Málfríður - 15.10.2005, Blaðsíða 9

Málfríður - 15.10.2005, Blaðsíða 9
MÁLFRÍÐUR 9 • innihald í tungumálanámi verði merkingar- bærara og hagnýtara • heildstæðara námi þar sem einangrun náms- greina er rofin • samvinnu kennara • auknu menningarlæsi Hversu útbreitt er CLIL? Í yfirliti sem gefið var á ráðstefnunni kom í ljós að Ísland er eitt sjö landa þar sem enn eru ekki skráð dæmi um kennslu í anda CLIL. Það er hins vegar mjög misjafnt eftir löndum hve langt þau eru komin og hvernig CLIL er útfært, í hvaða tilgangi, hvaða greinar eru helst samþættar tungumálanáminu, hvaða tungumál er algengast að samþætta greinum, í hvaða aldurshópum CLIL er algengast og hverjir annast kennsluna. Víðast hvar er þó einungis um fáa skóla að ræða. Þær greinar sem oftast eru kenndar á erlendum málum eru félags- og hugvísindagreinar þó að aðrar greinar séu einnig nefndar á nafn og enska er það tungumál sem oftast er um að ræða þó að önnur tungumál komi einnig við sögu. Það eru dæmi um skóla sem bjóða upp á samþættingu í þremur erlendum málum og þremur námsgreinum og sums staðar eiga nemendur þess kost að taka t.d. stúdents- próf í sögu á þýsku og fá þá aukapunkta út á það. CLIL hefur verið útfært á öllum skólastigum, frá leikskóla upp í háskóla og í starfsmenntageiranum, þó algengast sé það í efri bekkjum grunnskóla og á framhaldsskólastigi. Þeir sem annast kennsluna eru annað hvort kennarar sem eru jafnvígir á tungumál og grein eða teymi tveggja kennara. Það kom fram að sums staðar er kennslan borin uppi af kennurum sem hafa erlenda málið að móðurmáli og eru jafn- framt sérfræðingar í þeim greinum sem um ræðir. Þetta þykir ekki vera framtíðarlausn og æskilegra sé að leggja áherslu á samvinnu kennara. Það sem vakti athygli okkar var að mjög víða er CLIL einungis opið úrvalshópum nemenda sem jafnvel þurfa að þreyta próf til að komast í slíka hópa. Í fyr- irlestrum og umræðum var lögð áhersla á að þannig eigi framkvæmdin ekki að vera og voru nefnd dæmi um hið gagnstæða. Kostir CLIL og það sem til þarf Kostir þess að taka upp kennslu í anda CLIL eru aug- ljósir, sbr. markmiðin hér að framan. Augljóst var að verið var að hvetja þátttakendur á ráðstefnunni til að tala fyrir því að breytingar yrðu gerðar á nám- skrám og ytri aðstæðum náms svo að bjóða mætti upp á sveigjanlegri kennsluhætti á borð við CLIL. Fram kom að forsendur þess að taka upp kennslu- hætti CLIL væru m.a. þær að sérstök þjálfun væri veitt í kennaramenntuninni þar sem CLIL byggir á ákveðinni aðferðafræði og felur í sér sérstök vinnu- brögð. Nokkrar kennaramenntastofnanir hafa nú þegar komið slíkri þjálfun inn í sitt kerfi. Annað sem þarf að vera fyrir hendi er sveigjanleg námskrá. Á Íslandi er námskráin greinilega talsvert sveigjanlegri en í sumum öðrum löndum. Í íslensku námskránni fyrir erlend mál er talað um þverfaglegt nám. Fram kom að í námskrám nokkurra landa hefði þurft að skilgreina sérstakar CLIL námsgreinar eða áfanga til að skapa rými fyrir þessi vinnubrögð. Rýmið í okkar námskrá er til staðar og athuga má hvort áhugi er fyrir samþættingu við tungumál í öðrum greinum. Það sem stendur CLIL sums staðar fyrir þrifum eru ósveigjanlegar lagasetningar um að nám í grein- um eigi að fara fram á móðurmálinu, ósveigjanleg námskrá þar sem nákvæmlega er tilgreint inntak náms og ósveigjanlegt prófakerfi. CLIL vinnu brögð falla mjög vel að European Language Portfolio og eru menn sammála um að það þurfi að innleiða sjálfsmat í ríkara mæli inn í skólana og breyta hefð- bundnu mati til þess að það falli betur að sveigj- anlegum kennsluháttum. Má í því samhengi nefna matsviðmið The Common European Framework of Reference for Languages. Staða Íslands og CLIL Eftir að hafa hlustað á fyrirlestra og tekið þátt í um ræðum á þessari ráðstefnu er okkur ljóst að á Íslandi eru nú þegar sprotar sem geta fallið undir CLIL, þó ekki ef ströngustu skilgreiningu er fylgt. Það voru sýnd ýmis dæmi um CLIL sem minntu mjög á þemavinnu (project work) sem tíðkast hefur hér á landi um árabil, við vitum dæmi þess að námsgreinar hafa verið kenndar á erlendum málum og einnig getur þetta átt við ýmis alþjóðleg sam- starfsverkefni sem víða eru fastir liðir í starfsáætl- un íslenskra skóla. Það er því ljóst að útfærslan er margvísleg. Við höfum fundað með fulltrúum menntamálaráðuneytisins um þessi mál og höfum m. a. bent á að CLIL gæti verið verðugt þróunar- verkefni og árið 2005 var það raunar eitt af forgangs- verkefnum European Label sem er viðurkenning á nýbreytniverkefnum í tungumálakennslu. En hér getur verið að Ísland hafi sérstöðu vegna smæðar málsamfélagsins eins og við bentum á í umræðum á ráðstefnunni. Af þessari ástæðu eru CLIL skorður settar hér á landi en það getur verið kærkomin viðbót þar sem aðstæður bjóða upp á slíkt.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.