Morgunblaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Fjárlaganefnd fékk stjórn Ríkis-
útvarpsins ohf. og Magnús Geir
Þórðarson útvarpsstjóra á sinn
fund í gær þar sem nefndinni var
kynnt fjárhagsstaða RÚV.
Guðlaugur Þór Þórðarson, starf-
andi formaður fjárlaganefndar,
sagði í samtali við
Morgunblaðið í
gær að fundurinn
hefði verið gagn-
legur og upplýs-
andi en það væri
ljóst að fjárhags-
staða Ríkisút-
varpsins væri
mjög alvarleg.
„Við eigum eftir
að fá frekari upp-
lýsingar. Af þeim
upplýsingum að dæma sem við
fengum á fundinum er greinilegt að
fyrri stjórnvöld hafa ýtt vandanum
á undan sér í nokkuð langan tíma,“
sagði Guðlaugur Þór.
Eftirliti með rekstri ábótavant
Hann telur bara tvennt í stöð-
unni: „Annars vegar að setja inn
mjög háar upphæðir í Ríkisútvarp-
ið af skattfé eða þá að að ganga í að
endurskilgreina hlutverk Ríkis-
útvarpsins, sem ég tel nauðsynlegt.
Á það hefur verið bent í ár og ára-
tugi að hlutverk Ríkisútvarpsins er
mjög víðfeðmt og ekki nógu vel
skilgreint,“ segir Guðlaugur Þór.
Aðspurður hvort ekki væri nauð-
synlegt að taka gildandi þjónustu-
samning menntamálaráðuneytisins
og Ríkisútvarpsins til endurskoð-
unar sagði Guðlaugur Þór: „Jú, það
er mín skoðun. Það er komið á dag-
inn með skýrum hætti að eftirliti
með rekstri Ríkisútvarpsins hefur
verið ábótavant. Það er mikið
áhyggjuefni.“ Guðlaugur Þór sagð-
ist vilja leggja áherslu á að hann
væri stuðningsmaður þess að
standa eftir megni vörð um innlent
efni og innlenda dagskrárgerð.
„Forsendan fyrir þátttöku ríkisins
á fjölmiðlamarkaði er að standa
vörð um innlenda framleiðslu og
rækta menningararfinn,“ sagði
Guðlaugur Þór. Ingvi Hrafn Ósk-
arsson, formaður stjórnar Ríkisút-
varpsins, sagði að afloknum fund-
inum í gær að fundurinn hefði verið
góður.
Óskert útvarpsgjald
„Við vorum að gera grein fyrir
stöðu fjármála Ríkisútvarpsins eins
og þau blasa við í dag og vorum
einnig að ræða hvað stjórnin hefur í
bígerð til þess að takast á við þann
vanda sem við stöndum frammi fyr-
ir. Þetta var fyrst og fremst upp-
lýsingafundur,“ sagði Ingvi Hrafn.
Ingvi Hrafn segir að tveir megin-
kostir séu í stöðunni: „Annars veg-
ar að endurskoða þjónustuhlutverk
Ríkisútvarpsins, sem fæli þá alltaf í
sér skerðingu á einhverjum þáttum
þjónustunnar. Hins vegar treystum
við okkur til þess að reka Ríkis-
útvarpið áfram og ná jafnvægi í
rekstrinum ef útvarpsgjaldið, upp-
hæðin sem var mörkuð í lögunum
2013, rennur óskert til Ríkisút-
varpsins. Eins og kunnugt er gerir
fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár
ráð fyrir verulegri lækkun á út-
varpsgjaldinu. Ef sú lækkun geng-
ur í gegn þurfum við að grípa til svo
umfangsmikilla aðgerða til að
breyta þjónustu Ríkisútvarpsins að
eðlilegt er að löggjafinn, sem lagt
hefur línurnar í lögum um Ríkisút-
varpið, komi að því að endurskil-
greina hlutverkið,“ sagði Ingvi
Hrafn Óskarsson.
Bjarni Kristjánsson, fyrrverandi
fjármálastjóri RÚV, sagði í grein í
Morgunblaðinu í gær að vandi
RÚV væri nútíðarvandi, ekki for-
tíðarvandi. Spurður álits á þessari
staðhæfingu fjármálastjórans fyrr-
verandi sagði Ingvi Hrafn: „Það er
rétt hjá honum að vandinn blasir
við núna og við þurfum að takast á
við hann. En vandinn hefur orðið til
á löngum tíma, þannig að ég er
Bjarna bæði sammála og ósam-
mála.“
Löggjafans að endur-
skoða hlutverk RÚV
Hafa ýtt vandanum á undan sér, segir Guðlaugur Þór
Morgunblaðið/Þórður
Til fundar Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður stjórnar Ríkisútvarpsins,
skundar til fundar við fjárlaganefnd. Björg Eva Erlendsdóttir einnig.
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Líkur eru á því að bókfærðar kröfur
Lánasjóðs íslenskra námsmanna
(LÍN) séu ofmetnar og að sjóðurinn
hafi gert kröfur um endurgreiðslur á
lánum þar sem fyrningarfrestur var
liðinn. Að ábyrgðarmenn séu krafðir
um greiðslu krafna sem eru fyrndar.
Þetta er álit Einars Gauts Stein-
grímssonar hrl., lögmanns hjá Lausn-
um lögmannsstofu, sem vísar til
nokkurra lánasamninga hjá LÍN máli
sínu til stuðnings. Tilefnið er nýleg
frétt í Morgunblaðinu þess efnis að
frá árinu 2009 og til ársloka 2013 hafi
LÍN veitt um 70 milljarða í námslán
án ábyrgða. Til upprifjunar var LÍN
stofnaður árið 1961.
„Í fyrsta lagi hef ég séð lánasamn-
ing frá árinu 1989. Samkvæmt þess-
um samningi fellur öll skuldin í gjald-
daga, allt lánið, ef það er ekki borgað
af því,“ segir Einar Gautur.
Gerist án uppsagnar
„Það gerist án uppsagnar, þ.e.a.s.
sjálfkrafa. Fjórum árum síðar er
ábyrgðarmaðurinn laus. Samkvæmt
skjalinu er skuldin lögtakskræf. Slík-
ar skuldir fyrnast á fjórum árum, líka
gagnvart lántaka,“ segir Einar Gaut-
ur.
Hann tekur fleiri dæmi af lána-
samningum sem innihaldi svipuð
ákvæði. „Ég er með aðra lánasamn-
inga undir höndum þar sem þarf að
skoða hvert atvik, hvort skuldin sé
gjaldfallin og fyrningarfrestur á
henni byrjaður að líða, en allir geyma
þeir gjaldfellingarheimildir. Sé öll
skuldin gjaldfelld vegna vanskila á af-
borgunum byrjar fyrningarfrestur að
líða frá gjaldfellingardegi á allri kröf-
unni. Ef lán er löglega gjaldfellt byrj-
ar fyrningarfrestur á allri upphæð-
inni, öllu láninu, að líða frá
gjaldfellingardegi, alveg óháð því
hvað lánasamningurinn er til langs
tíma. Í fyrsta bréfinu frá 1989 sem ég
nefndi sagði að það gjaldfélli sjálf-
krafa við vanskil. Ég tel talsverðar
líkur á því að fjölmargar kröfur á
ábyrgðarmenn séu niðurfallnar fyrir
fyrningu þótt LÍN sé enn að senda
innheimtubréf og hugsanlega á lán-
takann líka.“
„Ranghugmyndir“ hjá LÍN
– Kann að vera að hluti skráðra
krafna LÍN í bókhaldi sé ofmetinn?
„Ég hef grun um það þótt ég viti
það ekki fyrir víst.“
– Þannig að LÍN geri kröfur um
endurgreiðslur þrátt fyrir að samn-
ingar séu fallnir úr gildi?
„Það eru líkur á að í mörgum til-
fellum séu ranghugmyndir bæði hjá
LÍN og lántakendum um skuldbind-
inguna. Ég hef nokkrum sinnum gert
lánastofnanir afturreka með fyrndar
kröfur af nákvæmlega þessum ástæð-
um. Því datt mér í hug að þetta gæti
verið svona hjá LÍN líka. Mér sýnist
svo geta verið,“ segir Einar Gautur.
Morgunblaðið/Júlíus
Í Borgartúni Lánasafn LÍN var um 202 milljarðar um síðustu áramót.
Lögmaður vísar til ákvæða samninga
Hluti krafna
LÍN fyrndur
Andri Karl
andri@mbl.is
Arctic Oddi mun aðeins halda eftir
kjarnastarfsemi sinni á Flateyri
sem er vinnsla á eldisafurðum.
Verður sú framleiðsla árstíðabundin
á meðan verið er að byggja upp og
tryggja frekari eldisleyfi. Félagið
leitar því nú eftir kaupendum eða
samstarfsaðilum að bolfiskvinnslu
félagsins.
Arctic Oddi hefur stundað fisk-
vinnslu á Flateyri undanfarin þrjú
ár þar sem bæði hefur verið vinnsla
á hefðbundnum sjávarafla og eld-
isafurðum og hafa starfsmenn að
jafnaði verið um þrjátíu. Fyrirtækið
hefur á undanförnum árum byggt
upp sérhæfða eldisvinnslu í sam-
starfi við systurfélag sitt, Dýrfisk.
Dýrfiskur hefur í dag leyfi til þess
að ala allt að tvö þúsund tonn af
regnbogasilungi og laxi í Dýrafirði
en hægt hefur gengið að fá aukn-
ingu eldisleyfa sem er forsenda þess
að byggja þar upp arðbæran rekst-
ur. Eldisferlið sjálft frá klaki til full-
vinnslu afurða er hátt í þrjú ár og
því er mikilvægt að uppbygging og
staðfesting eldisleyfa haldist í hend-
ur svo hægt sé að tryggja atvinnu-
öryggi og uppbyggingu starfsem-
innar.
Samhliða árstíðabundinni vinnslu
á eldisfiski hefur Arctic Oddi haldið
úti heilsársstarfsemi með vinnslu á
þorski, steinbít, makríl og fleiri sjáv-
arafurðum. Sú vinnsla hefur hingað
til verið rekin með tapi og því hefur
verið tekin ákvörðun um að hætta
vinnslu á hefðbundnum sjávarafla.
Vilja hætta
bolfiskvinnslunni
Breytt staða hjá Arctic Odda
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Flateyri Arctic Oddi ætlar að hætta
að vinna hefðbundinn sjávarafla.
Trúlofunarhringar
- okkar hönnun og smíði
jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind