Málfríður - 15.10.2005, Blaðsíða 6
6 MÁLFRÍÐUR
Bonnefoy bera þessari hugsun glöggt vitni. Á marg-
víslegum stöðum rekst lesandinn á vegvísa á leið
sinni um ljóðið, eins og hann sé sjálfur þátttakandi í
leitinni að því sem ekki finnst, til dæmis:
GILIÐ
Þannig bar til að sverð stóð fast
í miklum steininum.
Hjöltin voru ryðguð, fornt járnið
hafði litað gráar lendar steinsins rauðar.
Og þú vissir að þér bar að grípa
með báðum höndum um allt sem var ekki,
til að rífa
úr skorpu næturinnar óræðan logann.
Orð voru grafin í æðar steinsins,
þau bentu þér leiðina, þekkja og deyja svo.
Gakktu í gil þess sem er ekki, færðu þig burt,
hérna í mölinni er höfnin.
Fuglasöngur
vísar þér á hana á nýrri strönd.
(Úr Eyðimörkin allsráðandi í gær)
Í þessum ljóðlínum má ekki einasta finna fjöl-
dann allan af vísunum í Arthúr konung og sverð
hans, heldur einnig Sigurð Fáfnisbana, sem skildi
fuglasöng eftir að hafa bragðað á hjartablóði Fáfnis.
Þannig fléttast miðaldamýtur inn í ljóðlist Bonnefoys
og dýpka þannig með táknmáli sínu og vísunum í
önnur tákn og aðra leit, þá leit sem lesandanum er
boðið upp á að takast á hendur með ljóðmæland-
anum um ljóðið.
Í bókinni Ritað grjót (Pierre Écrite, 1965) hefur
landslag ljóðsins og tími þess einnig breikkað og
víkkað, þar sem ljóðmælandinn er í senn barn og
gamalmenni og fer um eilífan og endalausan garð
þar sem stendur tré, eins og skilningstré góðs og ills.
Þessi persóna lifnar og deyr til skiptis, svolítið eins
og Dúva forðum, en þó er dýpt þessa sífellda dauða
og endalausu upprisu meiri og ríkulegri. Jafnvel
hátíðlegri.
Ljóðinu Rödd lýkur svona:
Og það að deyja var aðeins í myrkum
brunninum
rétt til að gára botnlaust vatnið sem
bergfléttan drakk af.
Ég elskaði, ég stóð uppréttur í eilífum
draumnum.
Ljóðabálkurinn allur er uppfullur af togstreitu
ljóðmælandans, ljóðsins og skáldsins. Hún verður
eins og sú ólýsanlega nærvera sem er einhvers stað-
ar þar sem ekki verður orðum yfir hana komið. Hún
birtist við og við í mynd guðs sem skapar ljóðið og
er skapaður í sömu mund, jafn óhöndlanlegur og
andartakið milli lífs og dauða:
Guð sem ert ekki, legg hönd þína á öxl okkar,
skissaðu líkama okkar með þyngd endurkomu
þinnar.
Blandaðu til fulls sálir vorar þessum stjörnum,
þessum skógum, þessum fuglasöng, þessum
skuggum og þessum dægrum.
(Úr Ljósið, breytt)
Í tælandi gættinni
Þessi togstreita skáldsins, ljóðmælandans og ljóðs-
ins nær hámarki í hans frægasti ljóðabálki, Í tælandi
gættinni, (Dans le leurre du seuil 1976). Í þeim bálki
koma fram ýmsar persónur sem allar tengjast fljót-
inu sem rennur gegnum ljóðabálkinn eins og þung-
ur og djúpur straumur ljóðsins sjálfs. Þessar pers-
ónur koma hvaðanæva að og frá ýmsum tímum.
Dóttir Faraós bjargar barni, sem ekki er nefnt á nafn,
snemma í ljóðinu. Þetta barn vex og dafnar út allan
bálkinn og ferðast um síbreytilega veröld ljóðsins.
Þessi persóna er endurómur Móse3, þræll og þjóð-
höfðingi, útlendingur og landsfaðir í senn, frelsari
eigin þjóðar sem nær ekki heim sjálfur. Skáldið,
ljóðmælandinn og ljóðið sameinast í þeirri enda-
lausu sköpun sem er tungumálið sjálft, fyrirheitna
landinu sem aldrei verður náð, því sem er alltaf
utan seilingar í síbreytileika sínum.
Á mörkum þessa heims standa höfundur og les-
andi, grípandi brot af óendanleikanum. Í lok ljóðs-
ins segir :
Orðin eins og himinninn
í dag,
eitthvað sem rennur saman og tvístrast.
3 Bonnefoy talar um Móse í þessu samhengi og þá ekki síst úrvinnslu Nicolas Poussin (1594-1665) á björgun Móses (Moïse sauvé des eaux, 1638,
Louvre, París). Litir í ljóðinu öllu sækja mikið í þessa mynd og aðra með sama titli frá 1651. Bonnefoy hefur skrifað margt um Poussin sem er
honum einkar hugleikinn, enda ber víða á litbrigðum táknum og vísunum í verk þessa meistara í ljóðlist hans, þó minna á síðari árum enda hafa
efnistök verið að einfaldast og stillast eftir útkomu Dans le leurre du seuil.