Morgunblaðið - 15.10.2014, Side 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014
✝ RagnhildurEinarsdóttir
fæddist í Selhaga
hinn 14. mars 1924
en ólst upp á Svarf-
hóli í Stafholts-
tungum. Hún lést á
dvalarheimilinu
Brákarhlíð í Borg-
arnesi 22. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Helga Jóns-
dóttir, f. á Brekku í Norðurárdal
1885 en alin upp í Hvammi í
Hvítársíðu, d. 1959, og Einar
Helgason, f. 1887, d. 1960, fædd-
ur og uppalinn á Ásbjarnar-
stöðum í Stafholtstungum. Fóst-
urforeldrar hennar voru
Jóhanna Salbjörg Magnúsdóttir
og Jósef Björnsson á Svarfhóli í
Stafholtstungum. Systkini henn-
ar voru: Karl, Helgi, Helga, Guð-
rún og Jón Eyjólfur. Þau eru öll
látin. Eiginmaður Ragnhildar
var Garðar Rafn Ásgeirsson f. í
Reykjavík 15. janúar 1929 d. 24.
nóvember 2008. Foreldrar hans
voru Jónína Pálsdóttir f. 21. júní
1906, d. 5. júlí 1965, frá Arnhóls-
stóðum í Skriðdal, og Ásgeir
Einarsson, f. 6. maí 1906, d. 12.
mars 1992, frá Holtahólum í
kvæntur Rebekku Guðnadóttur,
f. 16. febrúar 1953, börn: a)
Guðni Rafn, f. 14. nóvember
1977, eiginkona: Freyja Guð-
jónsdóttir, börn: Gabríel Rafn,
Rebekka og Ingibjörg Karen. b)
Jóhannna, f. 30. maí 1984, sam-
býlismaður: Ásgeir Helgi Reyk-
fjörð Gylfason, börn: Fjóla Katr-
ín Reykfjörð og Aron Reykfjörð.
c) Ásgeir Yngvi, f. 24. janúar
1986, sambýliskona: Linda Rún
Pétursdóttir, börn: Baltasar
Jökull og frá fyrra sambandi á
Ásgeir Yngvi soninn Rafn. d)
Davíð, f. 14. október 1993, sam-
býliskona: Íris Gunnarsdóttir. 4)
Hrafnhildur Jónína, f. 29. nóv-
ember 1967, börn: a) Rafn Hlíð-
kvist Björgvinsson, f. 29. desem-
ber 1989, sambýliskona: Camilla
Rut Arnarsdóttir, b) Kolbrún
Ellý Björgvinsdóttir, f. 20. maí
1996. Ragnhildur stundaði nám í
Héraðsskólanum í Reykholti og
Kvennaskólanum í Reykjavík,
einnig í Húsmæðraskólanum á
Varmalandi og einn vetur í Hus-
filden for kvinner í Voss í Nor-
egi og lærði þar vefnað. Eftir
nám kenndi hún vefnað í Hús-
mæðraskólanum á Varmalandi
1949-1953 og 1973 og við Grunn-
skólann á Varmalandi kenndi
hún textílmennt 1978-1990. Hún
tók við búinu á Svarfhóli ásamt
Rafni manni sínum 1954 og
bjuggu þau þar allar götur síð-
an. Útför hennar fór fram í
kyrrþey hinn 4. október síðast-
liðinn frá Stafholtskirkju.
Hornafirði. Börn
Ragnhildar og
Rafns eru: 1) Jósef
Jóhann, f. 7. sept-
ember 1950, kvænt-
ur Líneyju Trausta-
dóttur, f. 9. október
1952, börn: a) Heið-
rún Hödd, f. 29.
ágúst 1972, sam-
býlismaður: Pól E.
Eghólm, dóttir
þeirra er: Nina
Björk. b) Trausti, f. 14. febrúar
1976, sambýliskona: Ásta Björg
Kristinsdóttir. c) Helga Björk, f.
15. maí 1981, eiginmaður: Bjarni
Þór Hannesson, börn: Elín Þóra
og Urður Elísa og frá fyrra sam-
bandi á Helga Björk soninn
Mikael Jósef Gutierrez Mart-
inez. 2) Sólrún Anna, f. 22. nóv-
ember 1953, gift Jóni Finnssyni,
f. 12. sepember 1946, börn: a)
Hugrún Íris, f. 28. júlí 1972, eig-
inmaður: Rafn Jóhannesson,
börn: Arnór Daði, Heiða Rakel
og Elva Rún. b) Hildur, f. 8. apríl
1976, maki: Karen Hauksdóttir.
c) Finnur, f. 14. júní 1979, eig-
inkona: Hafdís Thelma Ómars-
dóttir, börn: Aníta Jasmín, Alex-
ander Jón og Auðunn Jakop. 3)
Ásgeir, f. 12. febrúar 1956,
Elsku amma Hilda á Svarfhóli
er farin. Ennþá svo óraunveru-
legt. Mér fannst alltaf að amma
hlyti að verða eilíf, svo stór og
sterk, hress og skemmtileg. En
svo er hún bara allt í einu farin
frá okkur.
Amma átti gott líf á Svarf-
hólnum sínum með afa Rabba.
Þar var alltaf líf og fjör, margt
um manninn, endalaust við að
vera og þaðan á ég mínar allra
bestu æskuminningar. Í sveit-
inni var margt brallað, endalaus
ævintýri niður við á, niður við
læk, úti í hlöðu, í gamla húsinu, í
búinu og í fjárhúsunum. Amma
var við stjórnvölinn í húshaldinu,
húsmæðraskólagengin frúin,
alltaf dýrindis veitingar, ömm-
umatur og ömmubakstur var
bestur. Við systur sérstaklega
sóttum mikið í að komast í sveit-
ina og alloft fengum við að fljóta
með í græna Bronconum eftir
dágott suð í mömmu. Enginn
dagur var eins á Hólnum. Við
fengum að hjálpa til við bústörf-
in, vera með eða þvælast fyrir í
heyskap, hjálpa ömmu í garð-
inum, taka upp rabarbara og
kartöflur, reka hross, sækja
kýrnar og fleira. Lífið í sveitinni
var yndi og ómetanlegt að fá að
taka þátt í þessu öllu saman.
Tímarnir hafa heldur betur
breyst og í dag er kannski ekki
alveg eins algengt að 7-8 ára
börn taki þátt í t.d. smölun á
hrossastóðum, standandi titr-
andi á beinunum fyrir þegar
hópurinn kemur askvaðandi á
móti þeim á harðahlaupum.
Þetta var allt hluti af fjörinu, afi
skipandi fyrir í allar áttir, mikill
hamagangur og læti gátu jú ver-
ið á Hóli en það var allt gleymt
þegar maður settist við eldhús-
borðið hjá ömmu með mjólkur-
glas og nýbakaðar kleinur.
Handavinnukonan amma
Hilda var dugnaðarforkur í
höndunum, alltaf með eitthvað á
prjónunum eða heklunálinni og
eftir hana liggur mikið af fal-
legum hlutum. Mikið fjör var að
fá að fara með henni inn í
Varmaland þegar hún var þar
handavinnukennari og fá að vera
með í tíma. Maður var voða
montin af ömmu sem kunni allt
að manni fannst. Það var ekki
fyrr en síðustu misseri þegar
þreytan var farin að segja til sín
að hún lagði handavinnudótinu.
Síðustu árin bjó amma í Brák-
arhlíð í Borgarnesi og þar leið
henni mjög vel. Hún var mikil
félagsvera og hafði hún mest
gaman af að hafa sem flesta í
kringum sig, spjall og fjör.
Langömmubörnin höfðu gaman
af að fá að heimsækja ömmu
Hildu og fylgdist hún vel með
stórfjölskyldunni allt fram á síð-
ustu stundu.
Amma Hilda var einstök kona
og það var alltaf stutt í húm-
orinn. Hún kunni alveg að
stjórnast í sínum og sínu og vissi
hvernig hún vildi hafa hlutina.
Ég á eftir að sakna hennar óend-
anlega mikið, en nú er hún kom-
in til afa Rabba og eru þau sam-
einuð á ný.
Takk fyrir allt, elsku amma,
blessuð sé minning þín og góða
nótt.
Hugrún Íris Jónsdóttir
Elskuleg tengdamóðir mín er
látin, 90 ára að aldri. Margs er
að minnast sem ekki allt verður
rakið hér.
Fyrir rúmum 40 árum lágu
leiðir okkar fyrst saman er ég
tengdist inn í fjölskylduna. Hilda
var harðdugleg og vílaði ekki
hlutina fyrir sér, tók því sem að
höndum bar. Hún var ljóðelsk og
vel hagmælt en flíkaði því ekki
mikið. Söngelsk var hún, spilaði
á gítar og kunni fjöldann allan af
vísum og lögum.
Mikið var að gera á stóru
heimili og í mörg horn að líta. Á
Svarfhóli var mikill gestagangur
og þar komu börn og unglingar
til sveitadvalar og hafa haldið
tryggð við fjölskylduna síðan.
Alltaf var pláss fyrir barnabörn-
in sem oft fengu að dvelja hjá
afa og ömmu og áttu þar góðar
stundir.
Ekki verður hennar öðruvísi
minnst nema með eitthvað á
milli handanna, alltaf að skapa
eitthvað, sauma, prjóna, hekla,
mála, vefa …
Þegar börnin mín voru lítil þá
fóru þau oft yfir til ömmu sinnar
og hún átti alltaf eitthvað handa
þeim að föndra með.
Hilda var mjög hreinskiptin
og sagði sína skoðun umbúða-
laust á mönnum og málefnum,
stundum fannst manni nóg um,
en meiningu hennar varð ekki
breytt. Hún var viljasterk, hjálp-
söm og greiðvikin, gott var til
hennar að leita. Áföllum var tek-
ið með æðruleysi og festu, viss
um að svona átti þetta að fara.
Aldrei kvartaði hún yfir hlut-
skipti sínu eða áföllum, sjónin
dapraðist, heyrnin og þrótturinn
minnkaði. Þótt minnið væri farið
að gefa sig á köflum þá var hún
óspör að spyrja um fólkið sitt og
hvað þessi eða hinn hefði fyrir
stafni. Fjölskyldan er stór og
hún vildi fylgjast vel með ung-
unum sínum. Afkomendur
komnir yfir 30 og fleiri á leiðinni.
Hilda átti fallegan garð og
hafði gaman af trjárækt og
blómum. Henni fannst gaman að
ferðast og hefði gert meira af því
en tækifærin voru takmörkuð
með búskapnum. Hún var fróð
um fugla og örnefni og ýmsa
staði sem tengdust náttúrunni.
Nú hefur þú kvatt og heldur á
fund Rafns og ástvina sem hafa
farið á unda þér, ég og mínir
viljum þakka þér samfylgd
gegnum súrt og sætt.
Við minnumst þín með trega
og þakklæti.
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sólin er aftanrjóð,
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofa,
meðan sólin í djúpinu er,
og ef til vill dreymir þá eitthvað,
sem enginn í vöku sér.
(Davíð Stefánsson)
Líney Traustadóttir.
Eitt af okkar mestu gæfu-
sporum var að komast í sveit á
Svarfhóli hjá þeim heiðurshjón-
um Rabba og Hildu. Nú þegar
Hilda er fallin frá rifjast upp
margar góðar minningar frá
sumrunum ’76-’87. Á Svarfhóli
unnu allir, verkefnin voru enda-
laus og allir skiptu máli. Í raun
má segja að þar hafi þau Rabbi
og Hilda kennt okkur að vinna
og að fátt væri okkur ofviða.
Verkaskiptingin var mjög
skýr á Svarfhóli, konurnar
sinntu inniverkum og karlarnir
voru úti, en í fjósinu samein-
uðust allir. Það kom því í hlut
stelpnanna að taka til, ryksuga
allar flugurnar sem enginn endir
var á, vaska upp og passa barna-
börnin svo eitthvað sé nefnt.
Þarna stjórnaði Hilda öllu af
ákveðni en kímdi ábyggilega
eins og henni var einni lagið
þegar kvartað var sáran yfir öll-
um skyldunum.
Þegar við lítum til baka þá
sjáum við betur hvað mætt hefur
mikið á Hildu að sjá um heimilið.
Oftast voru 8-10 manns í heimili
og ósjaldan voru börn og barna-
börn gestir þar líka, enda var
þetta sannkölluð paradís fyrir
okkur krakkana.
Það má segja að Hilda hafi
staðið í eldhúsinu frá morgni til
kvölds og í minningunni stóð
hún einnig meðan allir aðrir
voru að borða. Hún sá til þess að
enginn væri svangur og við elsk-
uðum öll bakkelsið sem hún bak-
aði ofan í okkur og það var sko
veisla þegar hún steikti kleinur.
Laxasúpan hennar er ógleyman-
leg fyrir okkur öll, af misjöfnum
ástæðum, og höfum við hvorki
fyrr né síðar bragðað samskonar
súpu.
Í fjósinu stóð hún einnig sínar
vaktir og kenndi okkur að um-
gangast kýrnar með væntum-
þykju og nærgætni. Þar gerði
húsmæðraskólakennarinn Hilda
ekki minni kröfur um hreinlæti
og góða umgengni, okkur krökk-
unum til mikillar armæðu og
undrunar, enda fannst okkur nú
í góðu lagi þó í fjósinu væri svo-
lítið skítugt. Ánægðari vorum
við hinsvegar með handavinnu-
kennsluna, en í fjósinu voru
fléttuð ófá listaverkin meðan
mjaltirnar stóðu yfir.
Þá má ekki gleyma garðinum
hennar Hildu sem var stór og
fallegur. Þar óx einnig mikill
arfi, að minnsta kosti fannst
okkur það þegar kom í okkar
hlut að reyta. Það hefur örugg-
lega tekið á að halda okkur að
verki þegar við lágum í beðun-
um.
Hildu var margt til lista lagt,
var vel lesin og með munninn
fyrir neðan nefið. Hún hafði vak-
andi áhuga á sínu fólki og vorum
við sveitakrakkarnir þar ekki
undanskilin. Alltaf vorum við
meðhöndluð eins og hluti af fjöl-
skyldunni og þannig á móti okk-
ur tekið alla tíð. Henni var um-
hugað um okkur og okkur þykir
mjög vænt um það.
Dvöl okkar á Svarfhóli var
þroskandi og færði okkur ómet-
anlega lífsreynslu. Á Svarfhóli
bundumst við einnig vinabönd-
um sem seint munu bresta og
við munum áfram ylja okkur við
minningarnar frá Svarfhóli. Við
erum þakklát fyrir þær frábæru
stundir sem við höfum átt á
Svarfhóli bæði á okkar æskuár-
um sem og síðar þegar við ásamt
þeim Hildu og Rabba og stórfjöl-
skyldunni höfum haldið hina
stórskemmtilegu Svarfhólshátíð.
Við færum börnum, barna-
börnum og barnabarnabörnum
Hildu okkar innilegustu samúð-
arkveðjur um leið og við þökkum
fyrir að hafa fengið að vera hluti
af Svarfhóls-fjölskyldunni.
Arnheiður (Adda), Jóhanna,
Hrannar og Guðný.
Ragnhildur
Einarsdóttir
Við fundum aldr-
ei neitt annað en að
hún hefði tröllatrú á
okkur og jafn hlát-
urmild manneskja er örugglega
vandfundin. Hún talaði við alla í
hverfinu, krakkana og konurnar
og gott ef ekki kettina og
fuglana. Það var ákveðið tíma-
leysi í kringum hana. Heimilið
minnti dálítið á minjasafn, en
Guðríður sagði að þetta væru
ekki munir heldur minningar.
Hér sveif andi sveitarinnar og
gamla Reykjavík dansaði í loft-
inu.
Og nú er hún dáin, farin til
fuglanna, hún Guðríður sem varð
hundrað ára 8. september. Hún
var kölluð Gógó og jafnvel
Guðríður B.
Hjaltested
✝ Guðríður B.Hjaltested
fæddist 8. sept-
ember 1914. Hún
lést 1. október
2014. Útför Guð-
ríðar fór fram 13.
október 2014.
Mamma Gógó eftir
að sonur hennar bjó
til bíómynd með því
nafni, hann Friðrik
Þór. Hún lifði heila
öld, það er ekki lítið,
en það er alveg
sama hve djúpt við
gröfum í minning-
unum, það var hlát-
urinn, einlæg
gleðin, sem ein-
kenndi hana.
Það merkilega var að hún
hafði áhuga á því sem við vorum
að gera á þann sérstaka hátt að
þegar horft er til baka stendur
uppörvunin eftir. Við sjáum fyrir
okkur Karfavoginn, sænsku hús-
in voru þau kölluð, og þaðan ligg-
ur leiðin framhjá Vogaskóla og
að búðunum þar sem Teitssjoppa
trónir sem kennileiti. Guðríður
þekkti alla en hún var ekki á leið-
inni þangað heldur í mjólkurbúð-
ina eða Vogaver.
Sjoppan var meira fyrir
krakkana og unglingana og svo
planið og Hálogaland, íþrótta-
bragginn á meðan hann var til.
Það fór ekkert á milli mála þegar
Guðríður var mætt á svæðið. Við
heyrðum í henni áður en við
sáum hana. Hún talaði við alla og
hló á meðan hún talaði. Lífið var
einfaldlega svo fyndið, enda var
þetta blómatími húsmæðranna
og ljóslifandi sönnun þess að frá-
sagnarlist mun aldrei hverfa.
Þetta er enn svo ríkt í minn-
ingunni, hvernig saga sem byrj-
aði inni í mjólkurbúðinni hélt
áfram úti á planinu, og áheyrend-
ur voru allir og enginn, konur og
karlar, stelpur og strákar. Þá er
það frægt að merkjasölubörnin
byrjuðu alltaf hjá henni því þau
vissu að hún myndi kaupa af
þeim merki og gefa þeim mola.
Allir báru virðingu fyrir Guðríði
og nutu þess að heyra málróm
hennar og hún átti systur og þeg-
ar þær sáust saman þá var einsog
heimurinn yrði að bíómynd og
því svo fullkomlega eðlilegt að
sonurinn hann Friðrik Þór yrði
gangandi bíó og leitaðist við að
ramma inn tóna mannlífsins, ein-
mitt þetta óútskýranlega og
fagra.
En hundrað ár, það er ekkert
smá, og nú sjáum við Karfavog-
inn aftur og þá erum við inni í
herberginu hjá Friðriki Þór. Enn
er Guðríður hlæjandi og gleðin í
orðunum er ómælanleg og á milli
þeirra hjóna Friðriks Guðmunds-
sonar tollvarðar og hennar ríkir
líka þessi gleði og hlýja. Við
heyrum ekki hvað faðir hans seg-
ir en móðir hans svarar: „Spé-
fuglinn þinn!“ og varð úr orðtak
og má það standa sem tákn þeirr-
ar miðlunar sem kölluð er menn-
ing. Við hættum að segja: „Þessi
var góður!“ en sögðum í staðinn:
„Spéfuglinn þinn!“
Hundrað ár. Hún lifði í heila
öld, á syni á sjötugsaldri og
stjúpson á áttræðisaldri og hún á
barnabörn og barnabarnabörn.
Allir sem við munum eftir og eru
fæddir það ár eru dánir. Samt
var Gógó yngri en Friðrik mað-
urinn hennar. Hann var fæddur
árið 1898. Þetta er því nokkuð
löng saga í tíma og minnið nær
enn lengra aftur.
Við munum ekki eftir Guðríði
öðruvísi en hlæjandi og gleðin
var ómælanleg og á heimilinu
ríkti gleði og hlýja, hafa synirnir
erft drjúgan hluta af góða skap-
inu og kímnigáfunni. Við vottum
þeim og öðrum aðstandendum
virðingu okkar og samúð.
Meira: mbl.is/minningar
Einar Már Guðmundsson,
Steingrímur Eyfjörð Krist-
mundsson og Örn Daníel
Jónsson.
✝
Okkar ástkæri
HREIÐAR HAFBERG SIGURJÓNSSON,
lést á Landspítalanum Hringbraut
föstudaginn 10. október sl.
Jarðarförin fer fram í kyrrþey.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þór Hreiðarsson, Alma Ísleifsdóttir,
Sævar Hreiðarsson, Sigurbjörg Björgvinsdóttir,
Hugo Sváfnir Hreiðarsson, Hafdís Hrefna Haraldsdóttir,
Linda Sjöfn Hreiðarsdóttir,
Agla Hreiðarsdóttir, Gunnar B. Gunnarsson,
Freyr Hreiðarsson, Elín Óladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR R. KARLSSON,
Sólheimum 25,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum
mánudaginn 13. október.
Útförin auglýst síðar.
Erna Þ. Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Guðjónsson,
Steinunn Gunnlaugsdóttir, Ragnar Lövdahl,
Hjalti Gunnlaugsson,
Gunnar Karl Gunnlaugsson
og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
bróðir, tengdafaðir og afi,
INGÓLFUR NJARÐVÍK INGÓLFSSON,
Njálsgötu 40b,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
sunnudaginn 5. október.
Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 17. október kl. 13.00.
Sigríður Kristjánsdóttir,
Guðrún Þórdís Ingólfsdóttir, Bjarni Gunnar Björnsson,
Auður Þórhildur Ingólfsdóttir, Vigfús Gíslason,
Eiríkur Jón Ingólfsson,
Ingólfur, Óskar, Sigga Sóley, Gísli og Gunna Salóme.