Morgunblaðið - 15.10.2014, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Í gær var alþjóðlegur sjónverndardagur Lionshreyf-
ingarinnar og af því tilefni var efnt til sýningar í Ráð-
húsi Reykjavíkur, þar sem almenningur átti m.a. kost á
því að kynna sér nýjungar í augnlækningum, sjónlags-
aðgerðum, sjónvernd og gleraugnatísku. Þá fékk Land-
spítalinn afhent tvö augnlækningatæki, sem voru keypt
fyrir tilstuðlan Alþjóðahjálparsjóðs Lions, en þau verða
m.a. notuð til að greina orsakir augnsjúkdóma í ný-
fæddum og ungum börnum. Það var alþjóðaforseti
Lions, Joe Preston, sem afhenti gjöfina.
Margt að sjá á sjónverndardegi
Morgunblaðið/Þórður
Haldið upp á alþjóðlega sjónverndardaginn í Ráðhúsinu
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Styrkur brennisteinstvíildis (SO2) í
andrúmslofti tók að aukast í Land-
sveit upp úr klukkan 16.00 í gær,
samkvæmt loftgæðamæli á Leiru-
bakka. Loftgæði voru sæmileg þar til
um klukkan 16.30 þegar styrkur
gassins fór yfir 600 míkrógrömm á
rúmmetra. Við þau mörk verða loft-
gæði slæm fyrir viðkvæma. Styrkur-
inn jókst enn og var kominn yfir
1.250 míkrógrömm á rúmmetra um
klukkan 19.30 þegar hann tók að
lækka um stund.
„Skyggnið er með því lakara núna,
maður sér varla á milli bæja,“ sagði
Ámundi Loftsson verktaki síðdegis í
gær. Hann var við störf á Laugalandi
í Holta- og Landsveit og tók mynd af
blámóðunni sem gerði skyggnið
slæmt. Ámundi er með astma og
sagði að sér þætti óþægilegt að vera
utandyra við þessar aðstæður. Það
gæti stafað af raka og kulda en hann
kvaðst tengja óþægindin frekar við
blámóðuna en hitt.
Mikið gas er í andrúmsloftinu
Blámóðan yfir höfuðborgarsvæð-
inu í gær var ekki í samræmi við
dreifingarspár eldgosagass frá Holu-
hrauni. Einar Sveinbjörnsson veður-
fræðingur sagði að hafa bæri í huga
að dreifingarspár gildi fyrir gas sem
bætist við á hverjum tíma frá eldgos-
inu. Slíkar spár og líkön séu ekki ná-
kvæm þegar vindur er jafn hægur og
hann hefur verið að undanförnu. Í
hægviðri rísi gasið hærra og dreifist
með vindum.
Einnig hafi gríðarlega mikið gas
þegar borist út í andrúmsloftið og
það hringsóli fram og aftur í hægum
og breytilegum vindi. Einar sagði að
brennisteinstvíildið (SO2) lifði ekki
lengi í lofthjúpnum, ef til vill um sex
daga að meðaltali, væri nægur raki
og úrkoma til staðar. Efnið hvarfast
við vatn og vatnsgufu, myndar
brennisteinssýru og skolar út sem
súru regni. Undanfarna daga hefur
verið þurrviðri og þá safnast efnið
upp. Móðan yfir höfuðborgarsvæðinu
hafi því líklega verið uppsafnað gas.
Hár styrkur SO2 í Landsveit kem-
ur ekki á óvart, að mati Einars. „Há-
lendið er kalt og þá eru ríkjandi hæg-
ir fallvindar niður á láglendið. SO2
gasið er líka þyngra en andrúmsloftið
og hefur tilhneigingu til að skilja sig
frá og leggjast með jörð í lægstu loft-
lögunum. Loft af hálendinu kemur
niður af Sprengisandi, niður yfir
virkjanirnar og á milli Búrfells og
Næfurholtsfjallanna. Þarna hefur
móðuna lagt niður og hún farið frek-
ar yfir Landsveit en til að mynda
Hreppana,“ sagði Einar.
Blámóðan lá víða yfir í gær
Gasið úr Holuhrauni hringsólar í hægviðri og breytilegum vindi Gasið er
lengur í lofthjúpnum þegar ekki rignir Mikil gasmengun var í Landsveit í gær
Ljósmynd/Ámundi Loftsson
Landsveit Áberandi mikil móða var í Landsveit í gær og var á köflum erfitt
að sjá á milli bæja. Þegar leið á kvöldið jókst styrkur gassins í loftinu.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samgöngustofa krafði eldri borg-
ara um 25 þúsund króna greiðslu
vegna endurnýjunar á afnotarétti
einkabílnúmers, þrátt fyrir að
manninum bæri ekki að greiða
gjaldið. Þá gaf Samgöngustofa
manninum frest til að borga sem
var liðinn þegar bréfið með kröf-
unni var sent út.
Fékk númerið fyrir átta árum
Viðtakandi bréfsins er Magnús
Erlendsson, fyrrverandi forseti
bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi, en
hann er nú á 84. aldursári. Hann
lýsir efni bréfsins sem honum
barst í gær, 14. október, svo:
„Mér barst í morgun bréf frá
Samgöngustofu. Tilefnið er sér-
stakt einkennisnúmer sem ég fékk
fyrir bílinn minn fyrir átta árum.
Bréfið er dagsett 9. október 2014.
Þar er mér tilkynnt að samkvæmt
skráningarreglum Samgöngustofu
og viðeigandi lögum og umferðar-
lögum þurfi að endurnýja og
greiða réttindagjald vegna bílnúm-
ersins, krónur 25 þúsund.
Í bréfinu segir að ef ekki hafi
verið gengið frá endurnýjun á
rétti einkamerkis fyrir 1. október
2014 verði hann þá felldur niður
og merkjunum fargað. Hafi merkj-
unum ekki verið skilað við niður-
fellingu verði nauðsynlegt að fá
lögreglu til að fjarlægja þau. Með
öðrum orðum: Mér er sent bréf 9.
október þess efnis að ef ég er ekki
búinn að borga 25 þúsund fyrir 1.
október verði lögreglan send á
mig,“ segir Magnús, sem er auð-
heyrilega óhress með þessa send-
ingu frá Samgöngustofu.
Á ekki við 65 ára og eldri
Magnús hafði í kjölfarið sam-
band við Samgöngustofu og fékk
þá þær upplýsingar að ein-
staklingar 65 ára og eldri þyrftu
ekki að borga gjald af þessu tagi.
Hann veltir því fyrir sér hvort
fleiri eldri borgarar hafi fengið
sambærilega kröfu í pósti. „Ég er
ekki frekar en Palli einn í heim-
inum,“ segir Magnús.
Átti að borga 25 þúsund eða skila númeri
Morgunblaðið/Þórður
Með einkanúmer Magnús Erlendsson við heimili sitt á Seltjarnarnesi.
Samgöngustofa krafði eldri borgara
greiðslu án tilefnis vegna einkanúmers
Samkeppniseftirlitið hefur kært ell-
efu starfsmenn Eimskips og Sam-
skipa til embættis sérstaks sak-
sóknara vegna gruns um að félögin
hafi um árabil haft með sér ólöglegt
samráð. Þetta kom fram í fréttum
Ríkisútvarpsins í gærkvöldi.
Samkeppniseftirlitið gerði húsleit
hjá Eimskip, Samskipum og dóttur-
félögum þeirra fyrir um ári síðan
og aftur í sumar. Eftirlitið hafði
rannsakað félögin og fengið ábend-
ingar um ólöglegt samráð og að fé-
lögin misnotuðu markaðsráðandi
stöðu sína.
Hefur málið til meðferðar
Í frétt RÚV kemur fram að Gylfi
Sigfússon, forstjóri Eimskips, Ás-
björn Gíslason, fyrrverandi for-
stjóri Samskipa, sem nú stýrir
Samskip Logistic í Hollandi, og
Pálmar Óli Magnússon, núverandi
forstjóri Samskipa, séu meðal
þeirra sem kærðir hafa verið vegna
málsins.
Guðmundur Sigurðsson, aðstoð-
arforstjóri Samkeppniseftirlitsins,
vildi ekki tjá sig um málið þegar
eftir því var leitað í gærkvöldi.
Ekki náðist í Pál Gunnar Pálsson,
forstjóra eftirlitsins. Ólafur Þór
Hauksson, sérstakur saksóknari,
staðfesti að umrætt mál væri til
meðferðar hjá embættinu en sagð-
ist ekki geta tjáð sig að öðru leyti.
Grunaðir
um ólög-
legt samráð
Ellefu kærðir til
sérstaks saksóknara
„Hvergi í frumvarpi til breytinga á
virðisaukaskatti, vörugjaldi og
barnabótum er það forsenda fyrir
niðurstöðum þess að ákveðinni upp-
hæð sé varið til matarinnkaupa,
hvorki í heild né á hverja máltíð,“
segir í frétt fjármálaráðuneytisins
um neysluviðmið og áhrif virðis-
aukaskattsbreytinga á ráðstöf-
unartekjur. Gert er ráð fyrir að
tekjur ríkissjóðs minnki um 3,7
milljarða vegna aðgerðanna.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og
efnahagsráðherra, vakti athygli á
fréttinni í Facebook-færslu í gær-
kvöld og skrifaði m.a.: „Það er ósatt
að fjármálaráðuneytið hafi gefið út
neysluviðmið. Hvergi segir að venju-
leg máltíð kosti 248 kr. Það er upp-
spuni og útúrsnúningur. Áhrif
breytinganna verða til að bæta hag
heimilanna.“ gudni@mbl.is
248 kr. mál-
tíð uppspuni
„Við erum búin að
láta þá hafa í
hendur efnivið til
að vinna úr og
núna snýst þetta
dálítið um viljann
til verksins,“
sagði Sigrún
Grendal, formað-
ur Félags tónlist-
arskólakennara, eftir fund samn-
inganefnda FT og sveitarfélaganna í
gær. Fundurinn stóð yfir frá kl. 15 til
19.30.
Sigrún segir að hvað varðar þær
breytingar sem menn hafi viljað
færa sig í átt að varðandi grunn- og
framhaldsskólana séu tónlistarskól-
arnir komnir lengra. Spurningin sem
menn standi andspænis nú sé hvort
þeir vilji staðsetja tónlistarskóla-
kennara á sama stað og aðra kenn-
ara. Hún segir að tónlistarskóla-
kennarar muni ekki sætta sig við að
standa ekki jafnfætis kollegum sín-
um hjá Kennarasambandinu hvað
varðar launamálin. Næsti fundur FT
og SNS verður á morgun kl. 13.
Spurning
um vilja
Næsti fundur í
deilunni á morgun