Morgunblaðið - 18.10.2014, Síða 11
Laugardagur
Kl. 11.30 Lifandi leiðsögn með
sögum og tónum. Hlíf Sig-
urjónsdóttir, fiðluleikari og
dóttir listamannsins Sigurjóns
Ólafssonar, leiðir gesti á æv-
intýralegan hátt um sýninguna
Spor í sandi.
Frá kl. 12.30 Vídeó-portrett
þátttökugjörningur. Vertu fyr-
irmynd í verki Snorra Ásmunds-
sonar.
Kl. 13 „Við eigum afmæli í dag“
– afmælissöngur og kaka í boði
fyrir gesti safnsins.
Kl. 13.30 / 14 / 14.30 / 15.00
Innlit í málverkageymslu safns-
ins. Ólafur Ingi Jónsson for-
vörður og Dagný Heiðdal, deild-
arstjóri listaverkadeildar, leiða
gesti á bak við tjöldin.
Kl. 16 Hugskot – Björk Viggós-
dóttir ræðir við gesti um verk
sitt í Hugskoti, nýju fræðslu- og
upplifunarrými safnsins.
Kl. 11-17 Takið þátt í skemmti-
legri myndlistargetraun fyrir
unga sem aldna – vegleg verð-
laun í boði. Sunnudagur 19.
október.
Sunnudagur í söfnunum
Kl. 14 Safn Ásgríms Jónssonar,
Bergstaðastræti 74. Rakel Pét-
ursdóttir safnafræðingur leiðir
gesti um safn Ásgríms.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar,
Kl. 15 Laugarnestanga. Birgitta
Spur sýningarstjóri leiðir gesti
um sýninguna Spor í sandi –
Æskuverk Sigurjóns Ólafssonar.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014
Í hverjum mánuði er sérstakur af-
sláttur af gjaldi á Þjóðminjasafn Ís-
lands. Á morgun, sunnudaginn 19.
október, er tveir fyrir einn á aðgangs-
eyri. Þetta getur komið sér einkar vel
fyrir fjölskyldur því alla jafna er
ókeypis inn fyrir börn yngri en 18 ára.
Á Þjóðminjasafninu er boðið upp á
fjölbreyttar sýningar, ratleiki, kaffi-
hús og safnbúð. Fram til áramóta
stendur sýningin Silfur Íslands yfir í
Bogasal safnsins og þar gefur að líta
íslenska silfurgripi frá síð-miðöldum
til fyrri hluta 20. aldar. Ratleikirnir
eru prýðileg leið til að kynnast grunn-
sýningum safnsins. Núna eru fimm
nýir ratleikir á safninu og eru þeir
myndskreyttir af Sigrúnu Eldjárn í til-
efni af 150 ára afmæli safnsins. Er-
lendir gestir geta líka nýtt sér leikina
því þeir eru til á fimm tungumálum
og má nálgast þá í móttöku safnsins.
Tveir fyrir einn á Þjóðminjasafnið
Morgunblaðið/Kristinn
Menning Ratleikir eru prýðilegir til þess að kynnast grunnsýningum safnsins.
Menningarferð á sunnudegi
Ráðstefnan Björgun 2014 stendur
nú yfir í Hörpu og lýkur á sunnudag.
Slysavarnafélagið Landsbjörg
stendur fyrir ráðstefnunni en þar
gefst björgunarsveitarfólki tækifæri
til að auka við þekkingu sína og
fylgjast með nýjungum í leitar- og
björgunarmálum í heiminum og
deila þekkingu sinni með öðrum.
Einstakt tækifæri gefst til að
skoða tækjakost björgunarsveit-
anna á sérstöku útisvæði við Hörpu.
Þar verða tugir tækja á borð við
stjórnstöðvarbifreið, ýmsar teg-
undir jeppa, björgunarskip, báta,
svifnökkva og hópslysakerrur, svo
eitthvað sé nefnt. Útisýning-
arsvæðið er opið í dag frá klukkan
9-18.
Klukkan 17 hefst fjallabjörgunar-
sýning við Hörpu. Björgunarhundar
ásamt eigendum verða á svæðinu,
hægt verður að skoða inn í tæki,
sýnt verður hvernig vörum er hent
úr flugvél í fallhlíf og margt fleira
áhugavert.
Nánar um Björgun 2014 á vefnum
www.landsbjorg.is.
Það nýjasta í leitar- og björgunarmálum
Morgunblaðið/Ómar
Sýning Ýmiss konar búnaður verður til sýnis við Hörpu um helgina.
Björgunarskip, svifnökkvar,
hópslysakerrur og fleira
þessi tegund listforms henti Íslandi
mjög vel einkum ef litið er til land-
fræðilegrar staðsetningar. Það getur
verið mikill hausverkur að flytja verk
á milli landa á sýningar.“
Vasulka-hjónin
Vasulka-stofan heitir í höfuðið á
Steinunni Briem Bjarnadóttur, sem
alltaf er kölluð Steina, og manni
hennar Woody Vasulka. Leiðir þeirra
lágu saman upp úr 1959. Það ár fékk
Steina, sem þá var 19 ára gömul,
styrk frá ríkisstjórninni til að nema
fiðluleik í Prag í Tékkóslóvakíu. Þar
hitti hún mannsefni sitt, Woody.
Skemmst er frá því að segja að þau
giftu sig 1964. Hann fékk íslenskan
ríkisborgararétt eftir það. Þess má
geta að íslenska nafnið hans er Tímó-
teus Pétursson. Hann er kvikmynda-
gerðarmaður og verkfræðingur að
mennt.
Þau fluttu til Bandaríkjanna árið
1968 og settust að í New York.
Þar byrjuðu þau að garfa í þess-
um nýja miðli vídeóinu „Þetta var al-
gjörlega nýr miðill þá og upptökuvélin
mjög þyngslalegt,“ segir Halldór
Björn. Hann skýtur inn í að Steina
hafi oft látið hafa eftir sér að hún hafi
hætt í fiðluleik þegar hún áttaði sig á
því að hún gæti vel haldið á upp-
tökuvélinni því fiðluleikurinn hefði
gert vinstri hönd hennar svo sterka.
Á sjötta og sjöunda áratugnum
þræddu þau hjónin neðanjarðarlífið í
New York og tóku heimildarmyndir
inni á helstu neðanjarðarklúbbum
þar sem jaðarhópar samfélagsins
lifðu góðu lífi. Þau tóku upp á vídeó
þekkta tónlistarmenn eins og Miles
Davis og fleiri. Þau sýna á sömu stöð-
um og Andy Warhol. Þau fara sífellt
lengra inn í þennan miðil og smíða sín
eigin tæki og tól. Alla tíð hafa þau
verið virk í að sækja um styrki í ný-
sköpunar- og tæknisjóði.
Árið 1971 stofnuðu þau frægasta
margmiðlunarhús í heimi sem nefnist
the Kitchen. „Þau eru brautryðj-
endur. Þetta var strax vinsælt en þau
héldu að þetta myndi vara í nokkra
mánuði en það er enn starfrækt.“
Á árunum 1973-1979 voru þau
prófessorar við margmiðlunardeild í
háskólanum í Buffalo í New York.
Þar gátu þau moðað úr tækninni og
gert ýmsar tilraunir að vild. Það má
segja að þau séu mikið uppfinn-
ingafólk.
Þegar köld veðrátta var farin að
segja til sín, að sögn Halldórs Björns,
þá ákváðu þau að flytjast búferlum til
Santa-Fe í Nýju-Mexíkó og búa þar
enn.
Stjarna þeirra fór að rísa fyrir
alvöru í kringum 2000. „Við þurftum
að hafa snör handtök svo þau rynnu
okkur ekki úr greipum. Því var
ákveðið að stofna þessa nýju deild,“
segir Halldór Björn.
Allur kjallari Listasafnsins er
undirlagður af verkum beggja sem
sýna tækniundrin. Stór innsetning er
á verkum hjónanna og gestir leiddir
um hana. Þar gefur á að líta meðal
annars prentverk, grafíkverk sem
búin eru til úr vídeóstillum. Steina
setti upp gagnvirkt margmiðl-
unarverk.
Ljósmynd/Hallgrímur Arnarson
Tertugallerí Gestir og gangandi geta gætt sér á einstaklega fallegum tert-
um sem prýddar eru listaverkum. Listin á líka að bragðast vel.
Morgunblaðið/Ómar
Listasafn Íslands Hluti sýningarinnar Þá og nú í Listasafni Íslands.
Sýningin tengist útgáfu Íslenskrar listasögu í fimm bindum.
Fyrir alla
fjölskylduna
LISTASAFN ÍSLANDS
130 ÁRA
NÝ UPPLÝSINGASÍÐA UM FJÁRMÁL Á LÍFEYRISALDRI
Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan | www.vib.is
HOLLRÁÐ VIÐ
STARFSLOK
Fjármál flækjast til muna þegar taka lífeyris hefst. Starfsfólk VÍB hefur sérhæft sig í fjármálum
í aðdraganda og kjölfar starfsloka. Við höfum sett upp einfalda vefsíðu þar sem leitast er við
að svara áleitnum spurningum er kunna að brenna á fólki á þessum tímamótum.
» Hvernig eru greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar?
» Hvernig og hvenær ætti ég að taka út séreignarsparnaðinn minn?
» Hvað þarf ég að vita varðandi skattkerfið?
» Hvaða áhrif hefur ávöxtun sparifjár?
Kynntu þér málið á vib.is/60 eða bókaðu fund þér að kostnaðarlausu í síma 440 4900.