Morgunblaðið - 18.10.2014, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra og Bjarni Bene-
diktsson fjármála- og efnahags-
ráðherra kynntu boðaða leiðrétt-
ingu húsnæðislána hinn 30.
nóvember í fyrra.
Tekið var tillit til þessarar að-
gerðar í hagspá ASÍ sl. vor en þar
sagði að leiðréttingin myndi örva
innflutning og óbeint leiða til
versnandi verðbólguhorfa. Meiri
innflutningur myndi þrýsta geng-
inu niður.
Þá lýsti hagfræðingur Samtaka
atvinnulífsins yfir áhyggjum af
tímasetningu leiðréttingarinnar. Ef
spá Seðlabankans gengi eftir væri
gert ráð fyrir framleiðsluspennu á
Íslandi á næsta ári. Leiðréttingin
væri líkleg til að auka þá spennu í
íslensku hagkerfi.
Nú er hins veg-
ar útlit fyrir lága
verðbólgu næstu
mánuði, þróun
sem lækkandi
heimsmark-
aðsverð á hrá-
vöru gæti stutt
við. Þá hefur
raungengi krónu
haldist stöðugt á
árinu, þrátt fyrir
til dæmis ríflega 30% aukningu í
bílainnflutningi fyrstu níu mánuði
ársins. Verðbólgan hefur nú verið
undir 2,5% markmiði Seðlabankans
samfleytt í átta mánuði. Aukinn
innflutningur hefur því ekki ógnað
verðstöðugleika. Því má velta fyrir
sér hvort verðbólguáhrif leiðrétt-
ingarinnar hafi e.t.v. verið ofmetin.
Misstu spár um
spennu marks?
Leiðréttingin var
talin auka spennu.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Lækkandi heimsmarkaðsverð á hrá-
vörum gæti skapað skilyrði til verð-
lækkana á nauðsynjavöru á Íslandi.
Slíkar lækkanir gætu stuðlað að
því að verðbólga verði áfram lág,
jafnvel undir
verðbólgumark-
miði Seðlabank-
ans, ásamt því að
auka kaupmátt
heimila í aðdrag-
anda kjarasamn-
inga.
Dæmi um verð-
lækkanir eru
sýndar á gröfum
hér til hliðar.
Annað grafið sýn-
ir verðvísitölu korns og olíu til mat-
argerðar, hitt framtíðarverð á bens-
íni í New York. Svipuð þróun kemur
fram á fleiri mörkuðum. Fara þarf
aftur til ársins 2009 til að finna jafn
lágt heimsmarkaðsverð á járngrýti.
Vísitala hrávöru hjá Alþjóðabank-
anum hefur heldur ekki verið jafn
lág síðan 2009.
Alþjóða fjármálakreppan skall á
með fullum þunga haustið 2008, með
falli bandaríska stórbankans Leh-
man Brothers. Skuldakreppan á
evrusvæðinu fylgdi í kjölfarið og sér
ekki fyrir endann á henni. Þessir at-
burðir ollu mikilli lækkun á hrá-
vöruverði.
Alþjóðabankinn fjallar um þessa
þróun í nýrri skýrslu og segir þar að
hrávöruverðið verði lágt út þetta ár
og ef til vill lungann af árinu 2015.
Lítill hagvöxtur á evrusvæðinu og
í nýmarkaðsríkjum, sterkur Banda-
ríkjadalur, auknar olíubirgðir og út-
lit um góða uppskeru í flestum flokk-
um matvöru leiði til verðlækkana.
Neikvæð teikn á lofti
Yngvi Harðarson, hagfræðingur
og framkvæmdastjóri ráðgjafa-
fyrirtækisins Analytica, segir nei-
kvæðar horfur í efnahagsmálum
heimsins skýra verðlækkanir á hrá-
vörum að undanförnu. Meiri líkur en
minni séu á að verðið verði áfram
lágt eitthvað fram á næsta ár, að
minnsta kosti.
„Það sem veldur verðlækkunum
eru horfur á minni hagvexti í um-
heiminum. Litið hefur verið til þró-
unarinnar í Kína og Evrópu. Eftir-
spurn eftir hrávörum hefur farið
minnkandi vegna þróunar þar. Síðan
er það hækkun dollarans. Það er
heilmikil neikvæð fylgni milli
gengisbreytinga dollars og verð-
breytinga hrávara. Hækkun doll-
arans hefur því ýtt undir lækkun
hrávöruvara.“
– Eru einhver merki um að þessi
þróun muni snúast við á næstunni?
„Það er útlit fyrir að verðlækk-
anirnar haldi áfram frekar en hitt.
Það er erfitt að segja til um þró-
unina í Kína en það er dauft yfir
evrusvæðinu. Það eru fremur horfur
á að þessi þróun komi til með að vara
áfram.“
– Hvaða áhrif getur þetta haft
fyrir verðþróun á Íslandi?
„Þetta ætti að ýta undir verðlækk-
anir hér heima á þessum vörum. Þó
ef til vill ekki alveg hlutfallslega í
takt við þá þróun sem við sjáum á
heimsmarkaði, vegna þess að ýmis
gjöld koma þar ofan á, flutnings-
kostnaður og fleira. En þetta ætti að
geta þýtt verðlækkanir hér heima á
þessum varningi.“
– Verð á bensíni í framvirkum
samningum í New York lækkaði
fyrir helgi. Er raunhæft að búast við
frekari lækkun á bensínverðinu?
„Það lítur út fyrir það.“
– Gæti þróun heimsmarkaðsverðs
á hrávöru stuðlað að því að verð-
bólga haldist áfram lág á Íslandi?
„Alveg tvímælalaust, þetta vegur
það þungt í útgjöldum heimilanna.
Þetta getur haft talsverð áhrif á
verðbólguhorfur hér heima.“
– Er raunhæft að verðbólgan
verði áfram undir 2,5% verðbólgu-
markmiði Seðlabankans, líkt og hún
hefur verið síðan í febrúar sl?
„Ég tel líklegt að verðbólga hald-
ist áfram undir markmiðinu, að
minnsta kosti út þetta ár. Þegar
horft er inn í næsta ár eru hins veg-
ar fjölmargir óvissuþættir. Kjara-
samningar og slíkir hlutir. Það er
líklegt að verðbólga verði undir 2% í
árslok, endi árið jafnvel nærri 1%.“
Hveitiverð að lækka
Yngvi segir að senn geti skapast
svigrúm fyrir verðlækkanir á mat-
vöru á Íslandi. Sem dæmi nefnir
hann að verð á hveiti sé nú ríflega
500 dalir á skeppuna, eða svipað og
það var um mitt ár 2010. Það var ríf-
lega 900 dalir í september 2012.
Gengi krónu gagnvart Banda-
ríkjadal hefur veikst að undanförnu.
Miðgengi dalsins gagnvart krónu
var þannig t.d. 111,72 kr. 8. maí sl.,
119,6 kr. sl. föstudag og 115,9 kr. 19.
ágúst. Yngvi telur að þótt Banda-
ríkjadalurinn hafi hækkað vegi það
ekki á móti lækkun á hrávöruverði.
„Hún er svo mikil,“ segir Yngvi.
Verð á hrávörum að lækka
Hveiti, korn, bensín og járngrýti meðal hrávara sem hafa lækkað í verði að undanförnu
Hagfræðingur telur þessar lækkanir geta skapað svigrúm fyrir lægra vöruverð á Íslandi
Framvirkir samningar með bensín í NewYork
Verð í bandaríkjadölum á gallon*
3.8
3.6
3.4
3.2
3.0
2.8
2.6
2.4
2.2
2.0
1.8
1.6
1.4
1.2
1.0
0.8
0.6
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014
*Gallonið er 3,78 lítrar Heimild: Thomson/Reuters
16.10.2014
2,21
Vísitala matarverðs
Heimild: Alþjóðabankinn
160
140
120
100
80
60
jan. ‘07 jan. ‘11jan. ‘08 jan. ‘12jan. ‘09 jan. ‘13jan. ‘10 jan. ‘14
Síðasta athugun á við sept. 2014
Grunnur vísitölunnar, 100, miðast við 2010
Korn
Olíur til matargerðar
AFP
Kornakur í Maryland Framleiðsla á sojabaunum og korni í Bandaríkjunum
hefur sjaldan verið jafn mikil og í ár. Aukið framboð þrýstir niður verðinu.
Yngvi
Harðarson
Verð á hrávörum ræðst af ýmsum
þáttum. Framboð og eftirspurn er
augljós áhrifavaldur.
Fram kemur í októberskýrslu
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um þró-
un hrávöruverðs að verð á sykri
lækkað um 7% í september
vegna góðrar birgðastöðu og er
verðið sagt það lægsta í fjögur
ár. Sjávarafurðir lækkuðu mest í
verði, eða um 8%, og rækjur þar
af mest, um 10%. Verð á nauta-
kjöti hækkaði hins vegar um 5%.
Jafnframt hafi verð á hveiti
lækkað um 7% í september
vegna væntinga um að næstum
yrði slegið met í heimsfram-
leiðslu hveitis í ár. Á sama hátt
hafi verð á maís lækkað um 8%
vegna væntrar metuppskeru í
Bandaríkjunum.
Annað dæmi er að bresku
bændasamtökin, NFU, spáðu því
fyrr í þessum mánuði að hveiti-
uppskeran í Bretlandi í ár mundi
slá met, verða 8,6 tonn á hekt-
ara, eða 16% meiri en 2013.
Þá sendi bandaríska landbún-
aðarráðuneytið frá sér skýrslu
fyrr í þessum mánuði þar sem
sagði að uppskeran á korni og
sojabaunum í Bandaríkjunum
mundi slá met í ár. Fram kom
frétt í AP-fréttastofunnar um
þessi mál að vænst væri metupp-
skeru á korni í 22 sambandsríkj-
um Bandaríkjanna.
Framleiðslumetin eru að falla
VÍÐA ERU VÆNTINGAR UM GÓÐA UPPSKERU
Hveitiakur Verð á hveiti er að lækka.
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
mánudaginn 20. október, kl. 18
í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg
Louisa Matthíasdóttir
Á uppboðinu verður gott úrval verka
samtímalistamanna svo og fjöldi
frábærra verka gömlu meistaranna.
Verkin verða sýnd laugardag 11–17,
sunnudag 12–17, mánudag 10–17
Hægt er að skoða
uppboðsskrána á myndlist.is
Listmunauppboð
í Gallerí Fold