Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.01.1998, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 08.01.1998, Blaðsíða 16
FRÉTTIR iFrétta- og auglýsingasíminn 481-3310 • Fax 481-1293 FLUTNINGAR - yESTMANNAEYJUM Émmtlím Jt IfHkjl MJA rnm wifiVfH mwr nfWT a tana wfn vri Vöruaffgreiðsla Skildlngovegi 4 Síml 481 3440 Voruafgreiðsla ■ Reykjovik TVO Héðinagata 1-3 SiniSSl 3030 ÖJl mpttaka ferðamanna, skóla- og íþróttahópa onmsii kosh iu\\ i nji \i Sendibílaakstur innanbæjar. Vilhjálmur Bergsteinsson $£Aúlf£AÖAiltL 0481-2943, V 897-1178 Bogi í Eyjabúð selur Friöfinni verslunina: Hefur staðið vakt- ina frá árinu 1963 Eyjabúð var stofnuð árið 1953 af Friðfinni í Oddgeirshólum sem rak verslunina í tólf ár en 1965 keypti sonur hans Finnbogi Friðfmnsson húðina og hefur rekið hana alla tíð síðan, eða í þrjátíu og tvö ár. Nú eru enn að verða kynslóðaskipti í Eyjabúð, því Friðfinnur Finnboga- son hefur nú fest kaup á búðinni og Gunnar sonur hans hafið störf hjá honum. Gunnar segist nú bara hafa unnið í búðinni í þrjá daga, en honum lítist vel á framhaldið og finnist ekkert svo framandi að ímynda sér sig við afgreiðslu í Eyjabúð eftir fjörutíu ár. ,3g ætla að láta reyna á það hveming samstarfið gengur," segir Gunnar og hlær. Finnbogi segist muna tímana tvenna við rekstur Eyjabúðarinnar. „Eftir því sem að smábátaútgerðin hefur minnkað og kvótakerfið gleypt fleiri í þeirri grein hefur það gert róðurinn erfiðari hjá okkur, þess vegna er ég áhugasamur um það að opnað verði fyrir handfæra og línuveiðar," segir Finnbogi. „Ég held samt að Eyjabúð muni lifa áfram. Við verðum bara að laga okkur að breyttum aðstæðum. Við höfum lifað af samkeppnina í gegnum árin og höldum áfram að gera það.“ Finnbogi segir að þeir hafi ekki verið að bruðla neitt í gegnum árin og það sé megin ástæðan fyrir því að reksturinn hafi gert sig gegnum árin. Einnig hafi ekki verið gerðar neinar breytingar á innréttingum verslunar- innar síðan í gosinu 1973, hins vegar hafi búðin fengið andlitslyftingu og allt tekið í gegn eftir gos. Friðfinnur sonur Finnboga bætir einnig við að í gosinu hafi þeir stofnað verslunina Verðandi í Reykjavík svo að ekki hefur verið neina uppgjöf að finna hjá þeim „Svo má ekki gleyma því að við höfum höfum haft trygga viðskipta- vini í gegnum árin og það er ekki svo lítils virði,“ segir Finnbogi. „Við höfum reynt að vera með mikið úrval fyrir útgerðina, hins vegar hafi það breyst á undanförnum árum vegna þess að stærri skipin þurfa annars konar vöru, en smábátarnir." Friðfinnur Finnbogason þriðji ættliðurinn í rekstri Eyjabúðar segist horfa björtum augum fram á við. „Það á eftir að verða uppgangur hér í Eyjum og þess vegna ákvað ég að halda áfram rekstrinum. Aðalatriðið er að eiga hlutina til og að vera með nóg og fjölbreytt vöruúrval. Hins vegar er dýrt að halda mikla lagera svo við reynunt að gæta aðhalds í innkaupum. Ég hef einnig verið með umboð fyrir Úrval-Utsýn og Plúsferðir í Vestmannaeyjum í nokkur ár sem gengið hefur vel og mun halda því áfram.“ Eyjabúö hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar hrjá ættiliði. Finnbogi tók við af föður sínum og nú hefur Friðfinnur sonur hans keypt búðina. Fjórði ættliðurinn, Gunnar sonur Friðfinns, starfar nú við hlið föður síns. Jólasveinarnir, Grýlaog Leppalúði kvödduá úrenándanum með mikílli blysförog álfadansi. Meðbeimí gleðinnivom tröll og forynjur aföllum stærðumog gerðum Sjábls. 14.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.