Morgunblaðið - 15.10.2014, Page 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014
KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR
FYRIR HANN OG HANA
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert ekki í miðju eldsins en þú
skynjar hitann mjög vel. Minntu þig á það
svona um það bil hundrað sinnum í dag, því
þú verður umkringdur frábæru fólki sem
gerir þig dálítið óöruggan.
20. apríl - 20. maí
Naut Hafðu ekki áhyggjur af dagdraumum.
Ekki keppa við meðaljóna. Slakaðu frekar á
og leyfðu sérkennum þínum að setja mark
sitt á allt sem þú gerir.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft tvímælalaust að stunda
meiri líkamsrækt. Háleitar vonir eru einn af
fegurstu eiginleikum þínum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þótt heppnin eigi sinn þátt í ástalífi
þínu er ekki hægt að styðjast við hana ein-
vörðungu eins og er. Heimurinn vill frá þér
það sem aðeins þú getur gefið honum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Vanalega hefurðu markmið. En geng-
urðu fyrir adrenalíni í stað náttúrulegrar
orku? Athugaðu ástand þitt.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þótt þú sinnir nú mikilvægu ábyrgðar-
starfi er óþarfi að taka sjálfan sig of hátíð-
lega. Láttu ekki traðka á nafni þínu né gera
lítið úr starfi þínu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú virðist lag til þess að hrinda í fram-
kvæmd þeim hugmyndum sem þú hefur
verið að tala fyrir. Sólin er hátt á lofti og þú
getur auðveldlega náð fram markmiðum þín-
um.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú eyðir meira að segja tíma og
fyrirhöfn í að skipuleggja frítíma þinn. En eins
og alltaf borgar það sig til lengri tíma litið að
fjárfesta í sjálfum sér.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Vinir og vandamenn vilja ná at-
hygli þinni en það er ekki auðvelt. Kannski
hlusta ekki allir í heiminum, en í það minnsta
þrjár mikilvægar manneskjur. Vertu sam-
þykkur sjálfum þér – og skálaðu!
22. des. - 19. janúar
Steingeit Viljirðu búa við áframhaldandi vel-
gengni máttu í engu slaka á. Tunglið er í
merkinu þínu en hinn þrjóski Satúrnus hefur
þó enn meiri áhrif á þig.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú finnur löngun til að gera eitt-
hvað nýtt og gætir fengið tækifæri til þess
fyrr en síðar. Vertu vandur að virðingu þinni.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Leikgleði er mikilvægur þáttur snilli-
gáfunnar. Hún kýs erfiðan valkost, þótt ekki
sé augljóst hvort það krefjist meiri tilfinn-
ingalegs styrks að sleppa eða halda fast.
Íbréfi að norðan segir: „Enn held-ur vísnagerð áfram um ferð
Guðna Ágústssonar í Austurdal. Jói
í Stapa, sá síungi hagyrðingur sem
er nú níræður að aldri, orti af þessu
tilefni.
Guðni marga háði hildi
himnaríki frá var snúið.
Í Kakalaskála koma vildi
kvað þar betur að sér búið.
Kakalaskáli sem hann nefnir í vís-
unni er skálinn sem skáldið Sig-
urður Hansen reisti til dýrðar Þórði
kakala í miðju ríki Ásbirninga í
Skagafirði og gott er að sækja
heim, eins og þeir vita sem þangað
hafa komið. Allt sprettur þetta af
því að Guðni líkti ferð fram í Aust-
urdal við himnaríkisdvöl.“
Jón Arnljótsson yrkir um haustið:
Fellur mjöll í móinn,
maldar yfir tún,
hvítnar ferginflóinn,
fennir klettabrún.
Koma vondu veðrin,
vindur blæs og hvín,
herpast höfuðleðrin,
herðir frostsins pín.
Árnar binda ísar,
allur gróður vær.
Haustið veginn vísar
í vetrar skörpu klær.
Það maldar eða það maldrar
merkir að það snjói í logni og verð-
ur maldar yfir tún þá auðskilið og
fellur inn í myndina.
Pétur Stefánsson yrkir haust-
vísu:
Gulnar sérhvert gróðurstrá,
gisna blóm í högum.
Hrímga laufblöð hríslum á
haustsins köldu dögum.
Ármann Þorgrímsson sér lengra
fram, – „kemur skin eftir skúrir,“
segir hann:
Þó löngum hafi ljóðin mín
lítils verið metin
alltaf sólin aftur skín
eftir kulda hretin.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Bréf að norðan,
haustvísur og sæbjúgu
Í klípu
„ÞETTA ER DRAUMASTARFIÐ MITT. ÉG
ELSKA ÞAÐ – NEMA ÞEGAR ÉG ÁTTA MIG
Á ÞVÍ AÐ ÉG ER ALLSBER.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„BÚIST UNDIR AÐ HLAÐA BYSSUNA.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... regnboginn eftir
óveðrið.
FÓLK MEÐ GÆLUDÝR Á
AÐ LIFA LENGUR
ÞAÐ ER ERFITT
AÐ TRÚA ÞVÍ
VÁ, FIKTAÐU VIÐ BREMSURNAR
EINU SINNI OG ÞÚ FÆRÐ
ALDREI AÐ GLEYMA ÞVÍ!
ÉG ER FARINN
TIL ÞESS AÐ
BERJAST VIÐ HINN
GRIMMA ATLA
HÚNAKONUNG OG
HANS VAFASÖMU
VÍGAMENN!!
EKKI GLEYMA AÐ TAKA
TANNBURSTANN ÞINN OG AUKA-
NÆRFÖT MEÐ
Víkverji hefur enn ekki náð aðjafna sig eftir sigur íslenska
landsliðsins á Hollendingum á
Laugardalsvelli á mánudagskvöld.
Íslenska landsliðið hefur leikið af
slíkri yfirvegun og útsjónarsemi í
fyrstu þremur leikjunum í riðla-
keppni að það er aðdáunarvert.
x x x
Arjen Robben, ein af stjörnumhollenska liðsins, kom vel fyrir í
viðtali á mbl.is. Hann hrósaði ís-
lenska liðinu fyrir leik sinn, ekkert
væri að athuga við það að leggjast í
vörn og liðið hefði gert það vel.
Hann sagði að hollenska liðið hefði
gefið tvö mörk, en vildi ekki skrifa
tapið á einstaka leikmenn heldur
liðið allt. Hann kvað fastar að orði í
hollenska blaðinu de Volkskrant.
„Ég sýð að innan,“ sagði hann þar
og sagði að þessi spilamennska væri
fyrir neðan virðingu liðsins, sem er
aðeins með þrjú stig í riðlinum eftir
þrjá leiki og vermir þriðja sætið.
„Við þurfum allir að horfa í speg-
il … klukkuna vantar tvær mínútur
í tólf.“
x x x
De Volkskrant skóf ekki utan afþví í fyrirsögn í gær: „Ísland –
Holland, köllum þetta smán.“ Blaðið
segir að eftir dýrðlegan miðkafla í
Brasilíu virðist árið ætla að fá dökk-
an endi. Blaðamaður blaðsins segir
að tína megi ýmislegt til: „Köllum
þetta smán. Köllum þetta mesta
skell hollenska landsliðsins í ára-
tugi, eða köllum þetta hinn nýja
veruleika í heimi, sem er að breyt-
ast. … Bréfberafótbolti tapaði fyrir
norðurevrópsku útgáfunni af nú-
tímafótbolta með glefsum af tiki-
taka. Í sjálfu sér er ekki skömm að
tapa fyrir Íslandi, en hvernig það
gerðist gefur tilefni til rækilegrar
yfirlegu.“
x x x
Í fréttinni segir að Íslendingar ávellinum hafi faðmast að leik
loknum yfir einum af hápunktum ís-
lenskrar íþróttasögu. Fyrst hafi
stúkan baulað þegar hollenska liðið
spilaði boltanum aftur, en síðan
hlegið að þessari birtingarmynd
„vanmáttar, undarlegrar leiðar til
að ná stjórn á leik þegar ekkert var
til að ná stjórn á“. víkverji@mbl.is
Víkverji
Kenn mér að gera vilja þinn því að þú
ert Guð minn, þinn góði andi leiði
mig um slétta braut. (Sálmarnir 143:10)