Morgunblaðið - 15.10.2014, Side 44

Morgunblaðið - 15.10.2014, Side 44
MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 288. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Sveinbjörg hyggst lifa á 750 kr. 2. Aðgangi að deildu.net lokað 3. Ísland missti af EM 4. Hvað breytist í gufu við -2°C? »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Myndasagan nefnist ný bók eftir Úlfhildi Dagsdóttur sem senn er væntanleg frá Froski útgáfu. Í bók- inni fjallar höfundur um þróun myndasögunnar frá 1870 til dagsins í dag auk þess sem sérstök áhersla verður á íslenskar myndasögur. Froskur útgáfa sendir alls fjórar myndasögur frá sér á næstunni. Þeirra á meðal er Ástríkur og víking- arnir, sem fyrst kom út í Frakklandi 1967 en hefur aldrei komið út hér- lendis. Þýðandi er Hildur Bjarnason. Ljósmynd/Goscinny og Uderzo Myndasagan frá 1870 til dagsins í dag  Lestrarvefurinn Allir lesa, vett- vangur landsleiks í lestri sem hefst 17. október, var opnaður á föstu- daginn var og hafa nú yfir hundrað lið skráð sig til leiks á vefn- um, allirlesa.is. Allir lesa er liða- keppni í lestri og er keppt í því hvaða lið ver mestum tíma í lestur. Yfir 100 lið skráð í landsleik í lestri Coolboy í Japan Á fimmtudag Austan og norðaustan 5-13 m/s. Dálítil él eða skúr- ir, en bjartviðri að mestu á S- og V-landi. Hiti 1 til 6 stig, mildast með S-ströndinni. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 3-8 m/s, en 8-13 syðst. Skýjað að mestu S- og A-lands og sums staðar dálítil úrkoma, en þurrt og bjart með köflum V-til. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig yfir daginn. VEÐUR Strákarnir í U21 ára liði karla í knattspyrnu verða að bíta í það súra epli að sitja heima þeg- ar úrslitakeppnin verður haldin í Tékklandi á næsta ári. 1:1 jafntefli á móti Dönum í síðari umspilsleiknum á Laugardalsvelli nægði íslenska liðinu ekki til að komast áfram. Danir fóru áfram á útimarka- reglunni. »3 Engin úrslita- keppni hjá U21 Eiður Smári Guðjohnsen er afar ánægður með skipulagið í íslenska landsliðinu í knatt- spyrnu, byrjunina í undankeppninni og hversu samstillt landsliðið er. Hann segir óvissu ríkja um framtíð sína á fót- boltavellinum en hann er enn án félags. »1-2 Eiður Smári ánægður með landsliðið „Já, það er gaman að vera Íslend- ingur í Hollandi í dag. Ég fór í verslun í morgun og þá var kallað til mín: Hey, þarna er Íslendingurinn,“ sagði Bjarni Skúli Ketilsson í samtali við Morgunblaðið en sigur Íslendinga á Hollendingum í undankeppni EM á Laugardalsvelli í fyrrakvöld hefur vakið gríðarlega athygli í Hollandi og reyndar víða um heim. »4 Gaman að vera Íslendingur í Hollandi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Það skemmtilega við mörg ofur- hlaup er sagan á bak við þau. Þá eru þau ekki einungis hlaup frá A til B, heldur tengist leiðin raun- verulegum atburðum og maður upplifir söguna í hlaupinu,“ segir Gunnlaugur Júlíusson ofurhlaupa- garpur með meiru. Hann hefur skráð sig í 378 km hlaup í Grikk- landi sem nefnist „The 300 of Sparta – Endurance race“. Hlaup- ið er nýtt af nálinni í flokki svo- kallaðra ofurhlaupa. Hlaupin er leið sem konungur- inn Leonídas leiddi úrvalslið um 300 Spartverja til að verjast innrás Persa um 480 árum fyrir Krist. Þeir sem hafa horft á myndina 300 Spartverjar sem var gerð árið 2006 ættu að kannast við sögu- sviðið. Grísk ofurhlaup erfið Eitt erfiðasta ofurhlaup í heimi, Spartathlon, er t.d. þannig til kom- ið að á áttunda áratug síðustu ald- ar rákust tveir Bretar á frásögn í grískum sögum af hermanni sem hljóp frá Aþenu til Spörtu á tæp- um tveimur dögum til að sækja liðsauka þegar Persar gerðu inn- rás í Aþenu. Sagan segir að hann hafi gert gott betur og einnig hlaupið til baka. Bretarnir sann- reyndu söguna og komust að því að það var mögulegt að ljúka hlaupinu á tilsettum tíma. Það varð upphafið að grískum ofur- hlaupum. Nú er því komið fram nýtt ofurhlaup sem hefur áþekka skírskotun í gríska sögu. Gunn- laugur hljóp Spartathlon árið 2008. Tímamörkin eru þröng en til að ná þeim þarf að hlaupa um 5,5 km/ klst. að jafnaði. Víða er farið um fjalllendi svo það er ekki allstaðar farið hratt yfir. Gunnlaugur segist þurfa að hafa sig allan við ef hann eigi að ná tímamörkunum. Gist verður í tjöldum á þeim átta dög- um sem hlaupið stendur yfir. „Þetta lítur út fyrir að vera ágæt- lega krefjandi hlaup. Ég hef ekki áður hlaupið ofurhlaup sem nær yfir átta daga. Ætli það næsta sem komist þessu sé ekki þegar ég hljóp frá Reykjavík til Akureyrar á sex dögum.“ „Maður veit aldrei hvað bíður manns þegar maður tekur þátt í ofurhlaupi. Óvæntar aðstæður koma upp og maður þarf að takast á við þær. Höfuðið, ekki síður en líkaminn, þarf að vera í topplagi til að takast á við ofurhlaup. Þú átt kannski um hundrað þúsund skref eftir í mark en ert kominn með blöðrur á fæturna og skafsár á lík- amann. Það þarf hins vegar ekki að taka nema eitt skref út í veg- kantinn til að hætta keppni. Slíkar hugsanir sækja á mann og þær verður maður að yfirvinna.“ Til að undirbúa sig fyrir mikinn hita tekur Gunnlaugur hitaæf- ingar. Þá kappklæðir hann sig, hleypur í um 10 skipti á hlaupa- bretti í rúman hálftíma og fer svo í sána á eftir. Annar liður í undir- búningi fyrir hlaupið er þátttaka í heimsmeistarakeppni í sólar- hringshlaupi sem haldið verður í Tórínó á Ítalíu eftir nokkra mán- uði. Eins og nafnið gefur til kynna er þar hlaupið í sólarhring og sá sem nær að hlaupa sem flesta kíló- metra innan sólarhrings sigrar. Tekst á við hið óvænta  Æfir fyrir 378 km ofurhlaup í Grikklandi Ofurhlaupari Gunnlaugur er ofurhlaupari með meiru og vílar ekki fyrir sér að hlaupa í átta daga um 378 km leið um Grikkland á söguslóðum Spart- verja. Hann þarf að hlaupa um 50 km á dag á hraðanum 5,5 km/klst. Hlaupið í Grikklandi er átta dagar, frá 26. apríl til 3. maí 2015, og er leiðin 378 km löng. Hlaupnir eru um 50 km á dag. Hækkun og lækkun er samtals rúmlega 8.600 metr- ar. Tímamörk eru á hverjum degi. Til að ná þeim mörkum má ekki hlaupa undir 5,5 km/ klst. Á sjöunda degi sem er lengsti dagurinn eru hlaupnir 55 km en 31 km síðasta dag- inn. Farin er leiðin sem Leon- ídas kóngur leiddi úrvalslið Spartverja, 300 manns, frá Spörtu að Laugaskarði þar sem þeir vörðust innrás Persa og börðust til síðasta manns. Eingöngu 300 manns fá að taka þátt í hlaupinu sem vísar beint til sögunnar. Konum og körlum sem náð hafa 18 ára aldri er velkomið að taka þátt í hlaupinu. Þátttökugjaldið er um 215 þúsund krónur eða 1.400 evrur. Hægt er að kynna sér hlaupið nánar á vefsíðunni: www.300of- sparta.com. Ekki fleiri en 300 fá að vera með 300 SPARTVERJA HLAUPIÐ  Hljómsveitin Oyama gefur út sína fyrstu breiðskífu, Coolboy, hér á landi og í Japan. 12 tónar gefa plöt- una út hér á landi 3. nóvember og fyr- irtækið Imperial Records gefur hana út í Japan 3. nóvember.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.