Morgunblaðið - 15.10.2014, Page 24

Morgunblaðið - 15.10.2014, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar Aðeins 2.150 kr. á mann Næg bílastæði ERFIDRYKKJUR Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200 Sérkennarar hér á landi búa við þá einkennilega stöðu að hafa sér- hæft sig í sérkennslufræðum án þess að njóta lögverndunar starfsheitis. Félag íslenskra sérkennara hefur um árabil unnið að því að fá lög- verndun á starfsheitinu sérkennari eða sérkennslufræðingur fyrir þá sem hafa lokið framhaldsnámi í sér- kennslufræðum til viðbótar við BEd- nám í grunn- eða leikskólafræðum, eða kennsluréttindanám á þessum stigum. Markmið meistaranáms í sér- kennslufræðum er að efla þekkingu kennara á sérþörfum nemenda og auka færni þeirra í því að vinna á vettvangi sem sérkennslufræðingur sem er allt í senn, sérkennari, ráð- gjafi og stjórnandi í framkvæmd skóla án aðgreiningar. Þannig eiga sérkennarar að vera sérfræðingar í kennslu barna með ýmiss konar sér- þarfir og í að ráðleggja starfsfólki skóla hvernig best sé að vinna með slík börn og skapa námsaðstæður við hæfi. Sérkennarar þurfa einnig að kunna að leggja fyrir margvísleg skimunar- og greiningarpróf til að kortleggja námsvanda nemenda. En þar sem starfið er ekki lögverndað er skólastjórum í sjálfsvald sett hvort þeir ráði kennara með fram- haldsmenntun í sérkennslufræðum eða ekki til að starfa sem sérkenn- arar í sínum skóla. Leik-, grunn- og framhaldsskólar hér á landi eru fyrir alla eða án að- greiningar skv. samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötl- un frá árinu 2006, sem Ísland und- irritaði 2007. Þar er skýrt ákvæði um rétt fatlaðs fólks til menntunar án mismununar á öllum skólastigum. Kveðið er á um það í lögum um grunnskóla (91/2008, 17. grein) að nemendur með sérþarfir eigi rétt á að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í almennum grunnskóla án aðgreiningar, án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis. Í lögum um leikskóla (90/2008,10. grein) er einn- ig kveðið á um að börn með sérþarfir eigi rétt á sérstakri aðstoð og þjálf- un sem skuli fara fram undir hand- leiðslu sérfræðinga. Í kjölfar samnings Sameinuðu þjóðanna og breytinga á lögum hef- ur fjölbreytileiki nemendahópa í skólum landsins aukist verulega. Í öllum almennum skólum eru nú nemendur með sérþarfir, en það eru þeir nemendur sem teljast „eiga erf- itt með nám sökum sértækra náms- örðugleika, tilfinningalegra eða fé- lagslegra erfiðleika og/eða fötlunar, sbr. 2. gr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992, nemendur með leshöml- un, langveikir nemendur, nemendur með þroskaröskun, geðraskanir og aðrir nemendur með heilsutengdar sérþarfir“ (Reglugerð nr. 585/2010 um nem. með sérþarfir 2. gr.). Þetta er því sérstaklega viðkvæmur hópur nemenda sem þurfa sérhæfðan stuðning til að fá jafngild tækifæri til náms á við aðra nemendur eins og þeir eiga rétt á samkvæmt Aðal- námskrá. Í reglugerð um nemendur með sérþarfir er kveðið á um að unn- in sé sérhæfð áætlun um stuðning í námi í samræmi við metnar sérþarf- ir. Einnig er kveðið á um að þessir nemendur fái sérstakan stuðning og rökstudda einstaklingsnámskrá í samræmi við þær sérstöku þarfir sem þeir kunna að hafa á hverjum tíma. Í reglugerð um nemendur með sérþarfir (585/2010, 2. grein) er kveðið á að um að þessi stuðningur sé veittur af sérkennurum eða öðr- um sérmenntuðum fagaðilum. „Með sérkennurum og öðrum fagaðilum er átt við þá sem hafa sérmenntun til þess að veita sérstakan stuðning í námi og sinna ráðgjöf til umsjónar- kennara og annarra grunnskóla- kennara (585/2010, 2. grein).“ Mik- ilvægt er að umsjón með slíkum sérstuðningi sé í höndum sérmennt- aðs starfsfólks sem hefur þekkingu á sérþörfum nemenda og þeim úrræð- um sem þarf til að gefa nemendum jafngild tækifæri til náms. Í rann- sókn Amalíu Björnsdóttur og Krist- ínar Jónsdóttur (2010) kom í ljós að 83% skólastarfsfólks voru sammála því að umsjónarkennarar hefðu ekki þann undirbúning sem þarf til að sinna öllum börnum. Skólastjórnendur, almennir kenn- arar og foreldrar barna með sér- þarfir – svo ekki sé minnst á börnin sjálf – reiða sig á sérhæfingu sér- kennara til að sinna þörfum þessa viðkvæma hóps. Sérhæfð og vönduð vinnubrögð með gagnreyndum að- ferðum geta skipt sköpum varðandi framtíðarhorfur þessara ein- staklinga. Störf sérkennara eru afar fjölbreytt og ábyrgð þeirra er mikil. Þeir vinna að framgangi náms án að- greiningar, skólastefnu sem byggist á félagslegu réttlæti og fjölbreyti- leika sem viðurkenndri staðreynd. Með því að yfirvöld samþykki lög- verndun starfsheitisins sérkennari eru þau ekki einungis að viðurkenna sérsvið þeirra og meta nám þeirra að verðleikum, heldur einnig að stuðla að betri framkvæmd stefn- unnar um skóla án aðgreiningar. Í ljósi þessa hvetur Félag ís- lenskra sérkennara skólastjórn- endur hvort sem er í leik- eða grunn- skólum til að ráða kennara með framhaldsmenntun í sérkennslu- fræðum til að sinna sérkennslu, og sýna þannig faglegan metnað skól- ans í verki. Fyrir hönd Félags íslenskra sér- kennara Hvers virði er sérfræðiþekking? Eftir Sædísi Ósk Harðardóttur, Önnu-Lind Pétursdóttur og Al- dísi Ebbu Eðvaldsdóttur » Félag íslenskra sér- kennara hefur um árabil unnið að því að fá lögverndun á starfsheit- inu sérkennari eða sér- kennslufræðingur Sædís Ósk Harðardóttir Höfundar eru stjórnarmenn í Félagi íslenskra sérkennara. Aldís Ebba Eðvaldsdóttir Anna-Lind Pétursdóttir Þegar ég greindist með brjóstakrabba- mein aðeins 38 ára gömul í mars á þessu ári greip mig fyrst mikil hræðsla. Spurn- ingar eins og „Er ég að deyja?“ og „Hvað er framundan?“ leit- uðu á hugann. Það var ekki fyrr en við kom- una í Brjóstamóttöku Landspítalans sem ég komst nálægt því að hafa fast land undir fótum. Móttökurnar eru öllu því heilbrigðisstarfsfólki til sóma. Nokkur umræða hefur verið um skort á sérfræðilæknum. Þó að læknar séu mennskir og búi ekki yfir töframætti, þá er óhugsandi að standa í þessari lífsbaráttu án þess að meðferðinni sé stýrt af teymi sérhæfðra brjóstakrabbameins- lækna, sem veita mikilvæga skurð-, lyfja- og geislameðferð. Ólík menntun og sérhæfing þess- ara lækna er undirstaða þess góða árangurs sem náðst hefur í með- ferð brjóstakrabbameins á Íslandi. Dæmi um það er uppbygging á brjóstum. Af þeim 220 konum sem greinast með brjóstakrabbamein á Íslandi árlega, þá hafa frá árinu 2007 um 35% kvenna sem hafa þurft að gangast undir brjóstnám gengist undir tafarlausa brjósta- uppbyggingu (brjóst er þá byggt upp í sömu aðgerð og brjóstnámið er gert). Þá hafa 70% kvenna undir 55 ára farið í tafarlausa uppbygg- ingu. Þetta hlutfall er mun hærra en þekkist í nágrannalöndum okk- ar og árangur sem við getum verið stolt af. Þegar ég greindist með brjósta- krabbamein stóð ég frammi fyrir erfiðri ákvörðun um hvaða aðgerð ég ætti að velja. Einn kostur var að brjóstið yrði fjarlægt og byggt upp síðar, annar að brjóstið yrði fjarlægt og tafarlaus brjóstaupp- bygging gerð með eigin vef eða silikonpúða og þriðji að æxlið yrði fjarlægt úr brjóstinu með fleyg- skurði og byggt upp með hluta- brjóstuppbyggingu í sömu aðgerð með eigin líkamsvef (fitu eða vöðva). Ég gat þannig valið að fara í að- gerð þar sem æxlið var fjarlægt og brjóstið byggt upp með eigin lík- amsvef í sömu aðgerð, rétt eins og fjöldi kvenna hefur gert síðastliðin 7 ár. Þetta val gerði mér kleift að fara einungis í eina aðgerð í stað tveggja eða þriggja. Það segir sig sjálft, að fækkun aðgerða sem ein- staklingar þurfa að undirgangast er þjóðhagslega hagkvæm út frá sjónarmiðum um veikindaorlof og vinnutap – og líka út frá kostnaði við hverja aðgerð. En fyrir utan fjárhagslegan sparnað fyrir samfélagið, þá ber að horfa til þeirra auknu lífsgæða sem felast í því, að fá að halda sínu eig- in brjósti eða geta gengist undir tafar- lausa brjóstaupp- byggingu. Auðvitað er það gott veganesti inn í tímabil meðferða sem taka við að að- gerð lokinni og mik- ilvægt fyrir andlega líðan. Nú er komið á dag- inn að á komandi ári er fyrirsjáanleg mikil breyting á þeirri þjónustu sem í boði verður fyrir íslenskar konur sem þurfa að gangast undir skurð- aðgerð vegna brjóstakrabbameins. Á Landspítalanum hefur það verið svo á undanförnum árum að aðeins einn skurðlæknir hefur fram- kvæmt megnið af tafarlausum brjóstauppbyggingum og um næstu áramót mun hann taka við starfi erlendis. Það má hverjum vera ljóst, að svona heilbrigðiskerfi gengur ekki upp til framtíðar. Hvernig má það vera að svona mikilvægri þjónustu sé sinnt að mestu af einum einstaklingi? Töl- fræðin segir mér að níunda hver kona á Íslandi greinist með brjóstakrabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Það er ólíðandi að stíga áratugi aftur í tímann og bjóða konum sem heyja erfiða lífs- baráttu ekki upp á val, þegar öll þessi tækni og þekking er til stað- ar í heiminum. Getur það verið að ég hafi verið heppin að greinast með brjóstakrabbamein árið 2014 en ekki 2015? Ég vona svo sann- arlega að svo sé ekki. Eftir stendur að við Íslendingar þurfum að standa saman um öflugt heilbrigðiskerfi, sem býður fólki upp á lífsgæði og val. Við eigum ekki að þurfa að leita út fyrir land- steinana eftir því. Ég vona að allir leggist á eitt, heilbrigðisyfirvöld, allir stjórnmálaflokkar á Alþingi og ríkisstjórnin, um að tryggja að allar þessar konur fái sömu fram- úrskarandi þjónustu og ég hef fengið. Ísland á að standa í fremstu röð á þessu sviði – ekki að hörfa heldur sækja fram. Sýnum samstöðu og mætum kl. 17.30 í dag við Hljómskálann og göngum saman í kringum Tjörnina á alþjóðadegi baráttunnar gegn brjóstakrabbameini. Var ég heppin? Eftir Önnu Sigríði Arnardóttur Anna Sigríður Arnardóttir » 220 konur greinast með brjóstakrabba- mein á hverju ári. Við þurfum að standa sam- an um öflugt heilbrigð- iskerfi, sem býður fólki upp á lífsgæði og val. Höfundur er lögfræðingur og varaformaður Brjóstaheilla - samhjálpar kvenna. Um leið og ég þakka fyrir frábæran þátt Sirrýjar á sunn- dagsmorgnum langar mig að minnast á ummæli móður sem hringdi í opna línu í þættinum þar sem rætt var um að kenna börnum að ganga frá eftir sig. Konan sagðist hik- laust koma inn á óhreinum útiskóm og ganga á hreinum fötum barnsins ef þau lægju á gólfinu. Erum við fullorðna fólkið ekki fyrirmyndir barnanna? Ekki viljum við kenna börnunum svona framkomu? Samningar og falleg beiðni eru vænlegri til árangurs að mínu mati. Móðir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Góðir sunnudagsmorgnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.