Morgunblaðið - 18.10.2014, Page 17

Morgunblaðið - 18.10.2014, Page 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014 Ekkert bendir til þess að bókfærð- ar kröfur Lána- sjóðs íslenskra námsmanna séu ofmetnar. Þetta segir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmda- stjóri Lánasjóðs íslenskra náms- manna, og bendir á að það heyri til undantekninga að kröfur hjá sjóðn- um séu fyrndar. Tilefnið er viðtal við lögfræðing í Morgunblaðinu 15. október sem leiddi líkur að því að bókfærðar kröf- ur sjóðsins kynnu að vera ofmetnar. Rökstuddi hann það með því að taka dæmi um samninga hjá LÍN og ákvæði í þeim um fyrningar. Hvert mál skoðað fyrir sig Hrafnhildur Ásta segir það heyra til undantekninga að kröfur séu fyrndar. „Það þarf að skoða hvert mál fyrir sig. Það getur komið fyrir að kröfur séu fyrndar en það er þá í undantekningartilfellum. Við teljum allavega ekki svo vera að bókfærðar kröfur LÍN séu ofmetnar. Sjóðurinn er með almenna vinnureglu varðandi meðferð krafna. Við vitum ekki til þess að við séum að innheimta fyrndar kröfur. Hins vegar eru kröf- ur afskrifaðar hjá sjóðnum á grund- velli fyrningar, en það er allt gert á einstaklingsgrundvelli,“ segir Hrafnhildur Ásta. baldura@mbl.is Kröfur LÍN ekki ofmetnar Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir  Undantekning ef kröfur eru fyrndar Sjö umsækjendur eru um embætti sóknarprests og prests í Hallgríms- prestakalli, Reykjavíkurprófasts- dæmi vestra. Fimm þeirra sækja um bæði embættin. Um embætti sóknarprests sækja: Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir, séra Kristján Björnsson, séra María Ágústsdóttir, sr. Sigurður Árni Þórðarson og sr. Skúli S. Ólafsson. Um embætti prests sækja auk fyrrnefndra þau Anna Þóra Pauls- dóttir guðfræðingur og sr. Árni Svanur Daníelsson. Frestur til að sækja um embættin rann út 13. október sl. Biskup Ís- lands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu auk pró- fasts. Embætti sóknarprests veitist frá 1. nóvember nk. og embætti prests veitist frá 1. apríl 2015. Báðir prestar kirkjunnar, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og sr. Birgir Ásgeirsson, láta senn af störfum. Sjö umsækj- endur í Hall- grímssókn Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íslenskir listamenn verða áberandi í Manitoba í Kanada á næstunni og hefst „innrásin“ um helgina. Rithöfundurinn Sjón áritar bæk- ur í stærstu bókaverslun Winnipeg, McNally Robinson, á morgun og sérstök dagskrá verður með honum í Manitoba-háskóla á mánudag auk þess sem skipulögð hafa verið út- varpsviðtöl við hann báða dagana. Sjón kemur til Winnipeg frá Calgary og fer síðan þaðan til Vancouver. Dagana 24. október til 1. nóvember gengst Sinfóníuhljóm- sveit Winnipeg fyrir norrænni hátíð og býður meðal annars upp á Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara og Vík- ing Heiðar Ólafsson píanóleikara í dagskránni auk þess sem Víkingur Heiðar verður með tónleika í Brandon 2. nóvember. Áður en hann kemur til Winnipeg verður hann með tónleika í Ottawa og To- ronto og fer síðan til Calgary og Vancouver áður en hann flýgur aft- ur til Berlínar. Kvikmyndin Björk: Biophilia Live, sem fjallar um tónleikaferð Bjarkar og Biophiliu-veröldina, verður sýnd í Winnipeg í fyrsta sinn 24. október og er gert ráð fyrir að myndin verði sýnd í viku. Uppsetning Vesturports á ævin- týrinu um Hróa hött, The Heart of Robin Hood, í leikstjórn Gísla Arn- ar Garðarssonar, verður á aðalsviði konunglega leikhússins í Winnipeg 13. nóvember til 6. desember. Sýn- ingin hefur vakið mikla athygli í Boston, en allir leikarar í Winnipeg eru úr röðum heimamanna. „Það er gaman að geta lagt menningunni lið,“ segir Hjálmar W. Hannesson, aðalræðismaður Ís- lands í Winnipeg, sem kemur að málum með heimamönnum. Íslensk menning í Manitoba Víkingur Heiðar Ólafsson  Íslenskir listamenn áberandi í Winnipeg og fleiri borgum næstu vikurnar Hinn árlegi Urriðadans í Öxará verður laugardaginn 18. október en þá mun Jóhannes Sturlaugsson hjá rannsóknafyrirtækinu Laxfiskum fræða gesti Þjóðgarðsins á Þing- völlum um Þingvallaurriðann. Kynningin hefst klukkan kl. 14.00 og fer fram á bökkum Öx- arár. Gönguferðin hefst við bílastæðið þar sem Valhöll stóð. Síðan er gengið með ánni upp undir Drekk- ingarhyl þar sem risaurriðar og aðrir minni verða skoðaðir og fjallað um lífshætti þeirra. Gert er ráð fyrir því að kynn- ingin taki um eina og hálfa klukku- stund. Allir eru velkomnir. Fylgst verður með risaurriðum í Öxará eftir georgeS bizet www.opera.is 2. sýning 25. október kl. 20 3. sýning 1. nóvember kl. 20 4. sýning 8. nóvember kl. 20 Frumsýning í kvöld Lýsing:PállRagnarsson Leikmyndogbúningar:ÞórunnS.Þorgrímsdóttir Hljómsveitarstjóri:GuðmundurÓliGunnarsson Leikstjóri:ÞórhildurÞorleifsdóttir JóhannFriðgeirValdimarsson HelgaRós Indriðadóttir Kristinn Sigmundsson OddurArnþór Jónsson HannaDóra Sturludóttir GuðjónÓskarsson ViðarGunnarsson ErlaBjörgKáradóttir HallveigRúnarsdóttir Miðasala í Hörpu og á harpa.is Miðasölusími 528 5050 eftir Giuseppe Verdi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.