Morgunblaðið - 18.10.2014, Side 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014
Árlegt Sól-
kveðjukaffi Ís-
firðingafélagsins
verður haldið á
Grand Hótel í
Reykjavík á
morgun, sunnu-
dag kl. 15. Boðið
verður upp á tón-
listaratriði og
fyrirlestur og svo
kaffi, pönnukök-
ur og annað meðlæti. Gestur í kaffi-
boðinu verður Sigurður Pétursson
sagnfræðingur, sem segir frá og
kynnir bók þeirra Sigurjóns J. Sig-
urðssonar Húsin í bænum. Þar segir
frá ýmsum gömlum húsum á Ísa-
firði.
Sólkveðjukaffið vísar til þess að á
Ísafirði hverfur sólin upp úr miðjum
nóvember – og kemur ekki aftur
upp fyrir fjöll fyrr en langt er liðið á
janúar. Rúm 20 ár eru síðan hátíð
þessi var fyrst haldin en Sólarkaffið
var aftur á móti fyrst haldið 1946.
Sólkveðjukaffi Ís-
firðinga á sunnudag
Ísafjörður Þar skín
sólin stundum
Málþing um heilbrigðisþjónustu við
krabbameinssjúklinga verður hald-
ið í húsnæði Ráðgjafarþjónustu
Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð
8, mánudaginn 20. október kl. 17.
Helgi Sigurðsson, prófessor og
yfirlæknir lyflækninga krabba-
meina á Landspítala, flytur erindið:
„Eru krabbameinslækningar á Ís-
landi í fallhættu?“ Einnig flytur
Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur
erindið: „Dýr og vandmeðfarin lyf:
Hver er innkaupastjórinn?“
Síðan verða pallborðsumræður
og verða þátttakendur Helgi Sig-
urðsson, Ófeigur Tryggvi Þorgeirs-
son læknir, Ragnheiður Haralds-
dóttir forstjóri, Rannveig
Einarsdóttir lyfjafræðingur og Þór-
unn Sævarsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur. Allir eru velkomnir.
Ræða þjónustu við
krabbameinssjúka
Kokkalandsliðið æfir nú stíft fyrir
Heimsmeistarakeppnina í mat-
reiðslu sem fram fer í Lúxemborg í
nóvember nk.
Önnur keppnisgreinin er kalt borð
þar sem sýndir eru yfir 30 réttir sem
tekur um 48 klukkustundir að útbúa.
„Borðið er sannkallað listaverk þar
sem hvert smáatriði hefur verið
hugsað í þaula. Liður í æfingarferl-
inu er að flytja réttina milli staða
þannig að þeir haldi fullkomnu útliti
sínu enda þurfa þeir að vera til sýnis
í margar klukkustundir á keppn-
isstað,“ segir í tilkynningu. Lands-
mönnum gefst kostur á að skoða
keppnisborðið þegar kokkarnir
stilla því upp til sýnis í Smáralind
sunnudaginn 19. október kl. 13-18.
Kokkalandsliðið, sem hefur æft fyrir
keppnina síðustu 18 mánuði, er skip-
að 13 matreiðslumönnum. Þeir eru:
Hafliði Halldórsson, faglegur fram-
kvæmdastjóri liðsins, Þráinn Freyr
Vigfússon fyrirliði, Viktor Örn
Andrésson liðsstjóri, Fannar Vern-
harðsson, Bjarni Siguróli Jakobsson,
Ylfa Helgadóttir, Hafsteinn Ólafs-
son, Axel Clausen, Garðar Kári
Garðarsson, Daníel Cochran, Ari
Þór Gunnarsson, Hrafnkell Sigríð-
arson og María Shramko.
Kokkalandsliðið frumsýnir kalda rétti
Séra Jón Dalbú
Hróbjartsson er
að láta af störf-
um eftir fjörutíu
ára þjónustu í
þjóðkirkjunni.
Hann kveður
söfnuð sinn í
Hallgrímskirkju
á sunnudaginn
kl. 11:00. Þar
hefur hann þjón-
að sem prestur og sóknarprestur í
17 ár, ásamt því að hafa verið pró-
fastur í Reykjavíkurprófastsdæmi
vestra í 20 ár. Hann var kallaður til
þjónustu af hinu kristilega stúd-
entafélagi og kristilegum skóla-
samtökum sem skólaprestur og hef-
ur verið sóknarprestur í Laugar-
neskirkju og Hallgrímskirkju.
Ennfremur hefur hann þjónað ís-
lenskum söfnuðum erlendis og ver-
ið sendiráðsprestur í Svíþjóð og
Noregi, en hann stofnaði söfnuðinn
í Gautaborg 1994.
Séra Jón Dalbú
kveður söfnuð sinn
í Hallgrímskirkju
Jón Dalbú
Hróbjartsson
ÓTAKMARKAÐIR MÖGULEIKAR MEÐ REDKEN MÓTUNARVÖRUM
GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST.
FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM
Hárlökkin gefa 24 tíma vörn,
8 tíma hald og fallegan glans.
HÁRLÖKK
Volume vörurnar gefa ótrúlega
fyllingu án þess að þyngja hárið.
FYLLING/LOFT
Glans- og sléttunarefni
sem dregur úr ýfingu
og gefur glans.
SLÉTT/GLANS
Mótunarvörurnar sem gefa
góða hreyfingu og loft í hárið.
HREYFING/HALD
Blástursvörurnar veita vörn gegn
hitatækjum og tryggja endingu.
FORM/HITAVERND
Dreifing:
HÁR EHF
s. 568 8305
har@har.is
REDKEN Iceland á vertu vinur