Morgunblaðið - 18.10.2014, Page 24

Morgunblaðið - 18.10.2014, Page 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014 Grænn markaður ehf. | Réttarhálsi 2, 110 Reykavík | www.flora.is | Sími 535 8500 | info@flora.is Verslunareigendur! Ítalskir pappírspokar í úrvali Eingöngu sala til fyrirtækja STUTTAR FRÉTTIR ● Ákvörðun um að afnema ekki gjaldeyrishöfin við núverandi að- stæður felur í raun í sér ákvörð- un um að búa við gjaldeyrishöft um ókomna tíð, segir Þorsteinn Víg- lundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í nýju frétta- bréfi samtakanna. Aðstæður til af- náms hafta eru um þessar mundir eins góðar og völ er á, að mati Þor- steins, og alls óvíst er hversu lengi það ástand varir. Vanda verði vel til verka við afnám gjaldeyrishafta enda verkefnið flókið. Lengja þurfi afborg- unarferil svokallaðs Landsbankabréfs og búa svo um hnútana að uppgjör þrotabúa gömlu bankanna raski ekki þjóðhagslegum stöðugleika. Eins góðar aðstæður til afnáms hafta og völ er á Þorsteinn Víglundsson ● Greinendur Ar- ion banka spá því að vísitala neyslu- verðs haldist óbreytt í október og verðbólga verði undir 2,5% mark- miði Seðlabankans út árið. Greinendur bankans spá lágri verðbólgu næstu mánuði og að hún standi í 2% í janúar. Yrði það þá tólfti mánuðurinn í röð sem verðbólga er undir markmiði Seðlabankans. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitalan hækki um 0,1% í októ- ber og að tólf mánaða verðbólga mælist því 1,9% í stað 1,8%. Spá því að verðlag standi í stað í október Verðbólga Mælist nú einungis 1,8%. BAKSVIÐ Hörður Ægisson hordur@mbl.is Ráðast ætti í heildstæða úttekt á kostnaði íslensks verðbréfamarkað- ar í samanburði við kauphallir á hin- um Norðurlöndunum. Þar eigi ekki aðeins að horfa til kostnaðar við að eiga viðskipti í Kauphöll Íslands heldur einnig þann kostnað sem fylgir því að gefa út og skrá verðbréf á markað. Þetta segir Páll Harðarson, for- stjóri Kauphallar Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Frá því var greint í Morgun- blaðinu í gær að sérstakur verð- bréfahópur Sam- taka fjármálafyr- irtækja (SFF) væri þeirrar skoðunar að lækka þurfi gjald- töku Kauphallar- innar. Kostnaður við að eiga þar við- skipti sé mun hærri en hjá öðrum Kauphöllum innan NASDAQ OMX samstæðunnar og á öðrum ná- grannamörkuðum. Í tillögum að úr- bótum á starfsumgjörð á verðbréfa- markaði leggur hópurinn til að farið verði í samstarf við Kauphöllina um að safna saman upplýsingum um verð hér á landi og í nágrannaríkjum í því skyni að efla samkeppnishæfni íslensks verðbréfamarkaðar. Páll tekur undir með SFF að mik- ilvægt sé að kanna kostnaðarmynd- un á íslenskum verðbréfamarkaði. „Nauðsynlegt er hins vegar að gera það með heildstæðum hætti og að- komu allra hagsmunaaðila,“ útskýrir Páll, „en ekki kanna aðeins einhvern örþátt sem skiptir litlu máli í hinu stóra samhengi.“ Samsvarar 1-2 útboðslýsingum Páll segir að Kauphöllin hafi sjálf haft áhyggjur af kostnaðarmyndun á verðbréfamarkaði og vísar þar meðal annars til verðlagningar fjármála- fyrirtækja þegar kemur að umsjón með útgáfu og skráningu bréfa á markað. Páll bendir á að viðskipta- gjöld Kauphallarinnar muni að lík- indum nema um 200 milljónum króna á þessu ári en sú fjárhæð sam- svari kostnaði við 1-2 útboðslýsingar hjá bönkunum þegar bréf séu tekin til viðskipta í Kauphöllinni. Í skýrslu verðbréfahóps SFF er sú tillaga að lækka þurfi gjaldtöku bæði Kauphallarinnar og Verðbréfa- skráningar Íslands, sem starfar inn- an OMX samstæðunnar, á meðal helstu forgangsmála í því skyni að bæta starfsumgjörð á verðbréfa- markaði. Páll segir að það skjóti óneitanlega skökku við ef markmiðið sé að leita allra leiða til að draga úr kostnaði á verðbréfamarkaði. Fjár- hæðirnar sem um er að ræða séu „dvergvaxnar“ í samanburði við þóknanir bankanna. „Þannig að mér þykir þetta afskaplega sérkennilegur málflutningur.“ Hann vonast þó til að tillögur SFF leiði til þess að farið verði í heild- stæða úttekt á kostnaðarmyndun á verðbréfamarkaði í samanburði við aðrar kauphallir á Norðurlöndunum. Þar eigi að skoða bæði hlutdeild Kauphallar Íslands í þeim kostnaði og fjármálafyrirtækjanna. „Ég ótt- ast ekki hvernig Kauphöllin kemur út úr slíkum samanburði,“ segir Páll. Verðbréfahópur SFF var settur á fót í janúar á þessu ári. Skipaður var þriggja manna stýrihópur sem í áttu sæti Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, Tryggvi Björn Davíðs- son, framkvæmdastjóri Markaða hjá Íslandsbanka, og Andri Guðmunds- son, forstjóri H.F. Verðbréfa. Í skýrslu hópsins, sem var birt á vef- síðu SFF í fyrradag, eru settar fram 22 úrbótatillögur um starfsumgjörð verðbréfamarkaðar. Á fundi stjórnar SFF í september sl. var ákveðið að leggja áherslu á átta tillögur sem forgangsmál. Til viðbótar við lægri gjaldtöku Kauphallarinnar, þá eru önnur helstu áherslumál verðbréfahópsins meðal annars að undanþága frá stað- greiðslu skatts taki til allra fjármála- fyrirtækja sem hafa leyfi til að stunda verðbréfaviðskipti. Núna gildi sú undanþága aðeins um banka, sparisjóði og lánafyrirtæki en ekki verðbréfafyrirtæki. Kallar eftir úttekt á kostn- aði verðbréfamarkaðar  Forstjóri Kauphallarinnar hefur áhyggjur af verðlagningu fjármálafyrirtækja Markaður Forstjóri Kauphallarinnar vill sjá heildstæða úttekt á kostnaðarmyndun á verðbréfamarkaði. Morgunblaðið/Ómar                                     !"# !"$ # "% % "$ % $%$ &'()* (+(       ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 "  !" !$ # "" ""  %#" $# " "% !"$ !$ #%# "%  "$  %#% $ !"# Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Eignarhaldsfélag Verðbréfaþings, sem rekur bæði Kauphöll Íslands og Verðbréfaskráningu Íslands, hagnaðist um 327 milljónir króna á síðasta ári. Minnkaði hagnaður félagsins um 15 milljónir króna frá fyrra ári. Allt hlutafé er í eigu Nasdaq OMX Nordic Oy í Finn- landi. Heildartekjur námu 1.069 millj- ónum króna og stóðu nánast í stað á milli ára. Tekjur vegna starfsemi Verðbréfaskráningar voru 592 milljónir á liðnu ári og hækkuðu um ríflega 30 milljónir frá árinu 2012. Hins vegar lækk- uðu tekjur Kauphallarinnar um tæplega 20 milljónir sem skýrist af minni þóknanatekjum vegna viðskipta. Tekjur af útgáfum bréfa á markað námu 123 milljónum og hækkuðu um nærri 30 milljónir frá fyrra ári. Eignir nema 2.300 milljónum og eiginfjárhlutfall var liðlega 49% í lok síðasta árs. Stjórn félagsins lagði til að greiddur yrði arður til hluthafa að fjárhæð 300 milljónir vegna af- komu á árinu 2013. Félaginu er hins vegar ekki heimilt að greiða út arðinn til erlendra hluthafa í gjaldeyri. Fram kemur í sam- stæðuársreikningi að vegna fjár- magnshafta hafi ógreiddur upp- safnaður arður numið 950 milljónum króna í árslok 2013. Hagnaðist um 327 milljónir FJÁRMAGNSHÖFTIN STOPPA ARÐGREIÐSLUR TIL NASDAQ OMX Páll Harðarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.