Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.01.1998, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 08.01.1998, Blaðsíða 1
\ R 25. árgangur • Vestmannaeyjum 8. janúar 1998 • 1. tölublað • Verð kr. 140,- • Sími: 481 3310 • Myndriti: 481 1293 Metsala hjá BrekaVE í Þýskalandi Breki VE seldi afla sinn í Þýskalandi á mánudag og þriðjudag og fékk hæsta meðalverð sem fengist hefur þar í landi fyrr og síðar. Breki seldi í Bremerhaven og var með 155 tonn. Stærsti hluti aflans var karfi að sögn Magna Jóhanns- sonar skipstjóra. Meðalverðið var 187 krónur og heildaraflaverð- mætið 29,i milljónir króna. Meðalverðið í þýskum mörkum var 4,69. „Við erum búnir að fá það staðfest að þetta er langhæsta meðalverð sem fengist hefur í Þýskalandi fram að þessu, bæði í íslenskum krónurn og mörkum. Á fyrsta uppboðinu, klukkan 6 á mánudagsmorguninn, voru seld 16 tonn og fór kílóið á karfanum þá upp í 266 krónur." sagði Magni í samtali við Fréttir á þriðjudaginn. „Við vorum eina skipið á markaðnum enda búið að vera vitlaust veður hér í kring undanfarna daga. Það kom okkur til góða og fyrir vikið fáum við dágóða umbun fyrir að eyða jólum og áramótum á sjó,“ sagði Magni að lokum en þess má geta að Breki var eina íslenska fiskiskipið sem varásjóuntjólin. Gjaldskrár Bæjarveitna hækka Allir taxtar hitaveitu, rafhitunar og almennir rafmagnstaxtar hækka frá og með 1. janúar 1998. Nemur hækkunin á þessum töxtum 1,17 prósentum. Einnig hækka allir taxtar vatnsveitu frá og með I. janúar 1998 um 2,19 prósent. Taxtar vatnsveitunnar breyttust síðast 1. janúar 1997. Þessar hækkanir eru í samræmi við breytingar á neysluvísitölu og samþykkt bæjarstjórnar og stjómar Bæjarveitna þegar gjaldskrá hitaveitu og rafhitun voru lækkaðar l.júlí 1997. Roleg áramút Áramótin í Uestmannaeyjum í óru friðsamlega fram að sögn lögreglu. Eftir heldur leiðinlegt ueður um kuöldið birti til og lygndi og gekk nýtt ár í garð með mikilli skrauteldasýningu. Fyrr um kuöldið uar kueikt í bálköstum lítla fólkinu til ómældrar ánægju. Þróunarfélag Vestmannaeyja kaupir hús undir menningarsetur unga fólksins: Tekur tíl starfa í lok janúarmánaðar Þrónarfélag Vestmannaeyja hefur fest kaup á efri hæð Skólavegar 1 af Isfélaginu undir menningar- tækni- og upplýsingamiðstöð fyrir ungt fóik í Vestmannaeyjum. Kaupverðið er 5,2 milljónir og er staðgreitt. Áætlað er að húsnæðið verði tekið í notkun í lok janúar að öllu óbreyttu. Bjarki Brynjarsson hjá Þróunar- félaginu segir að þetta sé mjög viðunandi verð og að allir séu sáttir við það. „Við höfurn átt í viðræðum við Isfélagið og gerðum þeim tilboð sem gengið var að,“ segir Bjarki. „Þetta eru um 200 fermetrar sem skiptast í þrjá sali og sex herbergi og ég tel að húsnæðið komi til með að henta starfsemi athafnavers, “ eins og Bjarki vill kalla miðstöðina. Bjarki segir að ekki þurfi að kosta miklu til svo að flytja megi inn. „Það er ekki gert ráð fyrir breytingum á innréttingum eða herbergjaskipan. Hins vegar er nauðsynlegt að mála húsið að utan. „Annars verður þetta metið í samráði við þá hópa sem fá inni í húsnæðinu og þá unglinga sem koma til með að notfæra sér að- stöðuna Hann segir að áætlaður rekstrar- kostnaður á ári muni verða um 5 milljónir og að gert sé ráð fyrir einum starfsmanni í hálfu starfi. „Hlutur bæjarsjóðs í rekstrarkostnaðinum er um 2,5 milljónir og við áætlum að annað eins muni nást með styrkjum og útseldum verkefnum, til dæmis með auglýsinga- og heimasíðugerð,“ segirBjarki. Sigurður Einarsson hjá ísfélaginu segir að húsnæðið að Skólavegi I sé byggt 1927 og að það sé í ágætu standi. „Efri hæðin hefur staðið auð nokkuð lengi og hefur ekki getað nýst okkur neitt svo að það hefur staðið til að selja eignina. Núna erum við í viðræðum við eiganda Café Maríu sem leigir neðri hæðina unt kaup hans á þeim hluta.“ Engin loðna finnst ennþá Stefán Friðriksson útgerðarstjóri Vinnslustöðvarinnar segir að loðnuveiðin geti varla verið dapr- ari ef miðað væri við aflalbrögð í byrjun desember. „Það eru þetta fimm til sex skip úti fyrir norðausturlandinu á loðnutrolli. Flestir eru nú að leita að síld, en hún hefur lítið sést. Menn em svona að voma yfir þessu frekar en að gera ekki neitt,“ segir Stefán. Hörður Óskarsson fjármálastjóri Isfélagsins segir engar góðar fréttir, hvorki af loðnu né síld. „Það hefur ekkert fengist eftir áramótin,“ segir Hörður. „Það ei eitt skip frá okkur í leit að loðnu og tvö nótaskip að leita að síld. Antares hefur þó möguleika á að veiða síld og loðnu í flottroll og hugar að hvoru tveggjá loðnu og síld.“ Hörður segir að útlitið sé ekki gott, sérstaklega ef menn hafa líka verkföll hangandi yfir sér. „Við vonum þó að úr rætist í febrúar með loðnuna og hún gefi færi á sér út af suðausturlandinu, eins og hún hefur gert undanfarna vetur.“ Lóðsínn tilbúinn Lóðsinn, sem Skipalyftan hefur verið með í smíðum, er tilbúinn til afhcndingar. Ólafur Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Skipalyftunnar stað- festi þetta í samtali við Fréttir í gær. „Áf okkar hálfu er Lóðsinn tilbúinn til afhendingar. Reyndar höfum við ekki komist í prufu- keyrslu ennþá og hún verður farin alveg á næstunni,“ sagði Ólafur. Ekki vissi hann um afhend- ingartíma og vísaði í því sambandi á bæjaryfirvöld. Ekki náðist í bæjarstjóra í gær til að fá uppgefinn lfklegan afhending- artíma. Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1-s\mi48132 Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn: Alla daga nema sun. Kl. 08:15 Kl. 12:00 sunnudaga Kl: 14.00 Kl: 18.00 Ucrjólfur BRUAR BILIÐ Sími 481 2800 Fax 481 2991 Bokabuðin Heióarvegi 9 - SímL481 1434

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (08.01.1998)
https://timarit.is/issue/375308

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (08.01.1998)

Aðgerðir: