Málfríður - 15.10.2005, Blaðsíða 7

Málfríður - 15.10.2005, Blaðsíða 7
MÁLFRÍÐUR 7 Orðin eins og himinninn, endalaus en allur um stund í litlum polli. Þannig sameinast í örskoti andartaks og örlitl- um polli, heimurinn allur og sá sem horfir á hann, skáldið/ljóðmælandinn. Þessi persóna, sem líka hefur dregið lesandann með sér, lifir fyrir og í gegn- um orðin. Ljóðið er lifandi og er sér meðvitað um eigin endalausar merkingarvísanir. Bonnefoy hefur sjálfur sagt að hann yrki ekki eitt og eitt ljóð sem einhverjar sjálfstæðar eindir til að raða þeim saman í kver, heldur er hvert orð og hvert ljóð hluti af stærri heild. Jafnvel vill hann stundum líta svo á að hvert ljóðbrot eða heilt ljóð sé ort inn í og upp úr því ljóðræna flæði sem skáld- skapur hans er. Þannig eru efnistök þessa skálds í stíl við innihaldið, eitthvað sem hleður utan á sig, sem þroskast að visku og vexti, eins og guðlegt barn sem eflist við hvert orð sem það lærir. Það er einnig áberandi, við lestur ljóða hans hvernig orð og orðasambönd eru tekin upp aftur og aftur í nýju samhengi, í nýju ljósi, eins og þau séu enda- laust enduruppgötvuð. Þær vísanir í Arthúr konung sem nefndar hafa verið, umbreytast til dæmis í litla hversdagslega hluti, hringborð konungsins verður lítið borð í afskekktu horni appelsínulundar, sverð hans verður að ryðg uðu járnarusli á víðavangi og öfugt. Á þennan hátt verða allir þessir hlutir, staðir, litir og tilfinningar sem verða á vegi lesandans eins og örsmáir og margbreytilegir kubbar í heimsmynd hins ljóðræna veruleika, þess veruleika sem aldrei verður höndl aður en stundum numinn í stuttri sýn eins og glampi af himnum í litlum polli. Í þessum óhöndlanlega veru leika felst einnig nærveran sem minnst var á hér fyrst, allt að því guðleg vera sem aldrei er þó hægt að henda reiður á, eitthvað sem er og er ekki handan við gættina inn í veröld ljóðsins, handan skrefsins sem aldrei verður stigið. Í upphafi var orðið Á milli útkomu ljóðabálksins Í tælandi gættinni og Ritað grjót liðu 10 ár án útkomu ljóða frá Bonnefoy. Hann var þá upptekinn við fræðistörf og kennslu, og þegar langþráð ljóðabók kom út var henni tekið sem meistaraverki þessa merka skálds. Þær bækur sem hafa komið út eftir það hafa óneitanlega liðið svolítið fyrir það að koma á eftir bók sem var við útkomu strax álitin hápunkturinn á ferli Bonnefoys. Þremur árum eftir útkomu þess verks kom út safn- rit með ljóðum hans, svona svolítið eins og væri búið að setja punkt aft an við ljóðlistina hans. Árið 1980 kom svo út ljóða bók, (L’Origine du langage) og síðan þá hefur Bonnefoy gefið út 7 ljóðabækur. Sömu hlutir og fyrr eru honum hugleiknir, samband tungumálsins og heimsins, myndir og hlutir sem umbreytast og líkt og flæða um þá ljóðrænu veröld sem hann hefur verið að byggja frá fyrsta orði síns fyrsta ljóðs, þar sem upphaf og endir eru eitt, þar sem orðin eru eins og himinninn. Síðustu orð ljóðabálksins Þar sem örin lendir (Là où retombe la flèche, aukahluti síðustu ljóðabókar Bonnefoy, Début et fin de la neige, 1991) er upptaln- ing á því sem vekur von og lýkur listanum svona: Og ljósið, sem komið er á ný; eldurinn þar sem allt byrjar og þar sem öllu lýkur. Hvaða tal hefur risið upp í kringum mig, hvaða öskur af munni sem er ekki hér? Það er varla að ég heyri öskrað á mig, Það er varla að ég finni þennan andardrátt nefna mig Samt er þetta öskur á mig frá mér komið, Ég er múraður inni í eigin sérvisku. Hvaða guðlega eða furðulega rödd hefði samþykkt að setjast að í minni þögn? (Quelle parole a surgi près de moi, Quel cri se fait sur une bouche absente? A peine si j’entends crier contre moi, Apeins si je sens ce souffle qui me nomme. Pourtant ce cri sur moi vient de moi, Je suis muré dans mon extravagance. Quell divine ou quelle étrange voix Eût consenti d’habiter min silence?) Höfundur: Yves Bonnefoy Þýðandi: Sigurður Ingólfsson DÚVA TALAR (Úr Um kviku og kyrrðir Dúvu, 1953)

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.