Málfríður - 15.10.2005, Blaðsíða 28

Málfríður - 15.10.2005, Blaðsíða 28
28 MÁLFRÍÐUR samræður. Dæmi um spurningar í þessu verkefni eru: • Have you ever been stranded late at night with no transport and had to find some way of gett- ing home? Describe what happened. • Do you know anyone who has been paralysed? Tell me something about them, please, about how they got paralysed and about how they cope. • Are you the kind of person that gets mesmeris- ed by a book, an event or another person? Do you know anyone who gets mesmerised in this way? • Do you know anyone whose house has been gutted by fire? • Have you ever been fined? Hreyfiskynsæfingar Nemendur nota ólíkar aðferðir við að læra. Sumir læra best með sjónrænni nálgun meðan aðrir reiða sig meira á heyrnina. Svo eru þeir sem læra best með því að framkvæma hlutina. „They learn by doing rather than seeing“. Oft er um að ræða fyrir- ferðarmikla nemendur sem eiga erfitt með að sitja kyrrir löngum stundum. Hreyfiskynsæfingar (kines- thetic exercises) henta þeim því vel. Mario leiddi okkur í gegnum nokkrar æfingar af þessum toga til að útskýra mál sitt. Ein æfingin fólst í því að æfa kennimyndir óreglu- legra sagna með hreyfingum sem við könnumst við úr laginu „Höfuð, herðar, hné og tær“. Fyrsta kenni- mynd var æfð með því að teygja hendur í átt að tám, önnur með því að rétta sig upp til hálfs og leggja hendur á mjaðmir og sú þriðja með því að teygja hendur upp yfir höfuð. Þetta á við í tilviki sagna svo sem go-went-gone eða swim-swam-swum; kenni- myndirnar þrjár eru mismunandi. Í tilviki sagna eins og cut-cut-cut eða let-let-let myndi aðeins vera notuð ein hreyfing, og síðan einungis tvær hreyfing- ar fyrir sagnir eins og kneel-knelt-knelt eða have- had-had. Önnur hreyfiskynsæfing fólst í því að mynda pör og skrifa síðan orð með einum fingri á bak félagans sem síðan svaraði með viðeigandi orði á bak þess fyrri. Svona æfing hentar til að æfa ýmislegt sem kemur í tvenndum, s.s. andstæð lýsingarorð (hot – cold, tall – short) eða óregluleg fleirtala nafnorða (child – children, corpus – corpora). Enn ein æfingin fólst í því að tíu nemendur voru fengnir til að standa sem fulltrúar fyrir jafn- margar borgir í Bretlandi. Þeir byrjuðu á að raða sér upp þannig að þeir mynduðu kort af Bretlandi: Aberdeen stóð að sjálfsögðu nyrst, þá Edinburgh og Glasgow, ... og svo Exeter og Southampton syðst. Síðan gekk Mario á milli þeirra og spurði hvern og einn leiðandi spurninga sem miðuðu að því að miðla fróðleik og ýmsum upplýsingum um hverja borg fyrir sig. Dagur 2: Sagnalist, raddbeiting, óhefðbundnar orðaforðaæfingar o.fl. Skynjun orðaforða Hvernig látið þið nemendur ykkar vinna með nýjan orðaforða? Þurfa þeir að þýða nýju orðin á íslensku? Eða nota þau í setningum? Eða greina þau eftir orð- flokkum? Hvað með að skynja orð? Þetta var meðal þess sem Mario kenndi okkur á öðrum degi nám- skeiðsins. Nemandinn skiptir blaði í fjóra dálka með fyrirsögnunum I see, I hear, I smell og I feel. Kenn- arinn les 20–30 orð upphátt og nemandinn skipar þeim í dálka eftir því hvernig hann upplifir orðin. Orðin sem lesin eru upp eru gjarnan orð sem hefur verið unnið með nýlega, t.d. í lestexta, og æfingin er því hugsuð sem frekari vinna með þessi orð eða upprifjun. Áhersla er lögð á tengsl einstaklingsins við orðin, sem gerir þau eftirminnilegri fyrir nem- andann. Tökum sem dæmi örfá orð úr 6. kafla í First Certificate Reading (bls. 38). Dálkaskiptingin og flokkun orð anna er mín. Mér finnst ég sjái fólk fagna, aðrir vilja ef til vill frek- ar heyra fögnuðinn. Aðalatriðið í þessari aðferð til að læra orðaforða er það að hver og einn búi til sína eigin orðalista sem hafa persónulega merkingu. Önnur æfing af svipuðum toga felst í því að leggja tilfinningalegt mat á orð/orðasambönd sem standa fyrir ákveðnar aðgerðir eða viðfangsefni. Enn á ný hefst æfingin á upplestri : „Buying shoes, writing emails, getting washed, listening to music, reading non-fiction, having my hair cut, creating disord- er“... og um leið og nemendurnir skrifa niður orðin, merkja þeir við þau með plúsum eða mínusum eftir því hvernig þeir upplifa þessi viðfangsefni. I see celebrate matched shopping spree investment-account I hear pounding dialled bet predicting I smell success a meal I feel dazed jealous frustrated tempted determined

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.