Morgunblaðið - 15.10.2014, Page 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014
Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
Bandarískt fyrir-
tæki í Louisiana
segist ekki ætla
að taka að sér að
eyða búnaði sem
notaður var til að
hlynna að Thom-
as Eric Duncan
sem lést úr ebólu
í Texas fyrir
skömmu. Ástæð-
an sé óvissa um
hættuna af ösku frá eyðingunni.
Vitað er að ebóla smitast þegar
fólk kemst í snertingu við úrgang,
blóð eða aðra vessa úr sjúklingi.
Ekki er alveg ljóst hvort hugsanlegt
er að smitast af vökva sem myndast
þegar hnerrað er eða hóstað. Veiran
er ekki harðgerð og getur aðeins lif-
að í fáeinar klukkustundir á hörðum
fleti. En þessi óvissa um ástæður
fyrir smiti hefur ýtt undir ótta al-
mennings. Í gær lést Senegalmaður
úr ebólu í Þýskalandi. kjon@mbl.is
Neita
að eyða
úrgangi
Sjúkrahússúrgangi
eytt í ofni.
Óttast að askan
geti verið hættuleg
Hart er nú deilt á einn af ráðherr-
um nýju stjórnarinnar í Svíþjóð,
Mehmet Kaplan, en hann er músl-
ími. Er hann sak-
aður um að vera
íslamisti en þeir
boða margir heil-
agt stríð, jihad,
og jafnvel
hryðjuverk.
Fram kemur í
Dagens Nyheter
að fyrrverandi
þingmaður, Nal-
in Pekgul, hefur
rifjað upp ýmis undarleg ummæli
sem Kaplan hefur látið frá sér fara,
en enginn gagnrýni hann af ótta við
að fá á sig stimpilinn íslamshatari,
segir Pekgul.
Hún hefur eftir Kaplan að það sé
hatur Vesturlandaþjóða á íslam
sem fái unga, vestræna múslíma til
að berjast með Íslamska ríkinu, IS.
En Pekgul segir að raunverulega
ástæðan sé hatursræður róttækra
ímama sem oft sé boðið að tala í
moskum Vesturlanda. Þannig hafi
Riyadh ul Haq, sem styðji vopnað ji-
had og fyrirlíti kristna, gyðinga og
hindúa, verið boðið að tala í mosku í
Stokkhólmi. kjon@mbl.is
Er einn af nýju ráð-
herrunum úr röðum
íslamista?
Mehmet Kaplan
SVÍÞJÓÐ
Margir tóku þátt andatrúarathöfn sem fram fór í fjall-
lendi í Sorte-fjöllum í Yaracuy, vestur af höfuðborginni
Caracas í Venesúela, um helgina. Gyðja náttúrunnar,
ástar, friðar og reglu, Maria Lionza, var hyllt á hefð-
bundinn hátt með því að dansa á glóandi kolum. Svo-
nefnd santeria og andatrú, þar sem blandað er saman
kristni og fornum, afrískum trúarbrögðum, eru vinsæl í
landinu þótt langflestir séu kaþólskir.
Dansað á glóandi kolum í Venesúela
AFP
herjum IS í borginni Kobane sem er
í Sýrlandi en rétt við landamærin að
Tyrklandi. Flestir borgarbúar, sem
eru aðallega sýrlenskir Kúrdar, hafa
þegar flúið yfir landamærin til Tyrk-
lands. Enn halda vopnasveitir
Kúrda stórum hluta borgarinnar og
náðu í gær aftur valdi á Tall Shair,
hernaðarlega mikilvægri hæð vestan
við hana. Bandaríkjamenn hafa
haldið uppi loftárásum á IS-menn
við Kobane síðustu vikur og hafa
þær aðgerðir borið nokkurn árang-
ur, að sögn Kúrda, en ekki dugað.
Tyrknesk stjórnvöld harðneita að
veita Kúrdum í Kobane hernaðar-
hjálp og banna einnig mönnum úr
röðum flóttafólksins að fara aftur til
Kobane og aðstoða þar landa sína í
baráttunni. Allt að 20% íbúa Tyrk-
lands eru Kúrdar og hefur þessi
stefna valdið mikilli reiði meðal
þeirra í garð stjórnar Receps Tayy-
ips Erdogans, forseta í Ankara.
Tortryggni í Ankara
Tengslin við PKK hafa dugað Er-
dogan til að hafa varann á en Tyrkir
vilja ekki að Kúrdar í landinu eða
annars staðar eflist um of. Eitt af því
sem ýtir undir tortryggni Erdogans
er að sýrlenskir Kúrdar hafa margir
stutt Bashar al-Assad forseta í borg-
arastríðinu mannskæða í Sýrlandi.
Það hafa margir kristnir Sýrlend-
ingar einnig gert. Ástæðan er ein-
faldlega sú að þessir minnihluta-
hópar hafa talið forsetann illskárri
en ofstækisliðið í öflugasta hluta
andstæðingafylkingar hans en þar
eru langflestir súnní-múslímar.
Um hálf önnur milljón manna hef-
ur flúið frá Sýrlandi til Tyrklands
síðustu árin vegna átakanna. Vand-
inn er því mikill og Tyrkjum finnst
Vesturveldin ekki hafa veitt mikinn
stuðning. Erdogan finnst að þau
hefðu átt að grípa inn í stríðið gegn
Assad í tæka tíð og hjálpa stjórnar-
andstæðingum en ekki láta nægja að
fordæma illvirki hans. Hann vill
núna að NATO komi á flugbanni yfir
Sýrlandi til að draga úr árásarmætti
herja Assads sem njóta margvíslegs
stuðnings Írana og Rússa.
Þótt Erdogan sé ekki talinn rót-
tækur íslamisti fer hann fyrir flokki
ákafra múslíma, þar er baklandið.
Má telja víst að sumir flokksmenn
hans líti á IS sem nauðsynlega fram-
verði í baráttunni gegn ofríki sjía-
múslíma í Írak, Íran og að sjálfsögðu
Assads í Sýrlandi.
Ef til vill lítur Erdogan á PKK
sem mun verri samtök en IS. En
bent hefur verið á að eflist IS um of
geti samtökin í reynd orðið ráðandi á
stóru svæði í Miðausturlöndum. Þá
geti farið volgna undir Erdogan og
fleiri ráðamönnum sem eru van-
trúarhundar í augum IS, allt of vest-
rænir í hugsun. Jafnvægislist
Tyrkja gæti á endanum mistekist
illilega.
Jafnvægislist Tyrkja í flóknum átökum
Miðausturlanda gæti mistekist
Erdogan er meira í mun að stöðva Kúrdasamtökin PKK en morðingja og þrælahaldara IS
AFP
Stríð Reykur stígur upp frá víg-
stöðvunum í Kobane.
Trú og þjóðerni
» Sjálfur er Assad Sýrlands-
forseti alavíti sem er sér-
trúarhópur er tengist sjía-
múslímum. Langflestir Sýr-
lendingar eru á hinn bóginn
súnní-múslímar, eins og Erdog-
an og flestir Tyrkir.
» Um 30.000 manns hafa fall-
ið síðustu þrjá áratugina í
átökum tyrkneska hersins og
PKK. Erdogan hefur kappkost-
að að friðmælast við kúrdíska
þjóðarbrotið og m.a. leyft
notkun kúrdísku opinberlega.
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Vesturveldin eru í miklum vanda
vegna framrásar grimmdarseggj-
anna sem nefna sig íslamska ríkið,
IS, og pólitísku flækjurnar sem upp
eru komnar eru yfirþyrmandi. Tví-
bent afstaða Tyrkja til átakanna í
Sýrlandi og Írak er farin að valda al-
varlegum áhyggjum í Atlantshafs-
bandalaginu, NATO, sem þeir eiga
aðild að. En Tyrkir hafa í áratugi átt
í höggi við vopnaða liðsmenn PKK,
samtök róttækra Kúrda í Tyrklandi
sem vilja sjálfstæði eða a.m.k. aukið
forræði í eigin málum. Tyrkir,
NATO og vestræn ríki skilgreina
PKK sem hryðjuverkasamtök. Sam-
ið var um vopnahlé í fyrra en í gær
vörpuðu tyrkneskar herþotur
sprengjum á bækistöðvar PKK, að
sögn eftir árásir PKK á nálægar
herstöðvar Tyrkja.
En á sama tíma heyja liðsmenn
annarra en tengdra Kúrdasamtaka,
YPG, örvæntingarfulla baráttu gegn