Málfríður - 15.10.2005, Blaðsíða 24

Málfríður - 15.10.2005, Blaðsíða 24
24 MÁLFRÍÐUR Nokkrir íslenskir skólar hafa nú þegar tekið þátt í eTwinning og eru ánægðir með það samstarf sem þeir eru komnir í. Verkefni þau sem íslenskir skól- ar vinna að eru meðal annars Water Babies, milli Víkurskóla í Reykjavík og IES A. J. Cavanilles skólans á Spáni, en það fjallar um líf ungs fólks á Íslandi og Spáni og upplifun þess á eigin samfélagi. Verkefnið hófst með einföldum hætti en var að lokum farið að virkja fleiri þætti í skólastarfinu. Water & Fire milli Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu og Kolcsey Ferenc Gimnazium í Ungverjalandi fjallar um nýtingu jarðvarma, samfélag og menningu og líf ungs fólks í löndunum tveimur. Verkefnið hefur gengið vel og á vetri komanda munu þátttakendur heimsækja skóla hvors annars. The Image of the Other milli Flensborgarskóla í Hafnarfirði og Länsi- Lapin Ammatti-Instituutti í Finnlandi er verkefni sem nýtir sér kosti margmiðlunartækninnar til að varpa ljósi á sýn nemenda á hvert annað. Hefur vinnan við það verkefni gengið einkar vel og vakið töluverða athygli meðal annarra nemenda og kenn- ara skólans. Evrópusambandið starfrækir miðlæga þjónustu- miðstöð í Brussel fyrir eTwinning-áætlunina og þau verkefni og skóla sem áhuga hafa á þátttöku, www. etwinning.net. Hjá þjónustumiðstöðinni er hægt að skrá sig og sinn skóla, leita að samstarfsskólum, eftir hugmyndum að verkefnum, tungumáli og löndum, fá aðgang að fjölbreyttum kennslutækjum til nota í samstarfinu (allt frá einföldum spjallrásaforritum í margbrotnari kennsluforrit) og aðra nauðsynlega þjónustu. Einnig geta áhugasamir skoðað þar fjöl- mörg dæmi um góð og áhugaverð verkefni sem þegar hafa verið unnin. Þar er einnig veittur stuðn- ingur og aðstoð við kennara af starfsfólki sem hefur fjölbreytta reynslu að baki á sviði kennslu og sam- starfsverkefna. Hægt er að komast þar í samband við yfir 8000 skóla víðs vegar í Evrópu sem þegar eru skráðir til leiks í eTwinning. Engir styrkir eru veittir í eTwinning. Miðstöð eTwinning-áætlunarinnar í Brussel, www.etwinning.net, hefur hrundið af stað sam- keppni um bestu verkefnin. Keppt er í þremur flokkum: samstarfi milli skóla, uppeldisfræðilegri nýbreytni og nýtingu margmiðlunartækni. Í verð- laun fyrir besta verkefnið í hverjum flokki er ferð fyrir 20 manns úr þeim samstarfshópi sem ber sigur úr býtum, í skólabúðir í Evrópu og á eTwinning hátíð í Linz í Austurríki í janúar 2006. Að auki mun Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins veita 25 fyrstu íslensku skólunum sem hefja samstarf við skóla í Evrópu veglega veðurstöð að gjöf. Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins veitir ráðgjöf um eTwinning-samstarfið til að tryggja að verkefnið falli að uppeldisfræðilegum markmiðum skólastarfsins, hvernig hægt er að bera sig eftir samstarfsskólum og veita upplýsingar um hvað verið er að gera á þessu sviði, sjá www.ask.hi.is/page/etwinning. Fréttasmiðjan (Magazine Factory) Á veffanginu http://www2.edu.fi/svenska/tid - nings fabriken/international/ kemur notandinn að safni tímarita og getur skráð nýtt tímarit. Flest á íslensku. Á veffanginu http://www2.edu.fi/svenska/tidningsfabriken/ international/magazines/tidningsexempel/ sjáið þið dæmi um hvernig svona tímarit getur litið út. Á veffanginu http://www2.edu.fi/svenska/tidningsfabriken/ international/magazines/tidningstest/ er tilraunatímarit sem allir geta spreytt sig á. Þar getið þið meðal annars skipt um mál og reynt á íslensku útgáfuna. Innskráning fyrir kennara: editor ; aðgangsorð: testeditor Innskráning fyrir nemenda: elev ; aðgangsorð: testelev

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.