Fréttir - Eyjafréttir - 08.01.1998, Blaðsíða 8
8
Fréttir
Fimmtudagur 8. janúar 1998
Fréttapýramídarnir 1997:
Fréttapýramíd-
arnir veittir í
sjöunda sinn
Afhending Fréttapýramídanna er
orðinn fastur og gildur atburður í
vitund Vestmannaeyinga. Fréttir
ákváðu fyrir sjö árum að veita þeim
aðilum viðurkenningu sem skarað
hafa framúr á sviði menningar,
atvinnu og íþrótta, og vekja um leið
athygli á því sem vel hefur verið
gert á áðurnefndum sviðum mann-
lífsins. Afhending viðurkenning-
anna fór fram á Hertoganum
síðastliðinn mánudag að viðstöddu
ijölmenni, sem þáði kaffi og
bakkclsi sér til gottgjörelsis meðan
á athöfninni stóð.
Arnar Sigurmundsson bauð gesti
velkomna og sagði frá markmiðunum
með veitingu viðurkenninganna og
hversu fastur liður hún væri orðin í
upphafi hvers nýs árs í bæjarlífinu.
Að lokinni ræðu Arnars lék Agnes
Gústafsdóttir, átta ára nemandi í
Tónlistarskólanum tvö jólalög á
blokkflautu, við góðar undirtektir
gesta.
Næstur í ræðustól steig Omar Garð-
arsson sem gerði grein fyrir forsend-
um útnefninganna að þessu sinni.
Ómar sagði að ekki hefði verið
vandkvæðum bundið að finna menn
sem væru verðugir viðurkenninganna.
Þær ættu að sýna það að hægt væri að
Guðmundur, Davíð og Jðhannes með verðlaunagriplna
gera góða hluti betri og ekki síst að
vekja menn til vitundar um það að í
Vestmannaeyjum væri framsýnt fólk
sem vildi sinni heimabyggð allt það
besta sem völ væri á og sem heyra
mætti til framfara og betra mannlífs.
Þeir sem fengu viðurkenningar að
þessu sinni voru Davíð Guðmundsson
í Tölvun fyrir atvinnumál, Jóhannes
Ólafsson formaður knattspymudeildar
ÍBV fyrir störf að íþróttamálum og
Guðmundur H. Guðjónsson skóla-
stjóri Tónlistarskólans, auk þess að
vera organisti og stjórnandi kórs
Landakirkju, fyrir menningarmál.
Eftir að Gísli Valtýsson frarn-
kvæmdastjóri Frétta hafði afhent
pýramídana lék Guðmundur Davíðs-
son nemandi íTónlistarskólanum þrjú
lög á klarinett. Var gerður góður
rómur að og þótti til fyrirmyndar að
aðstandendur Fréttapýramídans
skyldu fá ungt og upprennandi
tónlistarfólk til þess að sjá um
tónlistarfluttning við afhendinguna.
Þykir það sýna að menn horfi til
framtíðar og hafi skilning á þeim
vaxtarbroddum sem felast í ungu
fólki.
Tölvun í samstarf við
erlenda aðila
Davíð Guðmundsson í Tölvun sagði í
þakkarávarpi sínu að hann hefði
komist í kynni við tölvur strax á unga
aldri, þótt nám hans hefði að vísu ekki
snúist um það starf sem hann væri í
núna. Hins vegar hafi hann alltaf sett
markið hátt. Hann hafi farið að vinna
hjá Samfrost sem var sameiginlegt
tölvufyrirtæki frystihúsanna í Vest-
mannaeyjum og enn væri það
þjónustan við frystihúsin sem allt
snerist um. Davíð sagði og að Vest-
mannaeyingar hafi alltaf verið
framsýnir þegar tölvumál hafi verið
annars vegar og benti á að Eyjanetið
hafi nú verið í notkun í tíu ár. Hann
sagði að Internetið væri einn mikil-
vægasti vaxtarsprotinn í atvinnu-
málum þjóðarinnar og það væri stór
þáttur í þvf að „afeinangra" Vest-
mannaeyinga, eins og hann orðaði
það. „Markaðssvæði Tölvunar er
stærra en Eyjar og fastalandið, því að
heimurinn er orðinn eitt markaðssvæði
þegar Intemetið er annars vegar,“
sagði Davíð.
Hann sagði að þau verkefni sem nú
væru í gangi hjá Tölvun væri meðal
annars þáttaka í verkefni tölvu-
fyrirtækja á Norðurlöndum sem
störfuðu á landsbyggðinni, lil þess að
kynna menningararf þjóðanna á
Internetinu. Einnig væri í gangi
verkefni sem héti Virlual Worker sem
snerist um að safna saman mörgum
smáum fyrirtækjum til þess að vinna
sem ein heild. Að lokum þakkaði
Davíð enn og aftur fyrir sig og benti á
að hann væri þó ekki einn í þessu
starfi. Nú væm 7 stöðugildi hjá Tölv-
un og þakka bæri öllu því góða
starfsfólki sem starfaði hjá
fyrirtækinu.
Erlendir f jórfestar hafa
sýnt mfl. ÍBV áhuga
Jóhannes Ólafsson þakkaði heiðurinn
og sagði að hann tæki við viður-
kenningunni fyrir hönd þeina mörgu
sem unnið hefðu að velgengni ÍBV
liðsins á síðasta ári. Hann sagði að
IBV hefði komið Vestmannaeyingum
á kortið og hefði vakið ómælda
athygli og verið auglýsing fyrir
bæjarfélagið sem myndi skila sér þótt
síðar yrði. Hann sagði um framhaldið
hjá IBV að miklir möguleikar væru
fólgnir í knattspymunni og að erlendir
Ijárfestar væru að athuga með
möguleikana á að koma inn í rekstur
félagsins og að það væri verðugt mál
að skoða stofnun hlutafélags um
knattspyrnudeild ÍBV.
Elstu kórfélagarnir
hafa starfað í 40 ár
Guðmundur H. Guðjónsson organisti
og kórstjóri sagðist taka við heiðrinum
fyrir hönd þess hóps sem hann hafi
starfað með. Hann sagði að þeir sem í
kómnum störfuðu ynnu mjög
óeigingjarnt starf, hins vegar hefði
fólk líka ómælda ánægju af starfinu.
Guðmundur sagði að átök og barátta
skiluðu árangri og að viljinn til þess að
gera eitthvað fyrir sjálft sig og sitt
bæjarfélag væri mikill drifkraftur í
starfinu og bætti við að elstu
kórfélagarnir væru búnir að syngja
með kómum í um fjömtíu ár.
Ólafur Lámsson forseti bæjastjómar
þakkaði fyrir hönd Vestmanna-
eyjabæjar þetta góða og merka
framtak Frétta og sagði að á lands-
byggðinni þrifist öflug menningar-,
iþrótta- og atvinnustarrfsemi sem
nauðsynlegt væri að vekja athygli á til
þess að blása mönnum fram-
kvæmdaanda í brjóst.
Að svo mæltu sleit Amar
Sigurmundsson samkundunni og
vonaði að árið yrði fengsælt og
happadrjúgt fyrir Vestmannaeyinga.
Gestir vom mjög ánægðir með þær
viðurkenningar sem veittar voru og
töldu þá er fengu vel að þeim komna
og lýstu yfir ánægju sinni með vel
heppnaða síðdegisstund á Hertog-
anum.
Grímur Marinó Steindórsson
myndlistarmaður hannaði verðlauna-
gripina, eins og hann hefur gert frá
upphafi og þóttu bera það form sem
nauðsynlegt er til að fást við það
öldurót sem framsýnir menn þurfa oft
á tíðum að kljúfa.
Komu í hlut Dawíðs, Guð-
mundar og Jóhannesar
Davíð Guðmundsson ' ^ ^
fékk Frétta-
pýramídann fyrir
framlag til
atvinnumálaí
Vestmannaeyjum.
GuðmundurH.
Guðjónsson organisti
og stjórnandi Kórs
Landakirkju fékk
hann fyrir framlag til
menningarmála og
Jóhannes Ólafsson
formaður knatt-
spyrnudeildar fyrir
framlagsitt
til íþróttamála