Morgunblaðið - 18.10.2014, Side 23

Morgunblaðið - 18.10.2014, Side 23
VITINN 2014 Undir yfirskriftinni Vitinn 2014 verður í hringferðinni leitað að áhugaverðum vaxtarbroddum í atvinnu­ lífinu um land allt. Lesendur eru hvattir til að senda blaðinu ábendingar á netfangið vitinn@mbl.is. smádýrum á borð við stökkmýs eða hamstra séu algengir, segir Hanna svo ekki vera, en það komi þó fyrir að þeir séu gerðir. „Til dæmis þegar krabbameinsæxli liggur utan á. En það eru tak- mörk fyrir því hvað við leggjum til með smádýrin og það er miklu minna um stórar aðgerðir hjá þeim.“ Tekur á að aflífa ung dýr Dýralæknar lækna ekki bara og auka lífsgæði dýra. Hluti af starfi þeirra er að aflífa dýr og það getur tekið á. Að sögn Hönnu er nokkuð um að ung og hraust dýr séu aflífuð, ástæðan sé yfir- leitt að eigandinn treysti sér ekki til að vera lengur með dýrið í umsjá sinni. „Sumir fá sér dýr án þess að átta sig á þeirri ábyrgð og vinnu sem fylgir. Aðrir þurfa að flytja þangað sem ekki má hafa dýr. Sumir eru hræddir um að dýrið lendi á vergangi þegar þeir geta ekki haft það lengur, treysta engum nema sjálfum sér og vilja frekar að því sé lógað,“ segir Hanna. Hún segir að hvaða skoðun sem dýralæknirinn kunni að hafa á því að aflífa ungt og hraust dýr, þá sé það eigandinn sem ráði. Í tilvikum sem þessum sé alltaf bent á Dýrahjálp Íslands og Katt- holt og þannig hafa mörg gæludýr fengið ný og góð framtíðarheimili. Flestir eru til fyrirmyndar Hugarfar varðandi gæludýra- eign hefur breyst mikið, að sögn Hönnu. „Fólk er orðið upplýstara og gæludýraeigendur eru almennt meðvitaðir um þá siðferðilegu ábyrgð sem felst í því að taka að sér dýr. Allflestir eru fyrirmynd- ardýraeigendur og viðurkenna að það þurfi að gera ráð fyrir dýrinu í daglegu lífi. Að hugsa vel um dýr snýst ekki um að kaupa dýrt dót handa dýrunum eða jafnvel föt eins og sumir gera. Þetta snýst um hjartalagið; ást og umhyggju.“ Með skerm Bára er rúmlega ársgömul border collie-tík og brotnaði illa á fæti. Til að varna því að hún fiktaði í umbúðunum bar hún skerm um hálsinn í fjórar vikur. Hún kom á Dýraspítalann ásamt eiganda sínum, Hermanni Georg Gunnlaugssyni, til að láta fjarlægja umbúðirnar og skerminn. Geldingar Dýralæknarnir á Dýraspítalanum í Garðabæ framkvæma talsvert af geldingum og ófrjósemisaðgerðum á gæludýrum, einkum köttum og hund- um, en einnig á kanínum. Myndin til vinstri sýnir geldingu á högna og sú til vinstri sýnir læðu sem verið er að framkvæma ófrjósemisaðgerð á. Morgunblaðið/Þórður snyrtivörum um borð í flugvélum. Sif Cosmetics er fjögurra ára gamalt dótturfyrirtæki ORF Líf- tækni og einbeitir sér að fram- leiðslu fyrir snyrtivörumark- aðinn. Fyrirtækin starfa undir sama þaki við Víkurhvarf í Kópa- vogi og eru með um fjörutíu starfsmenn. Gert er ráð fyrir um 650 milljóna króna veltu sam- stæðunnar á þessu ári. Móðurfyr- irtækið selur vörur sínar til sjúkahúsa, lyfjafyrirtækja og rannsóknarstofnana. Vörur Sif Cosmetics eru seldar undir vörumerkinu EGF. Það er frumuvaki sem gegnir lykilhlut- verki í líffræði húðarinnar og stuðlar að endurnýjun hennar með því að örva framleiðslu húð- arinnar á elastíni og kollageni. Fyrirtækið segir að húðvörurnar veiti húðinni unglegt yfirbragð, hún verði stinnari og sléttari, fái frísklegri áferð, aukinn raka og jafnari lit. Húðvörurnar séu of- næmisprófaðar og henti öllum húðgerðum. Undirstaða framleiðslu Sif Cosmetics og ORF Líftækni eru sérvirk prótein sem ræktuð eru í byggplöntum í gróðurhúsi ORF Líftækni í Grindavík. gudmundur@mbl.is Húðvörur Sif Cosmetics hefur boð- ið upp á sjö vörutegundir. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014 Kolbrún Arna Sigurðardóttir dýrahjúkrunarfræðingur var að hreinsa tennur hunds og brjóta tannstein hans með hljóðbylgjum þegar útsend- ara Morgunblaðsins bar að. Hvutti lá á meðan sallarólegur og svaf á sitt græna eyra, enda ekki furða þar sem hann hafði fengið svefnlyf. „Vatnið og hljóðið getur pirrað hundinn og þess vegna er best að sofa á meðan,“ segir Kolbrún. Að sögn Hönnu er mikilvægt að hreinsa tennur hunda og katta. Miklar kvalir geti fylgt skemmdum tönnum, rétt eins og hjá fólki, og sé ekkert að gert geti þetta leitt til sýkinga og veikinda. Dýrin geti ekki sagt frá því og því séu sárir verkir vegna tannskemmda oft skrifaðir á kostnað einhvers annars, eins og t.d. aldurs. Dýrin geta ekki sagt frá TÆKNIN NOTUÐ VIÐ TANNHREINSUN DÝRA Í tannhreinsun Hundurinn sem hér er sagt frá svaf á meðan dýrahjúkrunarfræð- ingurinn Kolbrún hreinsaði tennur hans. Tannhirða hunda og katta er mikilvæg. Skjól í amstri dagsins Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Netfang axis@axis.is • www.axis.is EINRÚM Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.