Morgunblaðið - 15.10.2014, Page 25

Morgunblaðið - 15.10.2014, Page 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014 Skútuvogi 8 • 104 Reykjavík • Sími 567 6700 • www.vakahf.is Dekkjasala og þjónusta Varahlutir Bifreiða- flutningar Endurvinnsla bifreiða Ármúla 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn.is | www.gahusgogn.is GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu. Við tökum málin þín í okkar hendur Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki Félag eldri borgara í Reykjavík Fimmtudaginn 9. október var spil- aður tvímenningur á 10 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Efstu pör í N/S Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 277 Bjarni Þórarinss. – Hrólfur Guðmss. 248 Guðlaugur Bessas. – Trausti Friðfinnss. 232 A/V Albert Þorsteinss. - Bragi Björnsson 255 Björn E. Péturss. – Valdimar Ásmundss. 245 Margr. Gunnarsd. – Vigdís Hallgrímsd. 243 Mánudaginn 6. október var spil- aður tvímenningur. 24 pör mættu til leiks. Efstu pör í N/S Björn Árnason – Auðunn R. Guðmss. 382 Ingibj. Stefánsds – Margrét Margeirsd. 368 Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. 362 A/V Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 406 Friðrik Jónss. - Jóhannes Guðmannss. 391 Oddur Halldórss. – Eggert Þórhallsson 361 Spilað er í Síðumúla 37. Keppni um Oddfellov-skálina hafin Keppni um Oddfellow-skálina hófst í vikubyrjun. Sextán pör mættu til leiks og styrktu félagsauð- inn en þetta er í þriðja skiptið sem spilað er um skálina. Hér er lokastaðan, meðalskor 168 stig: Jóhannes Sverriss. - Óskar Karlsson 198 Þrándur Ólafsson - Gauti K. Gíslas. 198 Sigurður Sigurðsson - Arnar Óskarss. 193 Helgi G. Jónss. - Hans Óskar Isebarn 192 Páll Hjaltason - Hjalti Pálsson 188 Sigurbj. Samúelss. - Helgi Samúelss. 186 Hörkubarátta á toppnum en Jó- hannes og Óskar höfðu betur í inn- byrðisviðureign og tóku heim verð- laun kvöldsins. Spilaðar verða 6 lotur og telja fjögur bestu skorin. Sigurvegarar frá upphafi: 2014 Páll Hjaltason - Hjalti Pálsson 2013 Þorsteinn Þorsteinss. - Rafn Haraldss. Næst verður spilað 3. nóvember. Miðvikudagsklúbbur eldri borgara Bridssamband Íslands býður upp á spilamennsku á miðvikudögum. Spilaður verður barómeter eða Mon- rad Barómeter tvímenningur. Miðvikudaginn 1. október var spil- aður Barómeter tvímenningur. Efstu pör voru: Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonss. 67,1 Tómas Sigurjs. - Jóhannes Guðmannss. 56,9 Guðm. Sigursteinss. - Unnar Guðmss. 55,6 Óskar Ólafss. - Þorsteinn B. Einarss. 55,1 Spilað er í húsnæði BSÍ að Síðu- múla 37, 3ju hæð. Spilamennska byrjar kl. 13 og eru allir spilarar, vanir sem óvanir, velkomnir. Sigmundur og Eyþór efstir í Kópavogi FRESCO-impamótið hófst sl. fimmtudag hjá Bridsfélagi Kópa- vogs. Um er að ræða þriggja kvölda butlertvímenning og var spilað á 13 borðum. Staða efstu para. Sigmundur Stefánss. - Eyþór Haukss. 64 Guðbr. Sigurbergss. - Jón Alfreðss. 59 Ómar Jón Jónss. - Björn Halldórss. 50 Ómar Óskarsson - Böðvar Magnúss. 32 Þórir Sigursteinss. - Haraldur Ingason 25 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Í þessum mánuði, 31. október, eru liðin 150 ár frá fæðingu eins af þjóðarinnar merk- ustu sonum, Einars Benediktssonar, sem fæddist á bænum El- liðavatni 1864. Faðir hans var Benedikt Sveinsson, yfirdómari í landsyfirréttinum, síð- ar sýslumaður í Þing- eyjarsýslu og alþingismaður, ræðu- skörungur og baráttujaxl um sjálfstæði Íslands. Móðir Katrín Einarsdóttir, umboðsmanns Reyni- staðarklausturjarða, sögð mikilhæf og stórgáfuð. Sagt var að Einar hefði erft mælskulistina og orð- kynngina frá föður sínum en hug- myndagnóttina og skáldgáfuna frá móður. Hann nam við Latínuskólann og síðar lögfræði í Kaupmannahöfn. Einar var sýslumaður Rangæinga um skeið. Hann hafi mikinn áhuga á þjóðmálum og barðist fyrir sjálf- stæði landsins. Hann varð þjóðhetja sem kom fram á tímum þegar þjóðin var að vakna eftir árhundraða stöðn- un. Hann barðist fyrir efnahagslegri upphefð þjóðarinnar og skapaði von- ir um betri tíma með tækni og frelsi sem nýta mætti til hagsbóta fyrir þjóðina. Hann ritaði greinar um jöfnuð og afnám hafta fyrir fólkið sem verið hafði á klafa einokunar og vist- arbands. Hvatti hann til stofnunar verkalýðsfélaga sem ekki varð að veruleika fyrr en löngu síðar og stofnun háskóla. Kom fram með hagfræðikenningar sem eftir áratugi urðu viðurkenndar og benti á slæma stöðu fátækra og óréttlæti sem þurftafólk bjó við á þessum tíma. Einar ferðaðist mikið erlendis og bjó löngum þar. Hann hafði mörg járn í eldinum og var hugmynda- auðgi hans með ólíkindum. Hann sá fjölmörg tækifræri sem landið bauð upp á og er við- skiptasaga hans stórbrotin og á köfl- um ævintýraleg. Má þar nefna virkj- unaráætlanir, gullgröft, loftskeyti og áætlanir um járnbrautalagningar og hafnir í Reykjavík og Þorlákshöfn. Einar var frum- kvöðull um margt, gaf út fyrsta dagblaðið á Íslandi, Dagskrá, var fyrsti fasteignasalinn, kom að togaraútgerð og svo mætti lengi telja. Þá studdi hann við listir og menningu á ýmsa lund. Fjölmargar sögur eru til um Einar og eru margar þeirra með ólíkindablæ og sjálfsagt sumar búnar til af óvildarmönnum eða hreinar Gróusögur, svo sem sag- an lífseiga um sölu norðurljósanna, sem reyndar hefur ræst í annarri mynd. Í útfararræðu síra Ólafs Magn- ússonar, prests í Arnarbæli, sem hann flutti í Dómkirkjunni við útför Einars sagði hann m.a.: „Það má með sanni segja um Ein- ar Benediktsson að hann var maður, „sem ekki setti ljós sitt undir mæli- ker“. Hann var hvort tveggja í senn, á meðan hann var í fullum mann- dómsblóma, svo mikill maður vexti og glæsilegur ásýndum, að af bar. En auk þessa var hann gæddur al- veg óvenjumiklum gáfum og um leið andlegum hæfileikum spámannsins og spekingsins.“ Sjálfur hef ég rætt við fólk sem kynntist honum á síðustu æviár- unum. Það bar honum vel söguna og talaði um hversu mikill persónuleiki hans var. „Augun geisluðu“ var lýs- ing eins. Í tilefni af þessum tímamótum hvet ég málsmetandi menn og kon- ur, ekki síst í fjölmiðlum og mennta- kerfinu, að halda minningu þjóð- skáldsins á lofti og leyfa þjóðinni og framtíðar-þegnunum að kynnast þessum stórbrotna manni og ljóðum hans. Styttan með hörpuna Það er ósk mín sem og margra annarra aðdáenda og áhugafólks um skáldið að stytta gerð af Ásmundi Sveinssyni sem stendur á Klambra- túni verði flutt að Höfða, sem Einar nefndi Héðinshöfða. Þar hélt hann heimili um hríð á sínum velmekt- arárum. Þar tóku Íslendingar á móti fyrsta loftskeytinu árið 1905 frá Englandi en Einar barðist fyrir því að loftskeytasendingar yrðu al- mennt teknar upp enda sá hann framtíðina í þeirri tækni eins og svo mörgu öðru. Fer vel á því að styttan njóti sín þar sem úthafið blasir við, fjármála- hverfið að baki og Esjan til norðurs. Hér er niðurlag kvæðisins Esjan: „Þú dregur oss heim – Engin dásemd er til -sem dýrð þín á norðurveggnum.“ (E.B.) Ljóð Einars eru konfektmolar sem fólk getur notið meðan íslensk tunga lifir. Gildir einu hvort hann lýsti náttúrunni eða mannlífinu. Hér er eitt dæmi um ljóð Einars sem oft er vitnað í en margir vita ekki hvaðan þær tilvitnanir eru komnar. Úr Einræðum Starkaðar: „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti sem brast við biturt andsvar gefið án sakar. Hve iðrar margt líf eitt augnakast sem aldrei verður tekið til baka.“ (E.B.) „Sá deyr ei sem heimi gaf lífvænt ljóð.“ (E.B.) Heimildir: Ævisaga Einars Benediktssonar. Höf.: Guðjón Friðriksson Væringinn mikli. Höf.: Gils Guðmundsson Ræða flutt við útför Einars Benedikts- sonar. Höf.: Síra Ólafur Magnússon Samtöl við samferðafólk Einars Einar Benediktsson, skáld og athafnamaður Eftir Jóhann Davíðsson » Fer vel á því að styttan njóti sín þar sem úthafið blasir við, fjármálahverfið að baki og Esjan til norðurs. Jóhann Davíðsson Höfundur er rannsóknarlög- reglumaður og ökukennari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.