Málfríður - 15.10.2005, Qupperneq 22

Málfríður - 15.10.2005, Qupperneq 22
22 MÁLFRÍÐUR þeir nemendur sem tóku þátt í könnuninni þegar náð ótrúlega góðum tökum á að skilja einfalt mælt mál á ensku miðað við að þeir eru byrjendur. Til þess að fá gleggri mynd af stöðunni þarf að leggja skim- un ina fyrir fleiri hópa. Ef þær vísbendingar sem þá fást eru á sama veg, þarf að hafa þær til hliðsjónar við skipulagningu í kennslu og vali á námsefni. Næstu skref Í ljósi þessara niðurstaðna var í upphafi árs 2005 sótt um framhaldsstyrk sem nota á til að fá betri mynd af hlustunarfærni nemenda. Byggir sú ákvörðun á vísbendingum fengnum úr ofangreindri könnun um að hugsanlega eiga námsmarkmið fimmta bekkj- ar í ensku við um yngri nemendur. Verður á haustdögum 2005 gerð könnun meðal nemenda í fleiri skólum, bæði innan Reykjavíkur og úti á landi. Ákveðið hefur verið að leggja hlustunina fyrir í bæði 4. og 5. bekk. Þegar þær niðurstöður liggja fyrir verður hafist handa við að kanna í hvaða mæli samhljómur er milli skilnings nemenda á mæltu máli og hæfni þeirra í að tjá sig á málinu. Nemendur, kennarar og stjórnendur þátt töku skól- anna fá bestu þakkir fyrir samstarfið. Goethe-Zentrum Reykjavík Kulturprogramm Kurse und Stipendien Bücher, Videos, Zeitungen, Zeitschriften Ideen für den Deutschunterricht goethe@goethe.is www.goethe.is Laugavegi 18, í húsi Máls og menningar, sími 551 6061

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.