Morgunblaðið - 15.10.2014, Síða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014
Frábær lausn fyrir hallandi
og óreglulega glugga
PLÍ-SÓL
GARDÍNUR
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061
Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 11-18
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Hringdu og bókaðu tíma í máltöku
Meira úrval • Meiri gæði
Íslensk framleiðsla
eftir máli
AF BÓKMENNTUM
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Íþessum öðrum pistli af þremurum bækurnar sem tilnefndareru til barna- og unglinga-
bókamenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs 2014 er sjónum beint
að framlagi Svíþjóðar og Finn-
lands, en í lokapistlinum sem vænt-
anlegur er verða til umfjöllunar
bækurnar fjórar sem eru framlag
Danmerkur og Noregs.
Krókaleiðir lífsins
Myndabók
Evu Lindström
Olli och Mo (Olli
og Mo) fjallar um
ferðalag. Tit-
ilpersónurnar
leggja upp í
sunnudagsbíltúr,
en þrátt fyrir að
vera með korta-
bók og kíki vill-
ast þær. Á ferð sinni koma þær við
til að fá sér síðdegishressingu, en
þegar í ljós kemur að Mo hefur
gleymt veskinu sínu neyðast tví-
menningarnir til að vinna fyrir
reikningnum með uppvaski. Þegar
því er lokið er orðið dimmt úti og
þá kemur kortabókin ekki að neinu
gagni. Að lokum ramba tvímenn-
ingarnir að húsi Maud þar sem þeir
fá húsaskjól og mat áður en leiðin
liggur heim á ný.
Gulir litatónar eru ríkjandi í
myndum Lindström í upphafi og
undir lok bókar, en víkja fyrir grá-
bláum litatónum þegar mesta hætt-
an steðjar að. Ýmiskonar gróður í
skóginum teygir sig yfir síðurnar
og þegar persónurnar týnast verð-
ur nánast ógerningur að átta sig á
hvað snýr upp og hvað niður.
Bókin, sem á yfirborðinu virk-
ar fremur einföld, býður upp á
heimspekilega túlkun. Þannig má
líta á hana sem hugleiðingu um
krókaleiðir lífsins eða frásögn sem
lýsir leitinni að tilgangi lífsins.
Æsispennandi dystópía
Skáldsagan En sekund i taget
(Ein sekúnda í senn) eftir Sofiu
Nordin er æsispennandi dystópía
frá Svíþjóð. Bókin gerist í samtím-
anum og fjallar um þrettán ára
stelpu, Hedvig, sem ein lifir af
drepsótt sem virðist hafa lagt allt
samfélagið að velli. Í upphafi bókar
hefur Hedvig orðið vitni að andláti
Martraðir í ýmsum myndum
foreldra sinna og
litla bróður og
rekst á lík á víð
og dreif um göt-
urnar á flótta
sínum út úr bæn-
um. Hún glímir
við sektarkennd
yfir því að hafa
ein komist af
samtímis því sem hún þarf að finna
ráð til að lifa af við þessar nýju að-
stæður. Hedvig kemur sér fyrir
rétt utan við bæinn á bóndabæ sem
skólinn hennar hefur notað til
kennslu. Þar reynir Hedvig að
byrja nýtt líf sem gengur út á að
sinna hestum og hænsnum, höggva
eldivið, mjólka kýrnar og undirbúa
veturinn sem senn brestur á.
Fljótlega verður Hedvig ljóst
að hún er ekki ein því jafnaldra
hennar, Ella, lifði líka af. Til að
byrja með einkennast samskipti
þeirra af feginleika yfir að hafa fé-
lagsskap, en ekki líður á löngu áður
en ólík sjónarmið þeirra og vænt-
ingar leiða til átaka. Það verður því
áleitin spurning hvort betra sé að
vera einn í heiminum og eiga engin
samskipti við neinn eða búa með
einhverjum sem erfitt er að láta sér
lynda við.
Val höfundar á aldri aðal-
persóna sinna er snjallt, því sam-
tímis því sem umhverfið einkennist
af dauða og vonleysi byrjar Hedvig
á blæðingum og finnst erfið til-
hugsun að fá aldrei að kynnast ást-
inni og stofna fjölskyldu með öllu
því sem tilheyrir. Bókin spannar
aðeins nokkra mánuði í lífi Hedvig
og býður ekki upp á neina lausn
eða framtíðarsýn, en frásögnin hjá
Nordin er grípandi í óhugnanleika
sínum og höfundur veltir upp
áhugaverðum og áleitnum spurn-
ingum.
Feðgin í draumaheimi
Finnar til-
nefna myndabók-
ina Vain pahaa
unta (Bara vond-
ur draumur) sem
undirrituð las í
sænskri þýðingu.
Hér stilla saman
strengi sína feðg-
inin Ville og Aino
Tietäväinen. Við-
fangsefni bókarinnar eru sextán
ólíkar martraðir sem Aino Tietäväi-
nen fékk á aldrinum þriggja til sex
ára og deildi með föður sínum.
Myndefni bókarinnar byggist ann-
ars vegar á teikningum dótturinnar
af martröðum sínum og hins vegar
ytri ramma sögunnar sem faðirinn
teiknar. Í martröðum dótturinnar
birtast m.a. risavaxnar kanínur á
háum hælum, fólk vopnað byssum
og sprengjum, drungaleg völund-
arhús með endalausum stigum og
margvísleg skrímsli.
Myndin á kápu bókarinnar er
afar táknræn fyrir innihaldið, en
þar má sjá feðginin á náttfötunum
leiðast yfir hengibrú meðan teikn-
aðar draummyndir streyma hjá
undir fótum þeirra. Á upphafs-
síðum bókarinnar hvetur faðirinn
dóttur sína til að segja sér frá mar-
tröðum sínum og nokkrum blaðsíð-
um síðar spyr hann hana hvort hún
hafi tekið eftir því að hana dreymi
aldrei aftur þær martraðir sem hún
hafi sagt honum frá bæði í máli og
myndum. Þrátt fyrir að viðfangs-
efnið sé alvarlegt og myndirnar oft
á tíðum ógnvænlegar vantar ekki
húmor í bókina, en ítrekað sést
dóttirin skríða upp í til foreldra
sinna með tilheyrandi þrengslum
sem rænir foreldrana nætursvefn-
inum. Dóttirin vaknar þá eldhress
og endurnærð eftir martaðarlausar
nætur meðan foreldrarnir dotta yf-
ir morgunkaffinu.
Að mörgu leyti er hugmyndin
að bókinni bráðsnjöll, en hún verð-
ur nokkuð endurtekningarsöm áður
en yfir lýkur sem helgast af því að
lítil sem engin framvinda er á síð-
unum. Bókin minnir lesendur á
mikilvægi þess að hlusta á börn og
hjálpa þeim að takast á við ótta
sinn, en býður ekki beinlínis upp á
nein áþreifanleg tæki því til að-
stoðar.
Hugmyndarík ljóðmyndabók
Hin bókin
sem Finnar til-
nefna er Råttan
Bettan och mas-
ken Baudelaire.
Babypoesi och
vilda ramsor
(Rottan Bettan
og maðkurinn
Baudelaire. Ung-
barnakveð-
skapur og villtar
þulur) eftir An-
niku Sandelin sem semur textann
og Karoliinu Pertamo sem gerir
myndskreytingarnar. Sandelin
semur skemmtileg bullljóð, barna-
þulur og -rímur þar sem húmorinn
ræður ríkjum. Hún kemur iðulega
með uppástungu að leik, eins og að
gægjast undir sæng eða fara með
fingravísur. Pertamo nýtir mjótt og
hátt brot bókarinnar til fullnustu,
einstök ljóð eru tengd saman á lip-
urlegan hátt með hjálp mynda sem
teygja sig yfir heilar opnur með
skörpum andstæðum og fljótandi
litaskilum þar sem mikið fer fyrir
sterkum litum. Hér er á ferðinni
hugmyndarík og fagurfræðilega
spennandi ljóðmyndabók þar sem
barnæsku samtímans er lýst á
áhugavekjandi og nútímalegan
hátt.
» Til að byrja meðeinkennast sam-
skipti þeirra af feg-
inleika yfir að hafa fé-
lagsskap, en ekki líður á
löngu áður en ólík sjón-
armið þeirra og vænt-
ingar leiða til átaka. Það
verður því áleitin spurn-
ing hvort betra sé að
vera einn í heiminum og
eiga engin samskipti við
neinn eða búa með ein-
hverjum sem erfitt er
að láta sér lynda við.
Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014 – Annar hluti
Draumsýnir „Myndin á kápu bókarinnar er afar táknræn fyrir innihaldið, en þar má sjá feðginin á náttfötunum
leiðast yfir hengibrú meðan teiknaðar draummyndir streyma hjá undir fótum þeirra,“ segir m.a. um finnsku
myndabókina Vain pahaa unta (Bara vondur draumur) þar sem Ville og Aino Tietäväinen vinna með martraðir.