol- lendingum í Amsterdam í septem- ber á næsta ári. MLandsliðið »4 og Íþróttir Milljarðar króna eru í boði  Sigurinn gegn Hollandi eykur enn áhuga á íslenska landsliðinu  Hefur mikla þýðingu fyrir KSÍ ef liðið kemst á EM 2016  Rætt um stækkun Laugardalsvallar Morgunblaðið/Arnaldur Visthönnun Breytingarnar munu hafa áhrif á sturtur á Íslandi. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sturtuhausar sem spara vatn og kraftminni ryksugur eru meðal þess sem fyrirhuguð innleiðing nýrra til- skipana Evrópusambandsins um visthönnun mun leiða til á Íslandi. Í frumvarpi um breytingar á lög- um um visthönnun segir að mark- miðið sé að „innleiða með tilhlýðileg- um hætti tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins […] um ramma til að setja fram kröfur varðandi visthönnun að því er varðar orkutengdar vörur“. Söluaðili á pípulagningavörum segir í samtali við Morgunblaðið að hertar kröfur um blöndunartæki muni senn koma enn skýrar fram. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir tilskipunina ekki gagnast Íslandi. „Við erum að gera stórkostleg mistök með því að undanskilja okkur ekki frá þessum kafla EES-samn- ingsins. Þau mistök verða dýrkeypt- ari eftir því sem frá líður […] Mér finnst ástæða til að staldra við og að þingmenn íhugi þessi mál betur,“ segir Frosti. »15 Sturtur verða vatnsminni  Tilskipun frá ESB mun hafa margvísleg áhrif á Íslandi Ungir hettumáfar spígsporuðu varlega á ný- mynduðu skæni á Tjörninni í Reykjavík. Hettumáfar eru að mestu farfuglar og ef til vill fara þessir fuglar að tygja sig til brottfarar á hlýrri slóðir og snúa aftur að vori í nýjum bún- ingi. Aðrir hafa hér vetursetu. Hettumáfar fóru að verpa hér í upphafi 20. aldar. Þeir eru útbreiddir um allt land og áber- andi á vorin með svartar hettur sínar. Spígsporað á fyrsta skæni haustsins Morgunblaðið/Ómar Ungir hettumáfar hímdu á Tjörninni í Reykjavík og létu haustsólina verma sig  Náðst hefur samkomulag, eft- ir tveggja ára deilur, um inn- leiðingu sameig- inlegra reglna um evrópskar eftirlitsstofnanir á fjármálamark- aði, sem byggist á svokallaðri tveggja stoða lausn. Þetta þýðir að ekki verður þörf á að breyta íslensku stjórnar- skránni, eins og talið var í fyrstu. Að sögn Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, hefði stefnt í óefni um framtíð EES- samstarfsins hefði samkomulagið ekki náðst. »18 Ekki þörf á stjórnar- skrárbreytingu Bjarni Benediktsson Framleiðsla heilsusalts er í undir- búningi hjá nýsköpunarfyrirtæk- inu Arctic Sea Minerals í Reykja- nesbæ. Fyrirtækið hefur unnið að því undanfarin tvö ár að þróa nýja lausn til að draga úr natríum- notkun en venjulegt borðsalt er um 40% natríum. Nýja lausnin hjá Arctic Sea Minerals felst í því að kristalla öll söltin í nýju blöndunni saman í eitt saltkorn. Þegar það er gert þá er hægt að búa til ný saltkorn sem hafa allt að 58% minna natríum en venjulegt borðsalt, en svipað salt- bragð og neytendur eru vanir að upplifa. »16 Heilsusalt með minna natríum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.