Morgunblaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2014
Söfn • Setur • Sýningar
Sunnudagur 19. október:
Tveir fyrir einn af aðgangseyri
Skemmtilegir ratleikir og búningamátun fyrir krakka í haustfríi
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
Svipmyndir eins augnabliks. Ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar í Myndasal
Natríum sól á Veggnum
Silfur Íslands í Bogasal, Silfursmiður í hjáverkum í Horni
Safnbúð og kaffihús
Skemmtilegir ratleikir • Safnbúð og kaffihús
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið frá 11-17 alla daga nema mánudaga.
Listasafn Reykjanesbæjar
Leikfléttur, Kristín Rúnarsdóttir
4. september – 26. október
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Bátasafn Gríms Karlssonar
Hönnun - Net á þurru landi
Listasafn Erlings Jónssonar
Opið virka daga 12-17,
helgar 13-17.
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
Verið
velkomin
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
Ný sýning
gull og silfursmiðir
LISTASAFN ÍSLANDS
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is
Opið daglega kl. 10-17, lokað mánudaga.
130 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ LÍ 16.-19. okt. 2014
Ókeypis aðgangur alla dagana. Sjá dagskrá á www.listasafn.is
LEIÐSÖGN sunnudag 19. okt.:
kl. 14 - í Safni Ásgríms Jónssonar, Rakel Pétursdóttir safnafræðingur
kl. 15 - í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar - Birgitta Spur, fv. safnstjóri
STEINA & WOODY VASULKA - VÉLRÆN SÝN 3.10. - 2.11. 2014
SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson - Yfirlitssýning 23.5. - 26.10. 2014
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur.
KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar,
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906,
SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson Yfirlitssýning 24.5. - 30.11. 2014
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Lokað í des. og jan. www.lso.is
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Sýningarnar, HÚSAFELL ÁSGRÍMS og FORYNJUR. Opið sunnudaga kl. 14-17.
Rás
Síðasta sýningarhelgi
Listamannsspjall
Sunnudag 19. Október kl. 15
Ívar Valgarðsson
Tónleikar - Hljóðön
Sunnudag 19. október kl. 20
Markus Hohti sellóleikari
Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri.
www.hafnarborg.is, sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Þekkt dægurlög verða flutt á tón-
leikum í Salnum á morgun, sunnu-
dag, kl. 16.
Flytjendur eru söngvararnir Ein-
ar Clausen tenór og Ragnhildur Þór-
hallsdóttir sópran ásamt hljómsveit
sem skipuð er þeim Lilju Eggerts-
dóttur á píanó og klukkuspil, Grími
Helgasyni á klarinett, Guðbjörgu
Sigurjónsdóttur á harmonikku og
Þórði Högnasyni á kontrabassa.
Lögin eru úr ýmsum áttum og má
þá nefna lög eins og „Vertu ekki að
horfa svona alltaf á mig“, „Manstu
gamla daga“, „Í Hallormsstaða-
skógi“, „Indæl er æskutíð“ (Bjössi á
mjólkurbílnum) og fleiri góðar perl-
ur. Miðaverð er 3.500 kr.
Ljósmynd/Gunnar W. Reginsson
Flytjendur Lilja Eggertsdóttir, Einar Clausen, Guðbjörg Sigurjónsdóttir, Grímur Helga-
son, Ragnhildur Þórhallsdóttir og Þórður Högnason koma fram á morgun kl. 16.
Þekkt dægurlög flutt í Salnum
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þetta verður sterk og falleg sýning,“
segir Kristinn Sigmundsson um upp-
færslu Íslensku óperunnar á Don
Carlo eftir Giuseppe Verdi í leik-
stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur sem
frumsýnd verður í Eldborgarsal
Hörpu í kvöld kl. 20. Kristinn fer með
hlutverk Filippusar II konungs, en í
öðrum aðalhlutverkum eru Jóhann
Friðgeir Valdimarsson sem fer með
titilhlutverkið, Helga Rós Indr-
iðadóttir í hlutverki Elisabettu
drottningar, Hanna Dóra Sturludótt-
ir sem Eboli prinsessa og Oddur Arn-
þór Jónsson sem Rodrigo. Með
smærri hlutverk fara Viðar Gunn-
arsson, Guðjón Óskarsson, Erla
Björg Káradóttir, Örvar Már Krist-
insson og Hallveig Rúnarsdóttir, auk
Kórs Íslensku óperunnar. Hljóm-
sveitarstjóri er Guðmundur Óli
Gunnarsson, lýsingu hannar Páll
Ragnarsson en leikmyndar- og bún-
ingahöfundur er Þórunn S. Þorgríms-
dóttir.
„Leikmyndin er mjög vel heppnuð
að því leyti til að hún kastar hljóðinu
vel út í sal. Það er mjög þægilegt að
syngja í þessari leikmynd,“ segir
Kristinn og fer fögrum orðum um
hljómburðinn í Eldborgarsal Hörpu.
„Mér finnst mjög gaman að syngja í
þessum sal, enda er hann afar vel
heppnaður hvað hljóðið varðar. En
þetta er auðvitað ekki leikhús eins og
væri ákjósanlegast í sambandi við óp-
eru, en hljómburðurinn er á við það
besta sem maður þekkir.“
Miklir gæðasöngvarar
Aðspurður segir Kristinn afar
ánægjulegt að syngja í uppfærslu á
vegum Íslensku óperunnar á ný, en
hann steig síðast á óperusviðið hér-
lendis í Rakaranum í Sevilla sem Ís-
lenska óperan setti upp í Gamla bíói
árið 2002. „Það er gaman að fá tæki-
færi til að vinna með gömlum kunn-
ingjum á borð við Guðjón, Viðar og
Þórhildi, sem leikstýrir þessu verki af
sinni alkunnu snilld. Það er alltaf svo
gaman að vinna með Þórhildi vegna
þess að hún er svo glögg og fljót að
átta sig á aðalatriðunum,“ segir
Filippus er drauma-
hlutverk fyrir bassa
Íslenska óperan frumsýnir Don Carlo eftir Verdi í kvöld
Ljósmynd/Gísli Egill Hrafnsson
Ofsi Valdsmannslegur Kristinn Sigmundsson sem Filippus og óttaslegin Helga Rós Indriðadóttir sem Elisabetta.
ónáð, til liðs við sig ásamt Ívari
(Hilmir Snær), grjóthörðum yf-
irmanni víkingasveitarinnar, óafvit-
andi að erlenda glæpagengið undir
stjórn Sergej (Zlatko) er einnig lent á
hálum ís í stærra samhengi alþjóð-
legrar glæparefskákar og að með-
limir þess munu því svífast einskis til
að verja sig.
Leikstjóranum Ólafi de Fleur og
meðhandritshöfundi hans Hrafnkeli
Stefánssyni tekst ágætlega að gera
þétta og nokkuð raunsæja löggu-
mynd. Persónur myndarinnar hafa
hver sinn djöful að draga, þær eru
hvorki ófeigar né ofurmannlegar og
því er myndin laus við hetjublæti.
Persónusköpunin er heildstæð og
áhorfandinn skilur hegðun og for-
sendur allra aðalpersóna hvort sem
honum geðjast að þeim eður ei. Per-
Blóð hraustra manna er sjálf-stætt framhald kvikmynd-arinnar Borgríkis semfrumsýnd var 2011. Mynd-
in fjallar um Hannes (Darri), metn-
aðarfullan lögreglumann sem lendir
á hálum ís þegar hann hefur rann-
sókn á Margeiri (Siggi Sigurjóns),
spilltum yfirmanni fíkniefnadeildar
lögreglunnar, eftir ábendingu frá
Gunnari (Ingvar E.), knésettum
glæpaforingja sem situr inni. Mar-
geir er á spena hjá harðsvíraðri er-
lendri glæpaklíku sem hefur töglin og
hagldirnar í undirheimunum svo
Hannes sér fram á að slá tvær flugur
í einu höggi, afhjúpa svikarann í lögg-
unni og koma höfuðpaurum glæpa-
klíkunnar í járn. Hann fær Andreu
(Ágústa Eva), löggu sem fallið hefur í
sónurnar eru enn fremur sam-
kvæmar sjálfum sér og afdrif þeirra
og örlög eru mátulega ófyrirsjáanleg.
Þær virðast allar vera peð í spilltu
valdatafli annarra og víða er maðkur
í mysunni enda glæpaheimurinn
fjandsamleg lögleysa.
Samtöl myndarinnar eru nokkuð
lipur og leikurinn framúrskarandi.
Darri og Zlatko ljá sínum persónum
svo mikla tilfinningadýpt að þær
verða ódauðlegar í minningu áhorf-
enda. Siggi Sigurjóns og Ingvar E.
eru engu síðri enda sannkölluð
leikarakamelljón sem geta brugðið
sér í sérlega einstök og eftirminnileg
gervi. Ágústa Eva og Hilmir Snær
eru einnig feiknasterk en persónur
þeirra virðast meira ætlaðar til að
styrkja hinar fjórar. Aukaleikarar á
borð við Þorbjörgu Helgu, Elvu Ósk,
Framúrskarandi „Samtöl myndarinnar eru nokkuð lipur og leikurinn fram-
úrskarandi,“ segir m.a. í dómi. Darri Ingólfsson í stillu úr Borgríki 2.
Maðkar í blóðugri refskák
Laugarásbíó, Smárabíó,
Háskólabíó, Borgarbíó,
Selfossbíó, Ísafjarðarbíó
og Bíóhöllin Akranesi
Borgríki 2: Blóð hraustra manna
bbbbn
Leikstjórn: Ólafur de Fleur. Handrit:
Ólafur de Fleur og Hrafnkell Stef-
ánsson. Aðalhlutverk: Darri Ingólfsson,
Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sig-
urðsson, Sigurður Sigurjónsson, Zlatko
Krickic og Hilmir Snær Guðnason. 95
mín. Ísland, 2014.
HJÖRDÍS
STEFÁNSDÓTTIR
KVIKMYNDIR