Málfríður - 15.10.2005, Page 30

Málfríður - 15.10.2005, Page 30
30 MÁLFRÍÐUR fellow who sees unicorns munching lilies“? (Ljúkið við söguna) Notkun kennslubóka – ýmsar leiðir til að nálgast texta At mati Marios er gallinn við allflestar kennslubæk- ur sá að þær fjalla um einhvern þriðja aðila, en ekki „þig og mig“. Þar af leiðandi er það viðfangsefni kennarans að koma fyrstu og annari persónu inn í námið til að hjálpa nemendum að ná betri tengingu við námsefnið. „Our task is to get the students to engage with the texts“. Mario sýndi okkur nokkrar mismunandi leiðir til að vinna með lestexta. Viðfangsefnið var grein, sem hann hafði skipt upp í búta í samræmi við efn- isgreinaskiptingu hennar. Síðan beitti hann fjórum mismunandi upplestraraðferðum við að leiða okkur í gegnum fjórar fyrstu efnisgreinarnar. • Fyrsta efnisgrein: Upplestur (dictation). Mario las upp fyrstu efnisgreinina og við skrifuðum hana niður. • Önnur efnisgrein: Mario las upp 4 setningar og við máttum aðeins skrifa niður fyrsta og síðasta staf hvers orðs. Síðan fylltu pörin í eyðurnar. • Þriðja efnisgrein: Mario las hana upp nokkuð hratt svo við höfðum aðeins tíma til að hripa niður stikkorð (= a dictogloss exercise). Pörin reyndu síðan að skrifa upp setningarnar í heild sinni. • Fjórða efnisgrein: „segulbandsupplestur“. Mario þóttist vera segulbandstæki, og við áttum að gefa honum fyrirmælin START, STOP og GO BACK TO. Síðan hófst upplesturinn og með- limir hópsins kepptust um að hrópa áðurnefnd fyrirmæli, stundum hver í kapp við annan. Þetta form var áreiðanlega ruglingslegt fyrir suma, en var eigi að síður spaugileg og „öðru- vísi“ aðferð til að nálgast texta. „Málfræðibréf“ Í upphafi hvers dags fengum við handskrifað bréf frá Mario þar sem hann deildi með okkur ýmsum vangaveltum, ásamt því að kynna viðfangsefni dagsins. Hann spurði jafnframt hvort við hefðum einhvern tíma skrifað nemendum okkar bréf. Hann hvatti okkur til þess, því það gæti opnað okkur nýjar leiðir til að nálgast nemendur, einkum þá feimnari. Bréfin verða vitaskuld að vera skrifuð frá hjartanu til þess að þau hafi tilætluð áhrif: „These letters must ‘smell real’ in order for them to work“ sagði Mario. Bréfin kallaði hann „grammar letters“ þótt þau fjöll- uðu ekkert endilega um málfræði. Sjálfur sagðist hann nota bréfaskriftir til að deila hugmyndum og hugarástandi sínu með nemendum, kynna ný við- fangsefni eða málfræðiatriði, ræða það sem væri að gerast innan hópsins, koma af stað upprifjun, o. s. frv. Síðan bætti hann við: „If I don’t write to my [students], why should they take the written lang- uage seriously?“ Dagur 4: Ritun af ýmsum toga Dagurinn hófst á æfingum í að klappa og telja. Æfingarnar höfðu það að markmiði að vekja okkur, því Mario sagðist hafa komist að því að við værum um margt ólík nemendum hans af öðrum þjóðern- um. Þeir væru yfirleitt hressir í upphafi dagsins, en þörfnuðust síðan uppörvunar þegar liði á daginn. Við værum hins vegar vart vöknuð í upphafi dags, en virtumst til í að halda endalaust áfram þegar komið væri fram yfir hádegi. Annars var aðalvið- fangsefni dagsins ritun og bréfaskipti. Bréfaskipti innan hópsins Enn á ný afhenti Mario okkur bréf. Í bréfi þessa dags reifaði hann gagnsemi bréfritunar í kennslu og bað okkur síðan bæði um að skrifa honum til baka bréf um okkar eigin reynslu af ritun á erlendum tungu- málum. Hann bað okkur einnig um að skrifa öðrum í hópnum um hvað sem er. Bréfin átti að afhenda um leið og þeim var lokið og síðan átti maður að reyna að svara þeim bréfum sem manni bárust. Allt þetta fór fram í þögn; fyrirmæli Marios voru í bréfinu og hljóðalaust urðu þátttakendur við beiðni hans. Hver og einn kom sínu bréfi til skila til kennarans og tók svo til við að skrifa til annarra í hópnum. Mario sjálf- ur skrifaði í gríð og erg og náði að ég held að svara með stuttu bréfi öllum þeim bréfum sem honum bárust. Geri aðrir betur! Skrifað út frá textasýnishornum Mario sýndi okkur bókina The Pillow Book of Sei Shonagon sem skrifuð var af japanskri hirðmey á 10. öld. Í bókinni er að finna safn ýmiss konar texta; til að mynda lásum við stuttan lista yfir hluti sem höf- undi fannst vekja upp hreinlætistilfinningu, annan lista yfir hluti sem gáfu höfundi óhreinindatilfinn- ingu og þann þriðja yfir hluti sem þóttu unaðslegir (sá listi var lengstur). Í kjölfarið bað Mario okkur um að velja okkur einn af þessum listum sem fyrirmynd eigin lista. Markmiðið var að sýna fram á gagnsemi þess að skrifa eftir fyrirmynd án þess þó að herma nákæmlega eftir fyrirmyndinni. Ritunaræfingar í pörum Ritunarþjálfun í tungumálakennslu getur farið fram

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.