Málfríður - 15.10.2005, Blaðsíða 5

Málfríður - 15.10.2005, Blaðsíða 5
MÁLFRÍÐUR 5 Um kviku og kyrrðir Dúvu Yves Bonnefoy er af mörgum talinn eitt helsta nú lifandi ljóðskáld Frakka. Við það bætist að hann er mikilvirkur og vel metinn fræðimaður og hefur skrifað heilmikið um myndlist (t.d. stórgóða bók um Giacometti), heimspeki og að sjálfsögðu ljóð- list. Hann fæddist þann 24. júní 1923 í Tours, sonur járn brautarstarfsmanns og kennslukonu. Hann tók stúdentspróf í stærðfræði og heimspeki frá Descartes skólanum í Tours og hélt sig við þær greinar í framhaldsnámi sínu við Sorbonne. Undir leiðsögn heimspekingsins og skáldsins Jean Wahl, skrifaði hann ritgerð til meistaraprófs um Kirkegaard og Baudelaire, en það verk er til allrar óhamingju glat- að. Hann hefur kennt við ýmsa háskóla og frá 1981 kenndi hann ljóðlist við College de France. Því er hann nýhættur. Þau skáld sem eiga kannski einna helst ítök í Bon- ne foy eru Charles Baudelaire, Arthur Rimbaud og Mallarmé en hann hefur skrifað um þá margt af því sem aðgengilegast er og skynsamlegast má finna á franskri tungu1. Þessir höfundar og þá kannski einna helst Rimbaud eiga sér líka ríkan enduróm í ljóðlist Bonnefoy og þeim andblæ sem sveimar yfir vötnum ljóða hans, í því sem hann kallar nærveru (présence). Þessi nærvera er eitthvað sem erfitt er að henda reiður á, er eins og ætíð handan þrepsins sem aldrei verður stigið inn í veröld ljóðsins. Þessi nær- vera er sjaldnast nefnd með nafni, þó svo finna megi henni forvera í fyrsta stóra ljóðabálki Bonnefoy, Du mouvement et l´immobilité de Douve, sem birtist fyrst í bókmenntatímaritinu Mercure de France, 1. mars 1950. Þessi bálkur rekur fæðingu, dauða og upp- risu Dúvu2. Dúva er vera, karlkyns og kvenkyns til skiptis sem rekst fyrir veðrum og vindum, deyr og rís, fæðist á ný og er ætíð eins og í seilingarfjar- lægð. Dúva talar eða er ávörpuð sitt á hvað eða þá útlistuð í einhverri óræðri þriðju persónu þannig að ljóðmælandinn og Dúva, persónugervingur hans, renna saman í eitt og utan við atburðarrásina en inni í ljóðinu stendur skáldið, ekki persónan Yves Bonnefoy heldur einhvers konar guðleg vera sem skapar og er sköpuð um leið. Eyðimörkin allsráðandi í gær – Ritað grjót Í ljóðabálkinum um Dúvu fer þessi óreiðukennda vera um ýmislegar lendur ljóðsins en þó alltaf í nánd við einhvern sannan stað (Vrai lieu) þar sem öllum spurnum er svarað, þar sem ríkir eining ljóðs, ljóðmælanda og skálds. Um er að ræða eins konar ljóðræna paradís sem auðvitað verður aldrei fundin. Þessa paradís má túlka á endalausan hátt, til dæmis sem þrá um afturhvarf til móðurlífsins, sem vissan frummyndaheim ljóðsins og þar fram eftir götunum. Sjálfur er Bonnefoy opinn fyrir ýmsum túlkunum. Það sem þó stendur eftir þegar þessi ein- ingarstaður hefur verið skoðaður er draumkennd paradís sem ber með sér enduróm riddarasagna, þar sem Gralinn er enn og aftur tákn um það sem aldrei verður náð nema fyrir eigin tortímingu, full- komleikann sem stöðugt er leitað og þar sem leitin sjálf verður að endingu takmark. Myndmál ljóða Orðin eins og himinninn Aðeins um ljóðlist Yves Bonnefoy fram til 1975 Sigurður Ingólfsson, frönskukennari við ME. Sigurður lauk doktors- námi í frönskum bók- menntum/nútímaljóðlist árið 2000 og skrifaði þá um Yves Bonnefoy. Sigurður Ingólfsson 1 Til dæmis má nefna bókina Rimbaud par lui-même, « Écrivains de toujours », éditions du seuil, París 1961. Um er að ræða mjög læsilega bók og skemmtilega, þar sem ævi skáldsins er rakin og skáldskapur Rimbauds er útlistaður á líflegan hátt og ekki of fræðilega. 2 Hér verður að útskýra stuttlega nafn þessarar persónu, Dúva. Um er að ræða nafn sem er búið til úr hljóði, einhverju sem hljómar vel, einhverju sem dúar. Til er reyndar í frönsku orðið douve, notað um kastaladíki, og má þar kannski finna vissa samsvörun við allt að því óyfirstíganlegan þrösk uldinn á milli ljóðs og lesanda, eða jafnvel ljóðs og þess eigin skálds.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.