Morgunblaðið - 18.10.2014, Síða 26
26 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
„Það er komið fram við okkur eftirlif-
endurna eins og holdsveikisjúklinga,
við erum útilokuð úr samfélaginu
sem við höfum alist upp í,“ segir Se-
nessieh Momoh, þegar 35 einstak-
lingar sem hafa náð sér af ebólu hitt-
ast í borginni Kenema í Síerra Leóne.
Til umræðu á fundinum er hvað fyrr-
verandi ebólusjúklingar, sem nú eru
ónæmir, geta lagt af mörkum til að
hjálpa til í baráttunni gegn útbreiðslu
veirunnar.
„Fólk sem var vinir okkar og sem
við höfðum deilt pálmavíni með vildi
ekki lengur vera með okkur. Jafnvel
þegar ég sýndi öldungunum í sam-
félaginu læknisvottorð um að ég væri
laus við ebóluna hristu þeir hausinn,“
segir Momoh, sem vonast til þess að
fundurinn, sem var skipulagður af
staðaryfirvöldum, UNICEF og
bandarísku sóttvarnastofnuninni,
verði til þess að breyta hugarfari
fólks.
Nýleg könnun á vegum UNICEF
sýndi að fjöldi fólks sem lifir af ebólu-
smit mætir fordómum, skömm og
mismunun. Bóndinn James Gebbeh
var tvo mánuði að ná sér eftir að hafa
smitast af ebólu en þegar hann snéri
aftur í þorpið sitt forðaðist fólk hann
og grýtti hundinn hans. „Ég má ekki
lengur sækja vatn í brunninn og ég er
alfarið háður matargjöfum frá hjáp-
arsamtökum,“ segir hann.
Gefa öðrum von
Þegar Isata Yillah smitaðist af
ebólu óttaðist systir hennar að Isata
yrði útskúfuð og sagði henni að fela
sig þegar opinberir starfsmenn komu
heim til þeirra að leita að mögulegum
tilfellum. „Þegar ég þoldi ekki við
lengur fór ég í greiningarmiðstöðina
þar sem ég var greind með ebólu og
farið var mig í læknamiðstöðina,“
segir Yillah en þegar hún var útskrif-
uð vikum seinna komst hún að því að
hún hafði smitað eiginmann sinn, sem
lést af völdum veirunnar.
UNICEF stefnir að því að halda
samskonar fundi víðsvegar um
Síerra Leóne á næstu sex mánuðum.
„Fólk sem hefur lifað af ebólu gefur
öðrum, sem enn eru að berjast við
sjúkdóminn, von,“ sagði velferðar-
ráðherra landsins í tilkynningu.
Læknast af ebólu en mæta
fordómum og útskúfun heima
Komið fram við eftirlifendur „eins og
holdsveikisjúklinga“ Halda fundi
AFP
Neyð Starfsmaður hjálparsamtaka yfirgefur heimili í Monroviu í Líberíu
eftir að hafa heimsótt fjölskyldu sem þjáist af ebólu og er í einangrun.
Stjórnvöld í Níg-
eríu sögðust í
gær hafa komist
að vopna-
hléssam-
komulagi við
hryðjuverka-
samtökin Boko
Haram og að þau
hefðu heitið því
að frelsa 219
stúlkur, sem
rænt var í apríl sl., frá Chibok.
Margir hafa dregið yfirlýsing-
arnar í efa en tímasetning sam-
komulagsins þykir sérstaklega
grunsamleg í ljósi þess að gert er
ráð fyrir að forsetinn, Goodluck
Jonathan, gefi kost á sér til endur-
kjörs á næstunni. Þá segjast þeir
sem þekkja til Boko Haram ekki
kannast við Danladi Ahmadu, sem
var sagður fulltrúi samtakanna í
samningaviðræðunum.
„Ég hef aldrei heyrt um þennan
mann og ef Boko Haram vildu lýsa
yfir vopnahléi myndi slík yfirlýsing
koma frá leiðtoga samtakanna,
Abubakar Shekau,“ sagði Shehu
Sani, sérfræðingur í málefnum
Boko Haram, sem hefur samið við
samtökin fyrir hönd stjórnvalda.
Efasemdir um yfir-
lýst samkomulag
við Boko Haram
Fá stúlkurnar loks
að snúa heim?
NÍGERÍA
Sextán létu lífið
og níu slösuðust
alvarlega þegar
loftrist gaf sig á
útitónleikum í
Seongnam í Suð-
ur-Kóreu í gær.
Að sögn björg-
unarmanna stóð
fólkið á ristinni
til að hafa betra
útsýni yfir sviðið
en féll 10 metra niður í bílastæða-
kjallara þegar ristin gaf sig undan
þunganum. Talið er að flestir hinna
látnu hafi verið stúdentar en
nokkrir þeirra sem slösuðust eru
enn í lífshættu.
16 látnir eftir slys
á útitónleikum
SUÐUR-KÓREA
Björgunarmenn
standa við ristina.
Washington. AFP. | Samuel Sevian
er aðeins 13 ára gamall en honum
liggur á; hann langar til að verða
yngsti stórmeistari í sögu Banda-
ríkjanna. Núverandi methafi er
Ray Robson, sem var útnefndur
stórmeistari tveimur vikum áður en
hann varð 15 ára. Samuel verður
15 ára í desember á næsta ári en
er aðeins 14 stigum frá stórmeist-
aratitlinum.
„Ég vil eignast þennan titil,“
sagði Samuel í samtali við AFP á
hliðarlínum skákmóts í Arlington í
Washington. Þegar hann hefur náð
því markmiði ætlar hann að láta
annan draum rætast: að verða
heimsmeistari í skák. Hann hefur
fulla ástæðu til bjartsýni; árið 2006
varð hann yngsti skákmaðurinn í
Bandaríkjunum til að verða „ex-
pert“; ná 2.000-2.199 stigum. Og 12
ára og 10 mánaða gamall varð hann
yngsti Bandaríkjamaðurinn til að
verða alþjóðlegur meistari.
Varð ástfanginn
En hver er lykillinn að velgengni
hans? Jú, æfing. Samuel gengur
ekki í skóla þar sem hann þarf að
laga nám sitt að mótaáætlun sinni
en eftir að hann hefur lært heima
teflir hann í allt að sex klukku-
stundir á dag. Hann segir skák-
Vill verða yngsti
stórmeistarinn
Varð alþjóðlegur meistari 12 ára
„Að tapa er verra en að deyja“
AFP
Skák Samuel er undrabarn en jafn-
framt duglegur að æfa sig.
Svo virðist sem ótti vegna mögulegs ebólufaralds sé að breiðast út en í
gær lokuðu hermálayfirvöld í Pentagon inngangi og bílastæði eftir að
kona, sem hafði nýlega ferðast til Afríku, kastaði upp fyrir utan bygg-
inguna. Ekki lá fyrir hvaða Afríkuland eða lönd konan heimsótti á ferða-
lagi sínu.
Þá hafa stjórnmálamenn vestanhafs gripið til ebólunnar í kosningabar-
áttunni fyrir yfirvofandi þingkosningar og slást um það hvernig á að tak-
ast á við vandann.
Repúblikanar hafa verið sérstaklega duglegir við að benda ásakandi
fingri á forsetann en Barack Obama tilkynnti í gær að hann hefði útnefnt
Ron Klain, forstjóra eignarhaldsfélagsins Case Holdings, til að samræma
viðbrögð Bandaríkjanna við ebólufaraldrinum.
Ebóla orðin að pólitísku vopni
PENTAGON GRÍPUR TIL VARÚÐARRÁÐSTAFANA