Morgunblaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 27
lausan dag óhugsandi en enn verra
sé að tapa einvígi.
„Að tapa er verra en að deyja,“
segir Samuel, sem lærði að tefla
fimm ára gamall. „Ég varð ástfang-
inn af leiknum,“ segir hann. Það
var pabbi hans, Armen, sem kenndi
honum en þegar feðgarnir tefla í
dag er taflmönnunum raðað þannig
að pabbinn hafi smáforskot á þann
stutta.
Armen er stoltur af syninum en
hefur einnig áhyggjur af honum og
hefur reynt að stýra honum í áttina
að öðrum áhugamálum. Hann var
sjálfur meistari þegar hann var
yngri en vill ekki að Samuel verði
„skákfrík“. Armen viðurkennir þó
að strákurinn hafi einstaka hæfi-
leika. „Átta ára tefldi hann fimm
skákir á sama tíma, með bundið
fyrir augun,“ segir hann. „Hann
vann þær allar.“
Nýtur aðstoðar Kasparovs
Samuel fær reglulega ráðgjöf frá
Garry Kasparov gegnum tölvu, en
Armen segir að Samuel hefði ekki
náð jafnmiklum árangri og raun
ber vitni nema með aðstoð Garry
Kasparov-sjóðsins, sem hefur greitt
hluta af kostnaði Samuels við
ferðalög.
Sjálfur segist Samuel ekki leggja
á minnið fyrri skákir þar sem það
sé ekki nauðsynlegt. Í staðinn legg-
ur hann mikið upp úr því að skoða
lykilstöður í einvígjum. Þá liggur
hann yfir bókum og skákforritum
og hittir stórmeistarann Alexander
Chernin á tveggja til þriggja mán-
aða fresti. holmfridur@mbl.is
AFP
Feðgar Þegar Samuel teflir við föður sinn gefur hann honum forskot til að
gera sjálfum sér aðeins erfiðara fyrir að vinna hann.
FRÉTTIR 27Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014
Phnom Penh. AFP. | „Þið færðuð
upp sögu sem var einföld, en þrátt
fyrir allt bara ævintýri fyrir
börn … til mikilla vonbrigða höfð-
uð þið réttlætið að háði og spotti,“
sagði Nuon Chea, einn af leiðtog-
um Rauðu khmerana, í vitnisburði
fyrir sérstökum dómstól í Kambó-
díu í gær. Réttarhald stendur nú
yfir í máli gegn Nuon Chea, sem
er einnig þekktur sem „Bróðir
númer tvö“, og Khieu Samphan,
fyrrverandi forseta ógnarstjórnar
khmeranna, en þeir hafa verið
ákærðir fyrir þjóðarmorð, þvinguð
hjónabönd og nauðganir.
Nuon Chea, 88 ára, og Khieu
Samphan, 83 ára, voru báðir
fundnir sekir um glæpi gegn
mannkyninu í ágúst sl. en khmer-
arnir, sem voru við völd 1975-
1979, eru taldir hafa myrt allt að
tvær milljónir Kambódíumanna.
Vegna þess hve ákærurnar gegn
mönnunum tveimur voru umfangs-
miklar og vegna aldurs þeirra var
ákveðið að skipta málinu gegn
þeim niður í smærri réttarhöld.
Ólýsanleg hroðaverk
Fjöldamorð khmerana á
100.000-500.000 Cham-múslimum
og 20.000 Víetnömum eru grund-
völlur ákæru á hendur Nuon Chea
og Khieu Samphan fyrir þjóð-
armorð. Þeir hafa einnig verið
ákærðir fyrir glæpi gegn mann-
kyninu og stríðsglæpi í seinni rétt-
arhöldunum.
„Orð fá ekki lýst því hvernig
Rauðu khmerarnir misþyrmdu
okkur. Markmið þeirra var að út-
rýma kynætti okkar,“ sagði Seth
Maly, 64 ára, sem var fangi í
þrælkunarbúðum khmeranna. Hún
missti um 100 ættmenni í valdatíð
ógnarstjórnarinnar, þ.á m. tvær
dætur, foreldra og fimm systkin.
Tugþúsundir neyddar til
að ganga í hjónaband
„Bróðir númer eitt“, Pol Pot,
fór fyrir khmerunum, sem rifu
niður innviði samfélagsins til að
skapa landbúnaðarútópíu í
Kambódíu. Í þeirri viðleitni beittu
þeir ýmsum aðferðum en í því
máli sem nú er fyrir þeim dómstól
sem fjallar um glæpi khmeranna
eru Nuon Chea og Khieu Sam-
phan m.a. ákærðir fyrir að hafa
átt þátt í því að tugþúsundir
manna og kvenna voru neyddar til
að giftast, oft í fjöldaathöfnum, í
tilraun til að fjölga íbúum Kambó-
díu.
Mennirnir tveir hafa einnig ver-
ið ákærðir fyrir nauðganir en sak-
sóknararnir vilja meina að hvert
einasta þvingaða samræði sem átti
sér stað innan þessara hjónabanda
teljist til glæpa gegn mannkyninu.
Gert er ráð fyrir að réttarhöldin
standi til 2016. holmfridur@mbl.is
Aðrir lykilleiðtogar
Önnur mál sem rekin hafa verið fyrir dómstólnum
Pol Pot
Ta Mok
„Slátrarinn“ og
fyrrverandi
hershöfðingi
Var handtekinn 1999 en lést 2006,
80 ára gamall, á meðan hann beið
eftir að réttað yrði yfir honum
Lést 1998, 73 ára gamall, í
stofufangelsi uppreisnarmanna
innan Rauðu khmeranna
Heimild: ECCC/Documentation Centre
of Cambodia 50 km
Tonle
Sap
Fyrir fyrrverandi leiðtoga ógnarstjórnarinnar 1975-1979
Dómstóll Kambódíu vegnaRauðu khmeranna
Khieu Samphan
Ieng Sary
Fyrrverandi forseti
Kambódíu, andlit
Rauðu khmeranna
út á við
Hafa að auki verið ákærðir
fyrir þjóðarmorð í tengslum
við drápin á 100.000-500.000
Cham-múslimum og 20.000
Víetnömum
fyrir glæpi gegnmannkyninu,
lífstíðarfangelsi
fyrir glæpi gegnmannkyninu,
lífstíðarfangelsi
Fyrrverandi utan-
ríkisráðherra
stjórnarinnar
Lést 2013, 87 ára
gamall - á meðan
réttarhald stóð yfir -
sakaður um
stríðsglæpi og
þjóðarmorð
Aldur:83
Ieng Thirith
Fyrrverandi
„fyrsta frú“
stjórnarinnar
Var sleppt
árið 2012 eftir að
hafa verið úrskurðuð
óhæf til að svara til saka vegna
versnandi andlegrar heilsu
Aldur: 82
Nuon Chea
„Bróðir númer
tvö“
Aldur: 88
Sérstök dómsdeild við dómstóla Kambódíu
Fundinn sekur Fundinn sekur
Kaing Guek Eav
kallaður Duch
Dæmdur í 30 ára
fangelsi 2010 - lengt
í lífstíðarfangelsi eftir áfrýjun -
fyrir að hafa skipulagt morð
á 15.000 manns
Fyrrverandi
fangelsisstjóri
Aldur: 71
Fundinn sekurLést Sleppt
Stofnaður árið 2003 af Kambódíu og Sameinuðu þjóðunum til að sækja til saka
háttsetta leiðtoga og þá „sem bera mesta ábyrgð“, fyrir glæpi framda á árunum 1975-1979
Hámarksrefsing: lífstíðarfangelsi; engin dauðarefsing og engar bætur til fórnarlamba
Komust til valda í Kambódíu 1975-1979,
afnámu trúarbrögð og gjaldmiðla,
lokuðu skólum
Myrtu
allt að 2
milljónir
manna
með svelti,
þrælavinnu,
pyntingum
og aftökum
„Bróðir númer
eitt“ og leiðtogi
Rauðu khmeranna
„Blóðvellir“
aftökustaðir
RK fangelsi
380
189
Rauðu khmerarnir
Siem Reap
Battambang
KAMBÓDÍA
Mekong
Phnom Penh
Sihanoukville
Enn réttað
yfir öldnum
khmerum
Ákærðir fyrir þjóðarmorð Hundr-
uð þúsunda myrt Á níræðisaldri
Nuon
Chea
Khieu
Samphan
ORGANIC FACE
Skilar húðinni hreinni, ferskri og
glóandi á náttúrulegan hátt
Byggir á hreinum og lífrænt vottuðum
innihaldsefnum. Brokkolí, sjóþörungar,
agúrka, Aloe Vera, ólífuolía, kókóshnetu,
sólblóma og repjufræolíur eru
allt dæmi um hrein náttúruleg
innihaldsefni sem veita húðinni
þá næringu, vernd og raka sem hún
þarfnast.
brokkoli.is
CREAM
CLEANSER
Hreinsar burt
mascara og farða á
árangursríkan hátt.
Inniheldur Brokkolí,
kókóshnetu-og
sólblómafræolíu sem gefa
raka og vernda húðina.
Djúphreinsar - stíflar ekki
svitaholurnar.
FOAMING
CLEANSER
Sápulaus léttfreiðandi
andlitshreinsir með
rakagefandi ólífuolíu
og næringu úr
brokkolí.
Hjálpar að eyða bakteríum
sem geta valdið bólgum og
unglingabólum
Frábær í sturtuklefann !
BALANCING
TONER
Lífrænn tóner
fyrir jafnvægi
húðarinnar.
Efni úr agúrku, brokkolí
og sjóþörungum gefa
náttúrulegan raka sem fær
húðina til að endurnærast
og ljóma af ferskleika.
MOISTURE
BOOSTER
Yfirburða lífænt
rakakrem
- fyrir allar húðgerðir
Lífræn olía úr brokkolí-
fræjum, olía úr repju-
fræjum og þang eru dæmi
um hágæða náttúruleg
innihaldsefni sem auka
raka húðarinnar.
Ný hágæða lífræn andlitshreinsilína og rakakrem
sem hreinsar og verndar án þess að þurrka eða erta
húðina.