Morgunblaðið - 18.10.2014, Síða 2

Morgunblaðið - 18.10.2014, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014 KEMUR HEILSUNNI Í LAG Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Engu er líkara en verið sé að reisa risavaxinn kross á Hólmsheiði við Reykjavík þessa dagana. Ekki er þó um trúarlega byggingu að ræða held- ur er hér nýja fangelsið sem fangelsismála- yfirvöld hafa lengi beðið eftir. Fangelsið er nú óðum að taka á sig mynd en framkvæmdir við það hófust í febrúar. Það á að geta tekið við fyrstu föngunum um áramótin 2015-2016. Ís- lenskir aðalverktakar byggja fangelsið. Nýja fangelsið myndar kross á Hólmsheiði Morgunblaðið/Árni Sæberg Framkvæmdir í fullum gangi og þeim á að ljúka eftir rúmt ár Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hönnuðir nýrrar Vestmannaeyjaferju telja að siglingar hennar til Landeyjahafnar falli aðeins niður í tíu heila daga á ári. Að auki verði skerðing á siglingum í tuttugu daga til viðbótar. Kom þetta fram á fundi stýrihóps og hönnuða skipsins. „Mér fannst merkilegast að sjá að hönnuðir ferj- unnar telja sig geta leyst samgönguvanda Vest- mannaeyja með nýrri ferju,“ sagði Elliði Vign- isson bæjarstjóri eftir fundinn. Hann segir það einnig traustvekjandi að nýja ferjan muni að mati hönnuða nota allt að 50% minni olíu en Herjólfur. „Það þýðir að fyrir sama fjármagn er hægt að sigla langtum fleiri ferðir.“ Fundurinn var vel sóttur og telur bæjarstjór- inn að um 300 íbúar hafi mætt. Spurður um af- stöðu fólks sagði Elliði: „Mér fannst áberandi að fundarmenn höfðu meiri vantrú á stjórn- málamönnum en hönnuðum, að ríkið myndi ekki standa við að nýta lægri rekstrarkostnað til að auka þjónustuna með fjölgun ferða.“ Lýsti Elliði þeirri skoðun sinni að þjónustan væri ekki í lagi og þörf væri á að fjölga ferðum. „Nú fer hlut- verki embættismanna að verða lokið og ábyrgðin færist til stjórnvalda, að tryggja að hönnun verði snúið í veruleika með smíði nýs skips,“ segir Elliði. Að því er fram kom á fundinum í gær er ferjan hönnuð til siglinga í að minnsta kosti 3,5 metra ölduhæð á grunnsævi sem er fyrir utan Land- eyjahöfn. Farþegarýmið er á einni hæð með kaffiteríu og hvíldarrými. Þegar sigla þarf til Þorlákshafnar stendur farþegum til boða að nota kojur á efsta þilfari. Hægt að sigla mun oftar  Ný Vestmannaeyjaferja siglir oftar og er mun sparneytnari en Herjólfur Ný ferja Þannig gæti ný Vestmannaeyjaferja litið út, samkvæmt hönnun sem kynnt var íbúum í gær. Hættu- og lokunarsvæði norðan Vatnajökuls hafa verið endurskil- greind á grundvelli nýs hættumats Veðurstofu Íslands og Jarðvísinda- stofnunar Háskóla Íslands. Við hættumatið er litið til gasmeng- unar frá eldgosinu í Holuhrauni og mögulegs sprengigoss með gjósku- falli og jökulhlaupum frá Dyngju- jökli eða Bárðarbungu. Skilgreint hættusvæði er stækk- að en svæðið þar sem umferð er bönnuð er heldur þrengt. Vegna gasmengunar er almenn umferð bönnuð í 25 km fjarlægð frá að- algosgígnum. Veðurstofan telur 90% líkur á að innan þess svæðis geti myndast varasöm eða hættu- leg mengun. Vegna mögulegs jökulhlaups er umferð takmörkuð um slóðir sem liggja í flóðafarvegi Jökulsár á Fjöllum. Hætta er á töluverðu öskufalli innan þessa svæðis ef eldgosið nær undir Dyngjujökul. Nýjar reglur eru settar um aðgang að bannsvæðinu. Hættusvæði er skilgreint í um 60 km frá gosstöðvunum en á því svæði eru taldar helmingslínur á að óhollt geti orðið að anda lofti að sér. Þá eru innan svæðisins flóða- farvegir nokkurra áa sem renna undan jöklum. Umferð um hættu- svæðið er ekki bönnuð en ferða- fólk hvatt til að sýna sérstaka ár- vekni. Enn er mikil skjálftavirkni á Bárðarbungusvæðinu en aðeins mismunandi eftir dögum. Síðustu daga hafa orðið allmargir jarð- skjálftar í og við Tungnafellsjökul sem er norðvestan við Bárðar- bungu. helgi@mbl.is Bannsvæði við jökul þrengt en hættusvæði víkkað út  Umferð ekki tak- mörkuð utan 25 km fjarlægðar frá eldgosi Morgunblaðið/Árni Sæberg Baugur Kvikurennsli úr gígnum er svipað og verið hefur. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að það séu vissulega vís- bendingar um að refsivert brot hafi verið framið þeg- ar kæru Sam- keppniseftirlits- ins til sérstaks saksóknara á hendur ell- efumenningunum hjá Eimskip og Samskipum var lekið til Kastljóss Ríkisútvarpsins. Blaðamaður sendi ríkissak- sóknara svohljóð- andi fyrirspurn í gær: „Metur embætti ríkissaksókn- ara það svo að refsivert brot hafi verið framið þegar trúnaðargögnum, kæru á hendur ellefumenningunum, var lekið til Kastljóss?“ Svar rík- issaksóknara í tölvubréfi var svo- hljóðandi: „Það eru vissulega vís- bendingar um það. Ríkissaksóknari getur hins vegar ekki metið það á þessu stigi hvort refsivert brot hafi verið framið.“ Vilja opinbera rannsókn Samkeppniseftirlitið óskaði síð- degis í gær eftir opinberri rannsókn á miðlun trúnaðarupplýsinga. Í frétt frá embættinu segir: „Samkeppniseftirlitið hefur í dag beint erindi til ríkissaksóknara þar sem farið er fram á opinbera rann- sókn á því hvaðan og hvernig trúnaðarupplýsingum um efni kæru Samkeppniseftirlitsins til embættis sérstaks saksóknara hafi verið miðl- að til óviðkomandi aðila. Um er að ræða kæru um ætluð brot tiltekinna starfsmanna tveggja fyrirtækja á samkeppnislögum. Er þetta gert í tilefni af umfjöllun Kastljóss um málið nú í vikunni. Samkeppniseft- irlitið lítur framangreinda miðlun upplýsinga mjög alvarlegum augum. Hefur ríkissaksóknara verið greint frá þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til innan Samkeppniseft- irlitsins til þess að ganga úr skugga um hvort upplýsingarnar hafi borist þaðan og jafnframt auðvelda rann- sókn málsins.“ agnes@mbl.is Vísbend- ingar um brot Sigríður J. Friðjónsdóttir  Óskað eftir opinberri rannsókn Páll Gunnar Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.