Málfríður - 15.10.2005, Side 29

Málfríður - 15.10.2005, Side 29
MÁLFRÍÐUR 29 Sagnalist og raddbeit- ing Aðalviðfangsefni þessa dags var annars sagnalist (story-telling) og raddbeit- ing. Mario sýndi með ótal li trík um og eftirminnileg um dæmum hvernig raddbeit- ing og líkamsstaða hefur áhrif á frásögn. Hraði, tón- hæð, orðaval, þagnir, augn- samband, hreyfingar og svip brigði þess sem segir sög una eru tæki sem sögu- maðurinn getur notað til að lita og krydda frásögnina. Máli sínu til stuðnings sagði Mario okkur brandara, lygasögur og alls kyns sögur, jafnt af sjálfum sér og öðrum, og lék sér jafnvel að því að segja sömu söguna tvisvar með mismunandi rödd eða öðrum blæbrigðum. Að sjálfsögðu fengum við síðan að æfa okkur í pörum. Dagur 3: Sagnalist Sagnalist var áfram í brennidepli á þriðja degi nám- skeiðsins, sem hófst á því að þátttakendur skiptust á að segja brandara. Mario brýndi fyrir okkur þær staðreyndir að allir upplifa sögur á eigin hátt og að nemandinn tileinkar sér námsefni betur með því að persónugera það. Ein leið að því markmiði er að fá nemendur til að segja sögur. Ör-ævisögur Ein tegund frásagna sem flestir ættu að ráða við er að segja frá afmörkuðum þætti í lífi sínu. Mario kall- aði þetta „limited autobiographies“ og þuldi upp langan lista af hugsanlegum frásagnarefnum: ég og svefn; ég og hárið mitt; ég og lestur; ég og snjór; ég og eldur; ég og systkini; ég og einvera; ... Þessu fylgdi að sjálfsögðu sýnishorn frá kennaranum og síðan fengum við tækifæri til að spreyta okkur í pörum á því að segja svona sögur. Saga af sögu Næsta dæmi um frásögn var nokkuð óvenjulegra. Sjálfboðaliði úr hópi nemenda var fenginn til að segja frá einhverri lífsreynslu sinni. Áheyrendur útskýrðu síðan hvernig þeir sáu atburðarás frásagn- arinnar og lýstu þeirri mynd sem kom upp í hugann þegar sagan var sögð, svo sem hvernig birtan var, hvaða liti þeir sáu fyrir sér og hvaða tilfinningar bærðust með þeim. Sömu aðferð væri vel hægt að nota eftir lestur smásögu, þ.e. hvað sá lesandinn fyrir sér við lestur hennar, hvers kyns hljóð heyrði hann, hvers kyns lykt fann hann, o.s.frv. Sagnalist og ritun Að sjálfsögðu er upplagt að þjálfa ritun í gegnum það að segja sögu. Nemendur geta vitaskuld skrif- að sögu frá eigin brjósti, en stundum er gott að fá aðstoð – jafnvel ramma að sögu – sem nemandinn getur svo fyllt inn í. Gott dæmi um þetta er æfing sem Mario kallaði „a sandwiched story“. Til grund- vallar lagði hann smásögu af manni og einhyrningi, „The Unicorn in the Garden“ eftir James Thurber. Hann las valda stuttra og umorðaða búta úr sög- unni upphátt fyrir okkur. Verkefni nemendanna, þ. e. okkar, var að skrifa niður söguna eftir honum, lið fyrir lið, og bæta jafnframt við hana í samræmi við fyrirmæli kennarans. Sagan og fyrirmælin voru sem hér segir: 1. The man went to the window and looked out. (Lýsið manninum) 2. There in the garden he saw a white unicorn munching white lilies. (Lýsið garðinum) 3. The man turned away from the window and woke his wife up: „Dear, there’s a unicorn in the garden, munching lilies“. - „Don’t be silly, dear. We have no lilies and the unicorn is a mythical beast.“ (Lýsið konunni) 4. The man went down into the garden and sat him self down on a bench. Soon he drifted off to sleep and dreamt about ... (Hvað dreymdi hann?) 5. In the meanwhile, his wife rang the hospital who quickly dispatched a psychiatrist with a straight-jacket. On arrival, the psychiatrist and the man’s wife went down into the garden. The doctor woke the man up: „Are you the Mario Rinvolucri og fleiri.

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.