Málfríður - 15.10.2005, Qupperneq 8

Málfríður - 15.10.2005, Qupperneq 8
Hvað er CLIL? Í stuttu máli má segja að CLIL sé yfirheiti yfir ýms ar skyldar aðferðir sem leggja áherslu á að samþætta kennslu í námsgreinum og tungumálum, s.s. „bilingual content teaching“ og „content-based lan guage teaching“. Það sem hér er átt við er að náms grein og tungumál eru samþætt, t.d. saga og þýska eða landafræði og enska, þannig að kennt er á erlenda málinu en báðar greinar vega jafnt, bæði hvað við kemur markmiðum, innihaldi og mati. Talað er um CLIL sem aðferð en ekki sem aðferð í tungumálakennslu eingöngu, heldur er lögð jöfn áhersla á bæði tungumálið og hina námsgreinina. Tungumálið er inntak miðilsins. Það má segja að CLIL felist í eftirfarandi: „Teaching a subject through a foreign language, not in a foreign language“. Það er mjög mikilvægt að bæði greinin og tungumálið standi jafnfætis. Markmið með CLIL eru einkum þau að stuðla að • þverfaglegu námi • aukinni færni í erlendum tungumálum • dýpri skilningi á lykilhugtökum þeirra náms- greina sem samþættar eru tungumálanáminu • nemendasjálfstæði (learner autonomy) Evrópuráðið hefur um áratugaskeið unnið að rann- sóknum og þróunarverkefnum á sviði tungumála- náms og tungumálakennslu sem hafa haft mikil áhrif á námskrár og kennsluhætti víða í Evrópu. Má þar nefna The European Language Portfolio og The Common European Framework of Reference for Lan guages. Það er yfirlýst stefna Evrópuráðsins að allir íbúar álfunnar læri a.m.k. tvö erlend tungumál frá unga aldri. Tungumálanám hefur augljóst gildi á tímum þegar Evrópa er að verða einn vinnumark- aður og flutningar milli landa eru tíðir. Auk þess stuðlar tungumálanám að gagnkvæmum skilningi milli þjóða og umburðarlyndi gagnvart þeim sem tala önnur tungumál og eiga rætur í annarri menn- ingu. Unnið hefur verið ötullega að því innan Evr ópu- ráðsins að finna leiðir til að gera tungumálanám markvissara þar sem sýnt er að tungumálakennsl- an, í þeim farvegi sem hún hefur verið, skilar ekki alltaf nógu góðum árangri miðað við þann tíma sem í hana er varið. Umræðuefni ráðstefnunnar var kennslufræðileg nálgun sem kallast Content and Lan guage Integrated Learning (CLIL). CLIL er talið geta stuðlað að markvissara námi og kennslu, bæði í tungumálum og þeim námsgreinum sem kenndar eru á tungumálinu sem um ræðir. 8 MÁLFRÍÐUR Dagana 10.–11. mars 2005 sóttu Auður Torfadóttir og Bryn- hildur A. Ragn arsdóttir fyrir hönd mennta málaráðu neyt - isins ráðstefnu í Lúx embourgar undir heitinu The Chang- ing European Classroom – the Po ten tial of Pluri ling ual Edu cation. Ráðstefnan var hald in á vegum ríkisstjórnar Lux emborgar sem fer með forsæti í Evr ópu ráðinu árið 2005. Auður Torfadóttir og Brynhildur A. Ragnarsdóttir Auður Torfadóttir, dósent KÍ og Brynhildur A. Ragnarsdóttir, kennsluráðgjafi, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Tvíþætt nám (CLIL) „Content and Language Integrated Learning“

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.