Morgunblaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014 VIÐTAL Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Ég er með prófið en ég keyri nú ekki orðið mikið. Bíllinn er hérna við dvalarheimilið og ég býð fé- lögum mínum stundum á rúntinn um bæinn. Annars tek ég lífinu bara rólega og hef það ágætt,“ seg- ir Guðjón Daníelsson, 101 árs fyrr- verandi bóndi á Kolmúla við Reyð- arfjörð, en undanfarin þrjú ár hefur hann búið á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði. Guðjón fæddist 18. mars árið 1913, eða nokkrum mán- uðum áður en Morgunblaðið var stofnað! Sjö ökumenn 98 ára og eldri Guðjón er næstelsti ökumaður landsins með gilt skírteini, en eins og kom fram í Morgunblaðinu sl. mánudag er Jón Hannesson í Kópavogi elstur, 102 ára. Guðjón er hins vegar elstur ökumanna á Austurlandi. Tveir ökumenn eru 99 ára gamlir, þrír 98 ára og sá áttundi 97 árs gamall. Elstu ökumennirnir eru nokkuð dreifðir um landið en eng- inn þó á Vesturlandi, Vestfjörðum eða Suðurnesjum. Allt eru þetta karlmenn. Elsti ökumaðurinn í Reykjavík er 99 ára gamall. Eitt ár í senn eftir áttrætt Að sögn Jónasar Ragn- arssonar, umsjónarmanns síðunnar Langlífis á Facebook, eru 19 Ís- lendingar 95 ára og eldri með öku- skírteini í gildi, þar af 17 karlar og tvær konur. Gildistími ökuréttinda þeirra sem hafa náð 80 ára aldri er eitt ár. Til skamms tíma var endurnýj- unin ókeypis en nú þarf að greiða 1.650 kr. Eftir 65 ára aldur þarf að skila læknisvottorði þar sem stað- fest er að umsækjandi sjái og heyri „nægilega vel“, eins og það er orð- að, og sé að öðru leyti „nægilega hæfur“ andlega og líkamlega til að aka bíl. Ekki með tölu á afkomendum Guðjón ekur um á Toyota sem hann hefur átt í mörg ár. Öku- skírteinið hefur aldrei verið fellt úr gildi og hann er því búinn að hafa próf í meira en 80 ár, aldrei þó með meirapróf. „Ég fer annað slagið út í göngutúra og þarf ekki mikið orðið á bílnum að halda, hef allt til alls hérna á Uppsölum.“ Guðjón var með búskap til fjölda ára á Kolmúla en stundaði einnig sjómennsku. „Ég er vel hress þó að ald- urinn færist yfir og hef aldrei orðið fyrir skakkaföllum. Ég hef haldið góðri sjón og les því bækur og blöð. Mér líður bara vel þó að ég sé orðinn þetta fullorðinn,“ segir Guð- jón en hann eignaðist sjö börn með Jónu Björgu Guðmundsdóttur. Hún lést árið 2002, á 82. aldursári. Börn þeirra komust öll á legg og Guðjón segir þau hafa dreifst um landið, mörg búi þau á höfuðborgarsvæð- inu. Spurður um fjölda barnabarna og annarra afkomenda sagðist hann bara ekki hafa tölu á þeim, þau væru svo mörg! Tekur vinina stundum með sér á rúntinn  19 Íslendingar eldri en 95 ára eru með gilt ökuskírteini, þar af 17 karlar Ljósmynd/Óskar Þór Guðmundsson Ökumaður Guðjón Daníelsson á Fáskrúðsfirði með ökuskírteini sitt, glaður í bragði. Hann er næstelsti ökumaður landsins, 101 árs, og við góða heilsu. Guðjón Daníelsson á Fáskrúðsfirði elstur ökumanna á Austurlandi og næstelstur á öllu landinu Morgunblaðið/Albert Kemp Þorp Þjóðvegurinn í gegn um franska hverfið á Fáskrúðsfirði. Ársæll Jóns- son, fv. öldr- unarlæknir, segir það af- ar mikilvæg réttindi fyrir eldra fólk að hafa bílpróf og geta ek- ið. „Það er hægt að treysta á dómgreind fólks að haga akstri eftir eigin aðstæðum og fara ekki út í vit- laust veður eða þungar ak- brautir. Fólk vill ekki lenda í tjóni. Margir aka bara innan síns hverfis á björtum degi og yfirleitt gengur þetta bara mjög vel,“ segir Ársæll. Hann segir alþjóðanefndir hafa fjallað um akstur eldra fólks og formaður einnar slíkr- ar nefndar, írskur prófessor, hafi lagt áherslu á að fólk fengi að aka bílnum eins lengi og heilsan leyfði og það treysti sér til. „Aðstandendur fólks með heilabilun verðar hræddir um að það fari sér að voða og það getur orðið mjög erfitt að eiga við það,“ segir Ársæll og bendir á að eldri ökumenn geti farið í sérstök hæfnispróf. „Aðstand- endur hafa einnig beitt fjár- hagslegum rökum fyrir því að pabbi gamli eða mamma end- urnýi ekki ökuskírteinið, það sé svo dýrt að reka bíl að það sé hægt að taka marga leigubíla fyrir sömu upphæð.“ Ársæll segir öldrun geta hellst yfir fólk og komi fram í skertri samhæfingarfærni og ratvísi. „Einn góður vinur minn, á tíræðisaldri, lenti einu sinni í því að taka vitlausa beygju inn í hverfi sem hann átti ekki heima í. Hann tók bara mann upp í og bað hann að vísa sér rétta leið heim. Þakkaði honum síðan fyr- ir með því að bjóða honum út að borða á hamborgarastað.“ Mikilvæg réttindi að geta ekið ÖLDRUNARLÆKNIR Ársæll Jónsson Óháð ráðgjöf til fyrirtækja Firma Consulting gerir fyrirtækjum tilboð í eftirfarandi þjónustu: • Kaup, sala og sameining. • Verðmat fyrirtækja. • Samningaviðræður, samningagerð • Áætlanagerð. • Fjárhagsleg endurskipulagning. • Samningar við banka. • Rekstrarráðgjöf. Firma Consulting, Þingasel 10, 109 Reykjavík. Símar: 820-8800 og 896-6665. Fax 557-7766 info@firmaconsulting.is, www.firmaconsulting.is Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, gagnrýndi stefnu ríkis- stjórnarinnar harðlega í ræðu sinni á flokksráðsfundi VG sem settur var í gær. Að þessu sinni er fundurinn haldinn í Flensborgarskóla og lýkur honum í dag með afgreiðslu ályktana og málþingi um olíuleit og loftslags- mál. Munu ekki kaupa flatskjá Gagnrýndi hún meðal annars skattabreytingar ríkisstjórnarinnar sem myndu ekki gagnast þorra al- mennings. „Okkur er sagt að skatta- breytingar ríkisstjórnarinnar eigi að auka ráðstöfunartekjur heimilanna. En hvaða heimila, verð ég að spyrja, eru það heimili öryrkja, heimili leigj- enda, heimili venjulegs fólks sem allar kannarnir sýna að eyðir stórum hluta tekna sinna í mat og er ekkert að fara að kaupa flatskjá eða aðrar slíkar græjur á næstunni. Nei, ráðstöfunar- tekjur þessara hópa og margra ann- arra munu líklega ekki aukast,“ sagði Katrín. Þá vék Katrín einnig að stefnu rík- isstjórnarinnar í menntamálum, þar sem boðaðar hefðu verið umbætur á sama tíma og aðgengi eldri nemenda væri takmarkað, nemendaígildum fækkað og virðisaukaskattur á bækur hækkaður. Jafnframt sagði Katrín vera ósam- ræmi á milli orða og gerða ríkisstjórn- arinnar í loftslagsmálum, þar sem for- sætisráðherra lýsti yfir stuðningi sínum við kolefnisskatta á leiðtoga- fundi Sameinuðu þjóðanna, á sama tíma og ríkisstjórnin lækkaði kolefn- isgjöld og losunargjöld fyrirtækja. Breytingin ekki til góðs Katrín sagði við Morgunblaðið að hún væri ánægð með fundinn, sem hefði verið vel sóttur. Þá væri verið að leggja línur fyrir næsta landsfund flokksins og hefja málefnastarf fyrir hann. „Við erum að draga fram hvað hafi orðið mikil breyting á stjórnar- stefnunni, og ekki til góðs,“ segir Katrín. „Við leggjum áherslu á það að við teljum þessar skattabreytingar sem boðaðar hafi verið ekki gagnast lág- tekjuhópum, og að sama skapi lýsum við yfir áhyggjum af lækkandi hlut- falli landsframleiðslu sem rennur til velferðarinnar,“ segir Katrín og bætir við að þessi mál skipti miklu máli. „Þetta eru stór mál, sem lúta almennt að því hvernig við viljum stuðla að jöfnuði í samfélaginu.“ Ráðstöfunartekjur aukast líklega ekki  Formaður VG gagnrýnir fyrirhugaðar skattabreytingar Morgunblaðið/Árni Sæberg Flokksráðsfundur Katrín Jak- obsdóttir flytur ræðu sína í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.