Málfríður - 15.10.2005, Side 27

Málfríður - 15.10.2005, Side 27
MÁLFRÍÐUR 27 til einhvers annars í hópnum og sagði: „From Anna to Snædís“; Snædís kastaði þá boltanum til einhvers annars í hópnum og sagði: „ From Snædís to“ ... og síðan koll af kolli. „Fleiri útfærslur voru prófaðar s.s. „from Anna to Snædís for Ágústa“ (þá átti viðtak- andinn, Snædís, að rétta Ágústu boltann), eða „from Anna over/under/behind Snædís to Ágústa“eða „from Anna to the person sitting on Snædís’s left“. Þar með gafst færi á að nota þennan nafna leik til að æfa forsetningar og hægri- vinstri staðsetningu ásamt eignarfallsmyndun. Þess má geta að „bolt- inn“ var búinn til á staðnum úr samanvöðluðum pappír, þannig að ekki þarf að fjárfesta í fínum bolta til að geta farið í þennan leik. Skipst á hugmyndum (Bartering of ideas) Mario var umhugað um að þátttakendur fengju óskir sínar uppfylltar og bað okkur því um að skrifa niður 2–3 óskir um viðfangsefni næstu daga. Óskirnar átti að skrifa niður á pappírssnepla sem hann dreifði til okkar, eina ósk á hvern snepil, og var skýrt tekið fram að við ættum að skrifa vel svo að aðrir ættu auðvelt með að lesa rithönd okkar. Óskirnar reyndust af ýmsum toga, svo sem að fá að læra meira um talþjálfun, að læra um það hvernig mætti gæða kennslubækurnar meira lífi og hvern- ig maður gæti orðið betri kennari án þess að auka vinnuálagið. Þegar allir höfðu lokið við að skrifa, bað Mario hvern og einn um að „selja“ öðrum þátt takendum námskeiðsins óskir sínar í skiptum fyrir aðrar óskir (svona líkt og maður skipti á serv- éttum hérna í gamla daga!). Allir gengu um, kíktu á það sem hinir höfðu skrifað og áttu býsna lífleg viðskipti. Í leiðinni komst maður að sjálfsögðu að því hvaða spurningar og óskir aðrir þátttakendur báru í brjósti. Mario kallaði þessa aðferð „a silly mechanism for finding out what others think“og taldi hana gagnlega í ýmsu samhengi, til dæmis til að fá nemendur til að skiptast á skoðunum um bók- menntaverk. Tvíræðar setningar þýddar á íslensku Ein æfing, sem mætti flokka sem orðaforðaæfingu en jafnframt upplestrar- og hlustunaræfingu, fólst í því að þýða nokkrar setningar af ensku yfir á íslensku. Hver setning hafði að geyma tvírætt orð, þ. e. orð sem skilja má á tvo eða fleiri vegu. Mario byrjaði á að lesa setningarnar upp á ensku; við (nemendurn- ir) áttum að snara þeim umsvifalaust yfir á íslensku en láta eiga sig að skrifa þær niður á ensku. Næsta skref fólst í að bera þýðingarnar saman í tveggja til þriggja manna hópum. Stundum höfðu þátt- takendur skilið setningarnar eins en stundum voru þýðingar býsna ólíkar enda höfðu tvíræðu orðin þá verið túlkuð á mismunandi hátt. Sem dæmi um setningar sem Mario las upp má nefna: • Can you make supper tomorrow night? = Geturðu eldað kvöldmatinn annað kvöld? / Geturðu komið í kvöldmat annað kvöld? • I’ve read a lot recently on trains. = Ég hef lesið heilmikið nýverið um borð í lestum. / Ég hef lesið heilmikið nýverið um lestir. • It’s too easy to forget it. = Það er of auðvelt að gleyma því. / Það er of auðvelt til að gleyma því? • Is the book dated? = Er bókin orðin úrelt ? / Er bókin dagsett? • I think much of Italian men. = Ég hugsa mikið um ítalska karlmenn. / Mér finnst mikið til ítalskra karlmanna koma. Collective nouns – safnheiti Önnur orðaforðaæfing snerist um safnheiti. Æfingin byrjaði sem upplestur: Mario las upp runu orða- sambanda s.s. a herd of elephants, a clump of trees, a party of tourists ...; nemendur skrifuðu orðin niður og lögðu síðan sjálfstætt mat á fjöldann í hverju til- viki. „A herd of elephants“ myndi til dæmis hafa að geyma á bilinu 10-30 fíla. Næsta skref var að bera saman listana og áætlaðan fjölda í hverju tilfelli. Síðan fengum við lista yfir safnheiti þar sem hægt er að nota a.m.k. tvö sams konar orð. Dæmi: a flock of birds / a flight of birds og a wad of banknotes / a roll of banknotes. Verkefni okkar sem nemenda var einfaldlega að ræða saman í pörum hvort orðasam- bandið við könnuðumst betur við og værum líklegri til að nota. Lokaskrefið fólst í samræðuverkefni þar sem nemendur sóttu í eigin reynsluheim um leið og þeir svöruðu spurningum á borð við: • Have you ever been in a party of tourists? • Can you think of a clump of trees near your house? • What do you feel on seeing a litter of new-born puppies? Þolmynd æfð í samræðum „Verbs used primarily in the passive must be pre- sented in the passive s“, sagði Mario. Með öðrum orðum: það er eðlilegt að kynna í þolmynd þær sagnir sem fyrst og fremst eru notaðar í þolmynd. Í kjölfarið skipti hann okkur í pör sem síðan tóku til við að spyrja og svara til skiptis (spurningarnar fengum við á blöðum, síða A og síða B, sín handa hvorum aðila). Spurningarnar kröfðust þess að við- mælandinn segði frá reynslu sinni af einhverju og flestar þeirra buðu upp á ansi líflegar frásagnir og

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.