Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.01.1998, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 08.01.1998, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 8. janúar 1998 Fréttir 13 í ® (f) TT TF 02] M & \L \L I? K ti U1 "T ° © 0 Ungmennafélagið Óðinn hélt striki sínu og vel það í ár. Þar er aldeilis efnilegt frjálsíþróttafólk sem sópaði til sín verðlaunum í ár. Meðal annars eignaðist Óðinn íslandsmeistara. Hin stórefnilega Helga Eggertsdóttir varð íslandsmeistari í sínum aldursflokki í þrístökki. Hún gerði sér lítið fyrir og stökk alla leið inn í A-landslið Islands í frjálsum og tók m.a. þátt í Smáþjóðaleikunum! Auk hennar eru margir efnilegir drengir á unglings- aldri sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni. Þjáfararnir. Stefania Guðjónsdóttir og Erna Þorleifsdóttir. með Íslandsmeístu- rum ÍBV í 5. flokkí kuenna Árangur yngri flokkanna í fót- ÍBV sem gerði sér lítið fyrir og varð boltanum í sumar var þokkalegur. íslandsmeistari. Þessi flokkur hefur Stelpumar náðu bestum árangri og þar verið ósigrandi undanfarin ár og unnið voru fremstar í flokkar 5. flokkur kv. hvert mótið á fætur öðru. Sunddeild ÍBV er smátt og smátt að eflast. Árangur setti stúlknamet í ár. Innanhússmeistaramót íslands í sundi krakkanna í ár var mjög góður og mátti sjá ótrúlegar fram- fór að venju fram í Eyjum og var ÍBV til sóma. farir. Eva Lind Ingadóttir er þar fremst á meðal jafhingja og Vestmannaeyjameistaramótið var haldið í júlí. í meistaraflokki karla voru aðeins tveir keppendur, þeir Júlíus Hallgrímsson og Örlygur Helgi Grímsson, sem raunar hefði átt að keppa í I. flokki en óskaði þess að spreyta sig í meistaraflokki. Hann stóð sig líka með ágætum þótt ekki tækist honum að skáka Júlíusi sem lék á 307 höggum en Örlygur var á 318. í I. flokki karla sigraði Aðal-steinn Ingvarsson á 306 höggum. í 2. flokki karla sigraði Jóhann Pétursson á 341 höggi, í 3. flokki karla sigraði Sigurður Þór Sveinsson á 364 höggum og í 4. flokki karla sigraði Huginn Helgason á 359 höggum. í unglin- gatlokki sigraði Karl Har-aldson án forgjafar á 317 höggum en með forgjöf sigraði Bergþór Böðvarsson á 242 höggum. f öldungaflokki sigraði Gunnlaugur Axels- son á 170 höggum. En í kvenna-flokki gerðust þau tíðindi að Jakobína Guðlaugsdóttir mátti lúta f gras fyrir hinni stórefnilegu Kolbrúnu Sól Ingólfsdóttur sem lék á 349 höggum meðan Jakobína var á 366. í júlí var einnig haldið Volcanic Open mótið. Að þessu sinni mættu um 100 kylfingar til leiks, þriðjungur úr GV, þriðjungur ofan af landi og svo þriðjungur útlendinga. Mótið tókst í alla staði mjög vel enda em GV-menn orðnir vel sjóaðir í mótahaldi og ekki skemmdi fyrir að veður var hið besta báða dagana. Útlendingamir hrifust mjög af vellinum og höfðu við orð að þeir myndu mæta á ný í næsta mót. Verðlaunagripir voru uppstoppaðir lundar sem vöktu mikla athygli en hvað mest sló þó maturinn frá Veisluþjónustu Gríms í gegn og sögðust gestir ekki fyrr hafa kynnst öðru eins lostæti. Sveitakeppni íslandsmótsins í golfi var haldin í Vestmannaeyjum í sumar. GV átti lið í I. deild en að þessu sinni var við ramman reip að draga og þrátt fyrir hetjulega baráttu máttu okkar menn sætta sig við að falla í 2. deild. Utsala I dag, föstudag og laugardag bjóðum við 30% afslátt af öllum eldri gardínuefnum. 10% til 40% afslátt af fataefnum 20% til 50% afslátt af allri jólavöru ATH. Aðeins í þrjá daga Undir nálina Kirkjuvegi 10

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (08.01.1998)
https://timarit.is/issue/375308

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (08.01.1998)

Aðgerðir: