Málfríður - 15.10.2005, Blaðsíða 18
18 MÁLFRÍÐUR
Eftirfarandi erindi var
flutt á málþingi um gildi
er lendra tungu mála fyrir
íslenskt samfé lag sem
haldið var í Verzl un ar-
skól an um 23. sept. 2005
Björn Þorsteinsson
Björn Þorsteinsson, stundakennari í heimspeki við HÍ.
Tungumál: Lykill að háskólanámi
Með leyfi fundarstjóra langar mig að hefja mál mitt
með því að lesa gamalkunnar ljóðlínur:
Hann sem fór áður vegar vilt í borgu
og vínin drakk í margri ljótri kró,
hann sem var áður haldinn þýngstu sorgum,
– hugsaði bitrast er hann glaðast hló,
hann sem var áður afglapinn á torgum
er orðinn skáld í Hallormsstaðaskóg.1
Þannig orti Halldór Laxness í ágústmánuði árið 1926,
í hinu fræga kvæði sínu sem ber heiti þess staðar þar
sem kvæðið varð til: Hallormsstaðaskógur. Áður
en ég skýri fyrir ykkur hvers vegna ég tek þann
kostinn að leyfa þessum góðu ljóðlínum að hljóma
hér á meðal okkar í dag er vert að rifja lítillega upp
þann jarðveg sem kvæðið er sprottið úr. Hinn ungi
höfundur er þarna nýkominn heim til fósturjarð-
arinnar eftir að hafa dvalist langdvölum erlendis
– hann talar raunar um það í kvæðinu að hann sé
„alkominn heim“, og vera má að það sé einmitt rétt
í skáldlegum skilningi þó að ekki hafi það verið svo í
eiginlegri merkingu. Vefarinn mikli frá Kasmír er full-
skrifaður og bíður útgáfu; Halldór Guðmundsson
orðar það svo í ævisögu sinni um Laxness að með
þeirri bók hafi „Halldór ekki bara skrifað sig frá
kaþólskunni heldur líka frá sjálfhverfubókmennt-
um aldamótanna“.2 Hið tilvonandi nóbelsskáld er
á leiðinni heim eftir að hafa (í bili að minnsta kosti)
svamlað nóg í þeim erlendu straumum sem hann
hafði kastað sér út í strax á unglingsaldri – hann er á
leið í fangið á fósturjörðinni og til stefnumóts við þá
alþýðu manna sem þar hefur mátt draga fram lífið í
aldaraðir, og það er engin tilviljun að síðar í þessari
sömu ferð um Austurland lendir hann í þeim hrakn-
ingum sem síðan urðu innblástur að Sjálfstæðu fólki.
En hvers vegna er ég að vekja máls á þessu kvæði
skáldsins hér og nú? Svarið býr í síðustu tveimur
ljóðlínunum sem ég las: „hann sem var áður afglap-
inn á torgum / er orðinn skáld í Hallormsstaðaskóg“.
Þegar ég byrjaði að velta vöngum yfir þessu erindi
sem ég var (af einhverjum ástæðum) beðinn að
halda hér í dag, þá sóttu þessar ljóðlínur á mig og
létu mig ekki í friði, og þá var ekki annað að gera
en að svara því kalli, reyna að kveða þessar línur
í kútinn – eða, ef til vill, kveða þær upp á nýtt, að
vísu í óbundnu máli og með sérstöku tilliti til hátíðar
okkar hér í dag. Látum okkur sjá hvort mér tekst að
minnsta kosti að koma frá mér drögum að svari við
kalli þessara ljóðlína.
Beinum fyrst sjónum að fyrri hendingunni, þess-
ari gullfallegu hendingu þar sem íslenskan virðist
svífa á vængjum einhvers æðri máttar: „hann sem
var áður afglapinn á torgum“. Hvað á skáldið við?
Það liggur í augum uppi, er það ekki, að hann er
að tala um sjálfan sig, um þann afglapa sem hann
var þegar hann gekk um torg og stræti og dvaldi
raunar á knæpum líka og gistihúsum, á erlendri
grund, í ókunnum borgum. Og hvers vegna var
hann afglapi, þessi ljóngáfaði og stórhuga maður
sem einnig hlýtur að hafa haft, þrátt fyrir allar efa-
semdir sem að honum kunna að hafa læðst í tímans
rás, nærri því botnlaust sjálfsálit? Hér er einfalt svar
við þeirri spurningu: hann var afglapi vegna þess
að hann var ekki innfæddur, hann talaði ekki tungu-
málið reiprennandi og á honum sást að siðirnir sem
voru við lýði í landinu þar sem hann var staddur
1 Halldór Kiljan Laxness, Kvæðakver, 3. útg., Reykjavík, Helgafell 1956, s. 20.
2 Halldór Guðmundsson, Halldór Laxness – ævisaga, Reykjavík, JPV útgáfa 2004, s. 196.