Morgunblaðið - 15.10.2014, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.10.2014, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Samfara frábærum árangri í fyrstu leikjum undankeppni EM í knatt- spyrnu hefur áhuginn á karlalands- liðinu margfaldast. Þetta sést víða. Meiri ásókn er í að komast á leiki landsliðsins, bæði hér og erlendis, tekjumöguleikar KSÍ aukast en kostnaður um leið, og landsliðið er ekki bara á allra vörum hér á landi heldur á heimsvísu meðal knatt- spyrnuunnenda. Ísland er í raun hætt að koma þeim allra hörðustu á óvart og stórþjóðir eiga ekki lengur sigurinn vísan á Laugar- dalsvelli. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir við Morgunblaðið að árnaðaróskum og fyrirspurnum hafi rignt inn á skrifstofu sam- bandsins í gær. Aukinn áhugi sé sannarlega gleðiefni fyrir íslenska knattspyrnu. Milljarðatekjur í boði „Það hefur mikla þýðingu fyrir okkur fjárhagslega ef við komumst alla leið. Á meðan keyrum við á þeim tekjum sem við höfum,“ segir Geir, aðspurður um áhrif góðs gengis á fjárhag KSÍ. Hann segir landsliðið fá um einn milljarð króna frá UEFA ef það kemst í Evrópu- keppnina í Frakklandi sumarið 2016. KSÍ er með bundinn samning um sjónvarpsrétt út undankeppn- ina og fær þaðan samanlagt um 1,4 milljarða króna, eða um 350 millj- ónir króna á ári. Var samningurinn gerður af UEFA og var í fyrsta sinn miðstýrður, þar sem mark- miðið var að fækka milliliðum, auka tekjurnar og jafna þeim betur á landsliðin. Nutu Ísland og önnur smærri ríki góðs af því. „Við höfum lagt meira í lands- liðið á seinni árum og kostnaðurinn aukist því samfara. Áætlun KSÍ fyrir þetta ár gerir ráð fyrir veltu upp á um einn milljarð króna. Við vorum rétt undir núllinu á síðasta ári en þá kostaði umspilið vegna HM verulega fjármuni,“ segir Geir. Laugardalsvöllur tekur nærri tíu þúsund manns í sæti og var troð- fullur í leiknum gegn Hollend- ingum. Að sögn Geirs gefur fullur völlur um tuttugu milljónir króna í tekjur en miðað við eftirspurnina fyrir leiki eins og gegn Hollandi hefði verið hægt að selja enn fleiri miða. Geir segir betri árangur landsliðanna almennt kalla á stærri völl, og upphitaðan að auki, og eru viðræður þess efnis í gangi við Reykjavíkurborg og stjórnvöld. Til að loka hringnum með stærri áhorfendastúkum þarf hlaupabraut- in á Laugardalsvelli að víkja og samkomulag í þá veru liggur fyrir við frjálsíþróttahreyfinguna, að sögn Geirs. Miðast áætlanir KSÍ við að stærri völlur geti tekið um 15 þúsund manns í sæti, með stúk- um allan hringinn. Ferð til Hollands 2015 Ferðaskrifstofur eru farnar að auglýsa ferðir á næstu leiki Íslands í undankeppni EM. Úrval-Útsýn hefur nú þegar auglýst pakkaferð til Amsterdam í september á næsta ári, til að sjá útileikinn gegn Hol- lendingum. Lúkas Kostic hjá Úr- vali-Útsýn segir mikinn áhuga vera á landsliðinu og vonandi muni áhorfendum fjölga á útileikjunum, landsliðinu veiti ekki af stuðn- ingnum þar. Lúkas telur ólíklegt að ferðaskrifstofan nái að auglýsa ferð á leikinn gegn Tékkum. Ferð til Prag 16. nóvember er til skoðunar hjá Icelandair og Vita-ferðum. Lúð- vík Arnarson hjá Vita-ferðum segir það liggja fyrir í þessari viku hvort farið verði til Tékklands. „Það er þó ljóst að við verðum ekki með ferð til Kasakstans í mars,“ segir Lúðvík, léttur í lund, en hann vildi ekkert segja til um það hvort Vita væri farið að líta í kringum sig í Frakklandi sumarið 2016. Eftir að hafa verið viðstaddur sigurleikinn gegn Hollendingum, bronsliðinu á HM í sumar, er und- irritaður þó sannfærður um að æv- intýri íslenska landsliðsins sé rétt að byrja. Landsliðið á allra vörum  Góður árangur íslenska karlalandsliðsins eykur áhuga og vekur athygli  KSÍ fær milljarð ef liðið kemst á EM 2016  Stækka þarf Laugardalsvöllinn Tipparar hafa trú á liðinu » Þeir sem veðjuðu á sigur Ís- lands gegn Hollandi fengu sitt framlag margfalt til baka á Lengjunni. » Íslensk getspá var fyrst með stuðulinn 5 á íslenskan sigur en lækkaði hann í 4 á leikdegi vegna aukinna væntinga. » Niðurstaðan varð sú að 42% tippara veðjuðu á Ísland, 18% á jafntefli og 40% á Holland. » Tiltrú tippara á íslenska landsliðið hefur aukist en að- eins 20% veðjuðu á Ísland gegn Tyrkjum á dögunum. Hins vegar veðjuðu 80% tippara á sigur gegn Lettum. Morgunblaðið/Golli Fögnuður Þrír af lykilmönnum íslenska landsliðsins; Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson fyrirliði fagna fyrra marki Gylfa. Morgunblaðið/Golli Stuðningur Samfara betri árangri eykst stuðningur og tiltrú Íslendinga á landsliðið. Stuðningsmannasveitin Tólfan hefur haft mikið að segja. ’ Það hefur ekki verið jafnmögnuð stund í Reykjavík síðan Fischer rústaði Spassky. Blogg við frétt The Guardian. ’ Þetta voru stórkostleg úrslit fyrir Ísland. Landsliðið leikur frábæran fótbolta um þessar mundir og vel- gengni þess er svo sannarlega verð- skulduð. Blogg við frétt The Guardian. ’ Ísland hefur staðið upp úr til þessa í undankeppni EM … Lagerbäck hefur unnið kraftaverk fyrir Ísland og liðið er líklegt til að komast áfram. Blogg við frétt The Guardian. ’ Lars Lagerbäck er á sinn hátt orðinn goðsögn. Ef Ísland vinnur riðilinn viljið þið þá nefna eldfjall eftir honum. Blogg frá Svíþjóð við frétt Daily Mail. ’ Hvað sem við erum að borga Lagerbäck þá er það ekki nóg. Dagbjartur Gunnar á Twitter. ’ Hvað breytist í gufu við -2ºC? – Hollenska landsliðið. Bragi Valdimar Skúlason á Twitter. ’ Verð aldrei þreyttur á þeirri stað- reynd að markvörður Íslands gegn Hollandi, Hannes Halldórsson, leik- stýrði myndbandi Íslands fyrir Euro- vison árið 2012. Fréttamaður CNN á Twitter. ’ Hollendingar eru daufir í dag. Fór í appelsínugulu peysunni minni í vinnuna í dag til að styrkja böndin. Hanna Lára í Hollandi á Facebook. ’ Sig (Gylfi Þór) er sjóðheitur. Blogg frá Reading við frétt Daily Mail. ’ Knattspyrnu- húsin, þessi sænski þjálfari og efnahagshrunið hafa loks borgað sig. Blaðamaður Wall Street Journal á Twitter. ’ Gylfa sem forseta 2024. Jóhann Skagfjörð á Twitter. ’ Þvílík frammistaða hjá Íslandi. Hol- land átti ekki möguleika. Aron Jóhannsson á Twitter. ’ Landsliði Hollendinga var í morgun bjargað við illan leik af Laugardals- velli. Liðið fraus fast við völlinn snemma í fyrri hálfleik og var að mestu bjarg- arlaust eftir það. „Frétt“ á Baggalútur.is. Bloggað og tíst efir leikinn Guðni Einarsson gudni@mbl.is Óvenjumargir alþingismenn eru fjarverandi þessa dagana af ýmsum ástæðum. Átta varamenn sitja á Al- þingi þessa dagana og fimm alþing- ismenn voru á fjarvistaskrá þingsins í gær. Fimm varamenn tóku sæti á Al- þingi á mánudag, 13. október. Þeir eru Álfheiður Ingadóttir fyrir Svan- dísi Svavarsdóttur, Björn Valur Gíslason fyrir Steinunni Þóru Árna- dóttur, Oddgeir Ágúst Ottesen fyrir Unni Brá Konráðsdóttur, Óli Björn Kárason fyrir Ragnheiði Ríkharðs- dóttur og Sveinbjörg Birna Svein- björnsdóttir fyrir Vigdísi Hauks- dóttur. Þann 9. október tók Anna María Elíasdóttir sæti á Alþingi fyr- ir Gunnar Braga Sveinsson og Björn Leví Gunnarsson fyrir Birgittu Jónsdóttur. Sigurður Páll Jónsson tók sæti á Alþingi 7. október sem varamaður Ásmundar Einars Daðasonar. Við störf í útlöndum Þau Svandís, Unnur Brá, Ragn- heiður og Vigdís sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt venju sitja fjórir alþingismenn alls- herjarþingið í hálfan mánuð á hverju hausti. Þrír alþingismenn sækja 131. þing Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) sem haldið er í Genf í Sviss dagana 12.-16. október. Fulltrúar Al- þingis á þinginu eru Ásmundur Ein- ar Daðason, Birgitta Jónsdóttir og Valgerður Gunnarsdóttir. Á fjarvistaskrá Alþingis í gær voru þau Bjarni Benediktsson, Eygló Harðardóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Valgerður Gunnars- dóttir og Þórunn Egilsdóttir. Helgi Bernódusson, skrifstofu- stjóri Alþingis, sagði að alþingis- menn væru skráðir á fjarvistaskrá þegar þeir eru fjarverandi um skamman tíma, jafnvel í aðeins einn þingfundadag. Þegar alþingismenn sjá fram á að fjarvera þeirra muni vara fimm þing- fundadaga, eða lengur, þá geta þeir kallað inn varamann. Varaþingmað- urinn gegnir þá þingstörfum í stað aðalmannsins og er hann því ekki skráður á fjarvistaskrá. Margir þingmenn eru fjarverandi  Átta varamenn sitja á Alþingi þessa dagana  Fimm þingmenn voru að auki á fjarvistaskrá í gær  Alþingismenn sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og þing Alþjóðaþingmannasambandsins Morgunblaðið/Ómar Alþingi Sjö alþingismenn sitja nú tvö þing í útlöndum fyrir Íslands hönd. Að auki voru sex aðrir fjarverandi vegna skyldustarfa eða af öðrum ástæðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.