Málfríður - 15.10.2005, Qupperneq 21
MÁLFRÍÐUR 21
ekkert kæmi þeim á óvart þegar að sjálfri skimuninni
kæmi. Skimunin sjálf var í fjórum hlutum – leikin
samtöl af hljómbandi, þ.e. hlustanir af mismunandi
þyngdarstigi. Bæði æfingin og skimunin fóru fram
í sömu vikunni, en þó liðu einhverjir sólarhringar
á milli sem skýrir mismunandi þátttakendafjölda í
hvorum hluta. Áhersla var lögð á að EKKI væri um
PRÓF að ræða heldur var óskað eftir að bæði æfing-
in og sjálf skimunin væru kynntar fyrir nemendum
á þann hátt að þeir væru að taka þátt í könnun sem
leggja ætti til grundvallar þróunarvinnu og því væri
aðstoð þeirra mikilvæg.
Viðfangsefnin
Hlustunin byggir á efni sem gerir ráð fyrir að nem-
endur hafi lært ensku formlega í 100–175 tíma.
Nem endur í skólunum þremur sem þátt tóku höfðu
feng ið kennslu í 12 vikur af þeim 19 sem kennsla átti
að hafa staðið yfir við venjulegar aðstæður. Miðað
við að kennslustundir í ensku í fimmta bekk séu 2 á
viku höfðu nemendurnir því fengið formlega ensku-
kennslu í u.þ.b. 28 tíma! Þetta bendir til þess að þeir
hafi kunnað allmikið í ensku áður en formlegt nám
hófst.
Gögnin sem skimunin byggði á voru geisladisk-
ur með hlustunarefninu, kver með æfingarefninu
– ólitprentað og kver með skimuninni – litprent-
að. Öll hlustunarverkefnin voru í formi samtala
milli tveggja. Öll samtöl voru tvítekin á diskinum.
Nemendum var gefinn nægur tími til að leysa verk-
efnin.
Æfingin var í þremur hlutum
✓ Hlusta og draga línu milli hlutar og staðar.
✓ Hlusta og merkja við eina mynd af þremur.
✓ Hlusta og lita.
Skimunin var í fjórum hlutum – hlustunaræfingar af
mismunandi þyngdarstigi:
✓ Hlusta og draga línu milli hlutar og staðar.
✓ Hlusta og merkja við eina mynd af þremur.
✓ Hlusta og lita.
✓ Hlusta og merkja við eina mynd af þremur.
(Þetta er þyngra verkefni en nr. 2)
Öll viðfangsefnin voru þess eðlis að nemendur
þurftu ekki að lesa texta eða skila frá sér texta á
rituðu máli.
Það sem prófað var
Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu er við val á við-
fangsefnum, orðaforða og áherslum verið að kanna
hvort og í hvaða mæli nemendur geta skilið algeng
orð og einfaldar setningar um sjálfan sig, fjölskyldu
og nánasta umhverfi, þegar talað er rólega og efnið
endurtekið.
Niðurstöður
Hlutfall réttra svara var mjög hátt, þ. e. 48.8% eða
83 nemendur af 170 sem voru með öll 20 atriðin
rétt. Meðaltal réttra svara var 93%. Þrjár spurn ingar
skáru sig úr. Í spurningu 8 kom fyrir notkun orðs-
ins „letter“ í merkingunni bókstafur og svöruðu
76% rétt. Í spurningu 18 strönduðu nemendur á
„couldn’t“, sennilega vegna þess að neitunin renn-
ur saman við sögnina, og svöruðu henni 62% rétt.
Loks skar spurning 19 sig úr þar sem nemendur
hnutu um „weren´t“, sennilega af sömu ástæðu og í
spurningu 18 og gátu 82% nemenda svarað henni
rétt. Athygli vekur að drengir svöruðu oftar rétt en
stúlkurnar og að meiri dreifing er í skilningi stúlkna
en drengja. En eins og sjá má á meðfylgjandi mynd
er munurinn lítill og varla marktækur.
Ljóst er að við upphaf formlegs enskunáms hafa
Viðfangsefni Orðaforði Áherslur
Hlusta og draga línu Heiti algengra hluta Nafnorð og forsetningar
milli hlutar og staðar Staðsetningarheiti
Hlusta og merkja við Athafnir og Sagnir – lýsingarháttur nútíðar.
eina mynd af þremur 1. staðarheiti Nafnorð
Hlusta og lita Litir, staðarheiti, Lýsingarorð, nafnorð og forsetningar.
staðsetningarorð
Hlusta og merkja við Athafnir, aðstæður, Þátíð og samsett neitun, skilningur á
eina mynd af þremur 2. mannlýsingar, heiti meiru en stökum orðum.
algengra hluta í
umhverfi barna.