Morgunblaðið - 15.10.2014, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014
Viss vítamín draga úr
augnbotnahrörnun
Í viðtali sem birtist við Einar Stef-
ánsson augnlækni á mánudaginn
síðasta féll niður setning er varðar
bætiefni og augnsjúkdóma.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum um leið og réttur texti er
birtur: „Viss vítamín og sink dregur
úr augnbotnahrörnun hjá þeim sem
eru með þann sjúkdóm á byrjunar-
stigi.“
LEIÐRÉTT
• Fullkomin forgreiningarstöð. Forgreining segir okkur flest
allt um ástand bílsins og gæði.
• Sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir
allar ströngustu kröfur VW og Skoda.
• Hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins
með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi.
• Starfsleyfi til endurskoðunar frá Samgöngustofu.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
REGLULEGT VIÐHALD
HÆKKAR ENDURSÖLUVERÐ
forðastu verðrýrnun bílsins og pantaðu tíma í forgreiningu
Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -
VAKANDI!VERTU
blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR
55% þeirra sem beita stúlkur
kynferðislegu ofbeldi eru karlar
tengdir fjölskyldu þeirra.
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Vertu vinur okkar á Facebook
Buxnadagar
20% afsláttur af öllum buxum
St.36-52
þegar þú vilt
kvarts stein
á borðið
Blettaábyrgð
Viðhaldsfrítt yfirborð
Slitsterkt
Bakteríuvörn
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is
By Cosentino
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Rafbíll sem bændurnir í Belgsholti í
Melasveit nota er knúinn með orku
sem að hluta til er framleidd með
vindmyllu á bænum.
„Það hefur lengi blundað í undir-
meðvitundinni að fá sér rafbíl. Við
eigum annan bíl, nokkurra ára
gamlan jeppa, og ætlum að minnka
notkun á honum. Sparnaður í olíu-
notkun hjálpar til við að borga nýja
bílinn,“ segir Haraldur Magnússon
bóndi.
Hann kom sér upp vindrafstöð og
notar aðallega til að framleiða raf-
magn fyrir búið. Þegar meira blæs
selur hann rafmagn inn á landsnetið.
Í september kom um helmingur af
heildarraforkunotkun Belgsholts frá
vindmyllunni. Bíllinn, Nissan Leaf,
er hlaðinn á bæjarhlaðinu með þess-
ari orku, þegar hún dugar, en ann-
ars með aðkeyptri raforku.
„Við notum hann í allar styttri
ferðir og snatt og einnig í Reykja-
víkurferðir þegar ekki þarf stærri
bíl. Hægt er að stinga honum í sam-
band á hraðhleðslustöð svo ekki er
vandamál að komast heim aftur,“
segir Haraldur.
Vindorka á bíl
Snattbíllinn í Belgsholti gengur
fyrir raforku frá vindmyllu bæjarins
Ljósmynd/Sigrún Sólmundardóttir
Sjálfbærni Vindmyllan framleiðir hluta af rafmagninu sem notað er á raf-
bílinn. Þegar myllan snýst ekki er hlaðið með rafmagni frá samveitu.
Ekta vambir til sláturgerðar fást
nú í tveimur verslunum, Nóatúni í
Austurveri og Krónunni á Selfossi.
Allt leit út fyrir að ekki yrði hægt
að fá fullunnar vambir til slátur-
gerðar nú í haust þegar Sláturfélag
Suðurlands ákvað að frá og með
þessu hausti myndi fyrirtækið ekki
selja fullunnar vambir í verslanir,
heldur aðeins gervivambir eða svo-
kallaða prótínkeppi.
Frá og með gærdeginum var
hægt að fá vambir í fyrrnefndum
verslunum eftir að Kaupás gerði
samning við SAH afurðir á Blöndu-
ósi um sölu á vömbum. Ólafur Júl-
íusson, innkaupastjóri Kaupáss,
sagði í samtali við mbl.is að við-
skiptavinir væru gífurlega ánægðir
með framtakið. „Við erum land sem
framleiðir lamb og það að geta ekki
haldið í gamlar hefðir og fengið
vambir hefur vakið mikla
óánægju,“ sagði Ólafur.
Vambir til sláturgerðar fást nú í tveimur
verslunum viðskiptavinum til ánægju
Morgunblaðið/Kristinn
Sláturgerð Sláturblöndunni troðið í kepp.