Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.01.1998, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 08.01.1998, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 8. janúar 1998 Breki lenti í óveðrinu sem gerði hvað mestan usla í Evrópu: Elttþað versta seméghefséð -segir Magni Jóhannsson skipstjóri Breki VE lenti í óveðrinu sem gekk yfir Evrópu um síðustu helgi. Var skipið á leið til Þýskalands og segir skipstjórinn veðrið eitt það versta sem hann hefur lent í á löngum sjó- mannsferli. Breki var í Norðursjónum þegar veðrið var hvað verst en eins og komið hefur fram í fréttum varð mikið tjón á Bretlandi og á meginlandi Evrópu í óveðrinu, sem er eitt það versta sem þar hefur komið. „Fyrst skall hann á með suðaustan fárviðri sem var beint á móti hjá okkur. Þá urðum við að slá af og skáa undan veðrinu. Þetta stóð í tíu til tólf tíma og gerði ég ekki ráð fyrir að ná til Þýskalands fyrr en á miðvikudaginn." sagði Magni Jóhannsson skipstjóri. „Þetta er með verri veðrunt sem ég hef lent í og um svipað leyti var spænskur togari að farast vestur af írlandi. Eftir tíu eða tólf tíma sneri hann sér í sunnan og síðar suðvestan átt og þá gátum við farið keyra nánast fulla ferð.“ Magni segir að þeir hafi haft rúman Breki er gott skip og stóöst átökin við Ægi í Norðursjónum með miklum sóma. tíma og að öllu eðlilegu hefðu þeir átt að koma til Bremerhaven á hádegi á sunnudag. „Þrátt fyrir öll lætin komum við til hafnar klukkan 5 á mánudagsmorguninn. Við vorum eina skipið sem var á þessum slóðum og enginn lóðs hafði verið á fljótinu í tvo daga þegar við komum. Þá var hann dottinn niður í sjö til átta vindstig.“ Tíu eru í áhöfn Breka og segir Magni að þeir hafi aldrei verið í hættu enda skipið gott. Þegar rætt var við Magna á þriðjudagsmorguninn voru þeir að undirbúa brottför. „Við leggjum í hann klukkan eitt að þýskum tíma og nú spáir hann vestan stormi,“ sagði Magni að lokum. LESENDABREF - Svanhildur Gisladóttir Til hamingju Guð- mundur H. Guðjónsson Jólatónleikar Kórs Landakirkju 17. desember 1997. Einsöngur Olafur Arni Bjarnason. Hljóðfæraleikur Andri Eyvindsson klarinett og Védís Guðmundsdóttir þverflauta. Það er orðinn fastur liður hjá okkur hjónunum að mæta á jólatónleika Kórs Landakirkju í kirkjunni á aðventunni. Tónleikamir hafa veitt okkur mikla ánægju og ekki urðum við fyrir vonbrigðum í ár. Tónleikamir voru í einu orðið sagt stórkostlegir. Um jólatónleikana má segja að þeir hafi alltaf verið góðir en þessir slógu öllu við. Til hamingju Guðmundur H. Guðjónsson organisti og söngstjóri. Með nýárskveðju. Svanhildur Gísladóttir. Fundur um oryggis- málsjómanna, Markúsarnetið og björgun manna úr sjó í kvöld fimmtudaginn 8. janúar kl 20:00 verður haldinn fundur um öryggismál sjómanna í Rannsókna- setrinu við Strandveg 50 (Hvíta húsinu). Kynnt verður nýstofnað fyrirtæki hér í Vestmannaeyjum, Sig- mund hf. Fyrirtækið leggur höfuð- áherslu á öryggismál sjómanna. Pétur Th. Pétursson framleiðandi Mark- úsametsins mun rekja sögu og þróun Markúsametsins og kynna nýja tegund netsins. Að lokum mun Pétur kynna björgun manna úr sjó. Að lokinni kynningunni verða opnar umræður, þar sem hægt verður að beina fyrirspurnum til hlutað- eigandi. Kynningin er öllum opin og aðgangur ókeypis. Fréttatilkynning Útsalan hefet í dag öfelátluf öllt að 50% DoDsMÍ Kirkjuvegi 10, & 481-3373 AnnirhiáAsmundi meindýraeyði Asmundur Pálsson meindýraeyðir bæjarins virðist hafa haft í nógu að snúast á árinu 1997. I samantekt yfir aftökur ársins má sjá að alls 1520 skepnur af meindýrakyni hafa fallið í valinn fyrir hans eljustarf. í skýrslu Ásmundar er talað unt átta flokka meindýra og er skiptingin á þennan veg ásamt með fjölda þeirra kvikinda sem fengu far með Karoni ferjumanni yfir móðuna ntiklu: Rottur í plássi hjá Karoni voru 68 og voru þær annað hvort veiddar í gildrur, eitrað fyrir þeim, ellegar þær skotnar. Ekki er getið unt um fjölda nappaðra rotta per aðferð og gildir kannski einu. Mýs er féllu í valinn voru 663 og leið öndin upp af þeim öllum í svokölluðum spenni- gildrum. Svæfð gæludýr voru 3. Onnur óþurftardýr sem svo eru kölluð og ekki skilgreind nánar voru 18, og voru þau annað hvort skotin eða svæfð. Skotnir vargfuglar voru 624 og þótti engunt harmdauði. Athygli vekur hversu margir heimiliskettir fengu dánarvottorð meindýraeyðis eða samtals 100, sérstaklega í Ijósi þess að aðeins 30 villikettir keyptu sér farmiða til fyrirheitna landsins hjá Ásmundi í formi svæfingar eða byssukúlu. Svæfðir hundar voru 14 en þess ekki getið hvort um heimilishunda hafi verið að ræða ólíkt köttum sem bendlaðir em við heimili. Jafnframt ofantöldu er getið um magn eiturs sem notað var til eyðingar músa og rotta. Samtals var notað 195,95 kg eiturs í téðum tilgangi, jafnt í fljótandi sem föstu fomii. Skýrsla slökkviliðsstióra fyrir árið 1997: Rólegt hjá slökkviliðinu Slökkvilið Vestmannaeyja þurfti að sinna 12 útköllum á árinu 1997. I þremur tilfellum var um eld í íbúðarhúsum að ræða og jafnoft í bátum við höfnina. Einu sinni var tilkynnt um reyk sem lagði frá tauþurrkara á bamaheimili og einu sinni þurfti að slökkva eld í bílskúr. Önnur útköll snemst um lausan eld f áhaldageymslu, mslagámi og mosa. Slökkviliðið hélt 29 æftngar á árinu, auk þess sem liðsmenn sóttu tveggja daga námskeið í yfirtendrun hjá Slysavamaskólanum. Einnig hélt liðið þrjár æfingar um borð í skipum ásamt áhöfnum. Liðið kom einnig að slökkviæftngum starfsfólks á fimm stofnunum í bænum. Ein brunaæftng var haldin um borð í m/s Herjólfi ásamt áhöfninni. Eins og undanfarin ár tók slökkvilið Vestmannaeyja þátt í Eldvamarviku Landssambands slökkviliðsmanna í byrjun desember. Heimsóttu þá öll böm úr 5. bekk grunnskólans slökkvi- stöðina. Sigurgeir Jonsson skrifar m tu d egi Af jólatónlist í upphati vill skrifari óska lesendum Frétta árs og friðar. í nýárspistli sínum í fyrra fjallaði skrifari um útgáfu á jólablöðum. Að þessu sinni vogar hann sér ekki slíkt þar sem slíkt gæti farið fyrir hjartað á einhverjum og skrifari vill ekki hafa það á samviskunni að menn fái hjartaáfall vegna skrifa hans. Skrifara hefur löngum verið hugleikið flest það sem snertir íslenskt mál. Þar á meðal em textar við dægurlög. Sumt af því er snilldarvel gert, til að mynda em textar Sigurðar Þórarinssonar, jarðfræðings, hreinar perlur og svo stendur Megas alltaf fyrir sínu. Aftur á móti eru sumir höfundar sem telja nóg að hafa endarím á ákveðnum stöðum auk þess sem efniviðurinn í textagerðinni er heldur rýr. Hingað til hafa íslenskir textar við jólalög verið hinir frambærilegustu. Málvitund höfunda hefur verið í lagi og hjálpað til við að halda málinu réttu. Til að mynda er ekki þágufalls- sýkinni fyrir að fara í ljóðlínunum „Bráðum koma blessuð jólin, bömin fara að hlakka til.” Fyrir ekki löngu kom svo ung söngkona sem söng ljómandi fallegt lag þar sem fyrir kom ljóðlínan „Ég hlakka svo til.” Skrifari hefur oft vitnað í þessa texta í kennslu þegar nemendur hans hafa viljað fara að nota þágufall með sögninni að hlakka til. En svo dundi reiðarslagið yfir. í desember hlustaði skrifari á eina af mörgum nýjum jólaplötuni. Og í lok eins lagsins hljómaði þessi samsetningur: „Og okkur hlakkar öllum til.” Skrifari hefur fyrir satt að þetta tónverk hafi verið sett á bannlista hjá Ríkisútvarpinu og er það vel. Satt best að segja lýsa svona vinnubrögð ekki miklum metnaði og ótrúlegt að útgefendur skuli láta slíka hluti koma fyrir. Þetta er þó ekki einsdæmi, til dæmis minnir skrifara að hann hafþ heyrt Bubba Morthens syngja ljóðlínuna „Ég dreymi um þig.” Og þó að slíkt geti gengið á ensku þá gengur það ekki upp á íslensku. Sennilega hefur aldrei komið út annar eins mýgrútur af jólaplötum og fyrir þessi jól. Sumt gott en því miður allt of mikið af rusli. Nokkrir flytjendur virðast orðið gera út á þennan markað, til dæmis er einn af kunnari gamanleikurum þjóðarinnar nrjög afkastamikill í jólalögum. Honum hefur á stundum tekist vel til en nú þykir skrifara hann orðinn heldur útvatnaður og hreint á mörkunum að hægt sé að bjóða upp á framleiðslu á borð við það nýjasta frá honum. Skrifari var orðinn svo þreyttur á því endemis bulli að hann ýmist slökkti á útvarpinu sínu eða stillti það yfir á gömlu gufuna. Þar á bæ virðast menn hafa svipaðan smekk og skrifari því að ekki heyrði hann þetta gaul þar. Raunar hefur skrifari, þótt jólin séu á enda, ekki stillt yfir á aðrar stöðvar, hann kann ágætlega við gufuna. Bömin hans segja að það sé merki þess að hann sé orðinn gamall. Kannski það sé rétt. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.