Málfríður - 15.10.2005, Side 26
26 MÁLFRÍÐUR
um af þeim aragrúa æfinga og aðferða sem Mario
leiddi okkur í gegnum. Samantektin er langt því
frá tæmandi; því má búast við að þátttakendur í
námskeiðinu sem lesa þessa samantekt sakni þess
að ekki sé minnst á eitthvað sem er þeim ofarlega
í huga. Eins er hætt við að upplifun undirritaðrar
hafi verið önnur en einhverra annarra og því kunni
lýsing mín á einstaka æfingum að vera eitthvað frá-
brugðin því sem þá rekur minni til. Ég vona bara að
þið takið viljann fyrir verkið.
Dagur 1: Ísbrjótsæfingar, nafnaleikir o.fl.
Fyrsti dagur námskeiðsins hófst á ýmsum ísbrjóts-
æfingum sem var ætlað að hrista hópinn saman en
jafnframt gefa okkur sýnishorn af æfingum sem við
gætum sjálf notað í eigin kennslu. Við prófuðum
til dæmis paraæfingar þar sem þátttakendur töldu
til skiptis upp eða niður: 0 – 2 – 4 – 6... og 100 – 98
– 96 – 94... þar til þeir mættust á miðri leið. Þetta var
ágætis heilaleikfimi fyrir mis-talnaglögga tungu-
málakennara. Hópurinn raðaði sér síðan upp eftir
afmælisdögum þannig að þeir sem voru fæddir í
janúar stóðu fremstir og svo koll af kolli. Síðan var
skipt upp í hópa. Þetta var ágætis tilbreyting frá því
að telja saman í hópa eftir „venjulegu“ leiðinni.
Lygasögur og látbragsleikur
Í þriggja-manna hópum var okkur sagt að kynna
okkur á þann hátt að einn átti að segja allt satt,
sá næsti 50% ósatt og sá þriðji allt ósatt; gamanið
fólst í því að greina hvað hafði verið satt og ósatt
hjá þeim sem laug helmingum og að giska á hvaða
mann lygalaupurinn (þriðji aðilinn í hópnum) hefði
að geyma. Mario taldi lygasögur sem þessar henta
vel í vinnu með unglingum, því þeir væru svo upp-
teknir af sjálfsmynd sinni. Annar kynningarleikur
fólst í því að nota látbragðsleik. Tveir þátttakendur
skiptust á að spyrja og svara án orða – allt með
svip brigðum og látbragði; síðan átti hver og einn
að kynna félaga sinn fyrir öðru pari og segja frá því
hverju maður hafði komist að um hann.
Boltaleikir
Til að þátttakendur lærðu nöfn allra í hópnum, lét
Mario okkur fara í boltaleik. Sá sem byrjaði með bolt-
ann (gefum okkur að það sé Anna) kastaði honum
● „Gettu hvað, ég ætla að prófa svona „kinesthetic”
æfingu á eftir.“
● „Enn spennandi. Ég var einmitt að prófa boltaleikinn
í gær.“
● „Ég lét mína skrifa lýsingu á líðan sinni í dag, svona
eins og við gerðum hjá Mario.“
● „Ég byrjaði önnina á að skrifa nemendum mínum
bréf svona svipað og Mario gerði alltaf.“
Frásagnir á þessa lund hafa einkennt samræður
enskukennara við enskudeild Fjölbrautaskólans í
Garðabæ undanfarnar vikur eftir að fjórar okkar
urðu þess aðnjótandi að sækja endurmenntun-
arnámskeið undir handleiðslu Mario Rinvolucri.
Námskeiðið sem bar heitið „Upp úr hjólförunum
– skapandi aðferðir í enskukennslu“ var haldið af
FEKÍ og Endurmenntun HÍ dagana 8.–11. ágúst.
Kennarinn, Mario Rinvolucri, er mörgum að góðu
kunnur. Hann er sérfræðingur í endurmennt-
un tungumálakennara og hefur um árabil kennt
við Pilgrims stofnunina í Canterbury á Englandi
ásamt því að semja fjölda bóka um enskukennslu
og kennslufræði erlendra tungumála. Námskeiðinu
var, samkvæmt því sem segir í námskeiðslýsing-
unni, ætlað að miðla „skapandi aðferðum sem taka
mið af mismunandi markmiðum, námsstíl og getu-
stigum. Einnig hvernig hvetja megi nemendur til að
vera virkir og sjálfstæðir í námi.” Námskeiðið var
í einu orði sagt frábært og síðan hefur andi Marios
svifið yfir vötnum enskudeildar FG.
Námskeiðið stóð í fjóra daga og var hver dagur
tileinkaður fyrirfram ákveðnu þema. Hér er ætlunin
að stikla á stóru yfir efni hvers dags og lýsa nokkr-
Í eftirfarandi greinargerð
segir frá námskeiði sem
haldið var í Reykjavík
með Mario Rinvolucri í
ágúst 2005 á vegum FEKÍ.
Snædís Snæbjörnsdóttir
Snædís Snæbjörnsdóttir, enskukennari FG.
Lífið eftir Mario