Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.01.1998, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 08.01.1998, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 8. janúar 1998 Fréttir 15 Golfarar leika við hvemsinnflngur Golfvertíð GV lauk með Gaml- ársdagsmótinu. Verðlaun í mót- inu eru ævinlega í formi rakettu- pakka. Með þeim fylgdu grfmur og hattar sem vinningshafar settu að sjálfsögðu upp. Frá vinstri, vinningshafar án for- gjafar, Jónas Þór Þorsteinsson, Andrés Sigmundsson og Böðv- ar Bergþórsson. Þá vinnings- hafar með forgjöf: Þóra Giss- urardóttir, Ingi Tómas Björns- son og Atli Elíasson. Veðrið hefur leikið við golfara í haust og hefur varla dottið úr dagur. Flatir eru hvanngrænar og völlurinn mjög góður miðað við árstíma. Keppt hefur verið alla laugardaga frá í nóvember utan eins þegar ekki viðraði til golfs. Knattspyrnan: Erlendir fjárfestar sýna ÍBV áhuga Það vakti athygli við afhendingu Fréttapýramídanna á mánu- daginn, þegar Jóhannes Olafsson formaður knattspyrnudeildar IBV sagði í þakkarávarpi sínu að erlendir fjárfestar ieituðu fast á íslensk knattspyrnulið, að athuga möguleikana til fjárfestinga hér. Einnig að erlendir aðilar óskuðu eftir því að gerast fastir umboðs- rnenn íslenskra liða. „Það er ekkert launungamál að ég fæ að minnsta kosti eina fyrirspum í viku frá umboðsmönnum og fjárfestum erlendis. Þama eru m.a. aðilar sem hafa yfir fjármagni að ráða og ern að kanna hvort fjárfesting í meistara- flokki ÍBV er hagkvæm. Það er ekki meira um þetta að segja núna en það gæti orðið breyting á rekstrar- fyrirkomulagi hjá okkur fyrr en margan gmnar, “ segir Jóhannes. Sigurvin Ólafsson til Englands í næstu viku 1. deilda kvenna - Valur - IBV 26 - 21 Ósigur gegn hísk- um Valsstúlkum Jólin virtust sitja í ÍBV stelpunum í fyrsta leiknum á árinu þar sem þær mættu Val á útivelli. Urslitin urðu 26 - 21 Valsstúlkum í hag og er ÍBV í áttunda sæti 1. deildar með 11 stig eftir 12 umferðir. „Það er mest lítið um leikinn að segja,“ sagði Jón Bragi Amarsson þjálfari eftir leikinn. „Þetta er ekki sniðugur leiktími, 3. janúar svona rétt eftir jólin. Tvær stúlknanna voru að koma beint að utan. Það er þó engin afsökun. Stelpurnar náðu að skapa sér færi en nýttu þau ekki og það dugar ekki gegn markmanni sem ver 20 skot,“ sagði Jón Bragi ennfremur. Um leikinn er það að segja að Valsstúlkurnar voru seinar í gang. Brenndu m.a. af þremur vítum og komst ÍBV í 1 - 4. Eftir það fóru gestgjafamir í gang og náðu að jafna 5 - 5. Náðu síðan forystunni sem þær héldu til loka. Undir lok seinni hálfleiks tókst Eyjastúlkunum að klóra aðeins í bakkann, komust í 20 - 17 en þrjú mörk Valsstúlkna í röð gerðu vonir um sigur að engu. Mörk IBV: Sandra Anuliet 6, Andrea Atladóttir 6/1, Ingibjörg Jónsdóttir 4/2, Sara Óiafsdóttir 2, Unnur Sigmarsdóttir 1, Guðbjörg Guð- mannsdóttir 1 og María Rós Frið- riksdóttir 1. Eglé Pletiené varði 10 skot þar af eitt vítakast. ÍBV átti að leika gegn Stjömunni hér heima í gærkvöldi. Greint verður frá úrslitum leiksins í næsta blaði. „Nú er ljóst að Sigurvin Ólafsson fer til Englands í næstu viku,“ segir Jóhannes Ólafsson formaður knattspyrnudeildar IBV. „Þetta er ferð sem hann fer til reynslu, en hann mun dvelja úti í hálfan mánuð til þess að athuga hveming honum líkar. Það em tvö lið sem koma til greina, en ég tel ekki tímabært að opinbera það nú hvaða lið þetta em,“ Jóhannes segir að þessi ferð Sigurvins sé farin í samstarfi við erlendan umboðsmann með full réttindi frá FIFA. „Þessi umboðsmaður vill að leikmenn séu með samninga og það feliur að okkar kröfum og leikmanna sjálfra." 25% Apótek Vestmannaeyja S. 481-1116 Nýr Hópleikur ÍBV og Frétta Síðari hópleikur ÍBV og Frétta hefst nk. laugardag. Nóg er að mæta íTýsheimilið á laugardag frákl. 10.00 til 14.00 og skila inn röðum. Einnig er hægt að hringja í síma 481- 2861 á sama tíma og skrá sig. Fyrirkomulag er það sama og áður. Skilað er inn tveimur einföldum röðum og gildir sú betri. Sama lága verðið. Hópleikur ÍBV og Frétta er léttur og skemmtilegur leikur og geta allir verið með. Vinsældir hópleiksins hafa aukist í gegnum árin og má segja að varla sé til sú kaffistofa í bænum þar sem ekki er rætt um hann. Boðið er upp á bakkelsi frá Vilberg og kaffi á laugardagsmorgnum þegar röðum er skilað. Vertu með og taktu vin þinn með þér í leikinn. í hópleiknum geta allir unnið. Athugið! Næsta laugardag (2. leikvika) hefst einnig nýr hópleikur hjá íslenskum getraunum og geta allir tipparar fengið hópnúmer hjá ÍBV og verið með í þeim leik. Þátttaka er frí en tippa þarf á félagsnúmer ÍBV, 900, og merkja við hópnúmerið sitt. Sjáumst á laugardaginn Góða skemmtun Stjörnumað urinn Krist- inn Lórusson til ÍBV Jóhannes Óiafsson formaður knattspymudeildar ÍBV segir að Kristinn Lárusson sem leikið hefur með Stjörnunni í Garðabæ muni ganga til liðs við ÍBV á næstu leiktíð. „Þetta er stór og sterkur vinstrifótarmaður. Ég tel að Kristinn eigi eftir að nýtast liðinu vel. Hann er snaggaralegur og efnilegur skallamaður og kemur til með að styrkja Iiðið,“ segir Jóhannes. r Odýrir kjúklingar Hópferð verður á bikarleik ÍBV karla gegn Aftureldingu í Mos- fellsbæ í átta iiða úrslitum nk. laugardag, 10. janúar. Flogið verður með Fáki Fiugfélags íslands kl. 12:00 og komið aftur um kvöldmatarleytið. Leikurinn hefst kl. 16:00. Verð er aðeins 5000 krónur. Innifalið er flug, akstur til og frá leikstað og miði á leikinn. Tilkynna skai þátttöku til Magnúsar Bragasonar í vs. 481 -1523 eða Hlyn Sigmarsson í síma 481-2060. Það er einlæg von okkar að Vestmannaeyingar sjái sér fært að skella sér í hópferð með okkur og styðja okkur gegn Kjúklingunum í Mosfellsbæ. Við lofum bráð- skemmtilegum leik. Strákarnir í mfl. Fjölliðamót í körfunni Dagana 9.10. og 11. janúar næst- komandi fer fram annað fjölliðamót vetrarins í 2. deild meistaraflokks ÍV í körfuknattleik. Mótið verður haldið í íþróttamiðstöð Vestmanna- eyja. Leikir IV verða á eftirtöldum tímum: Föstudaginn 9. janúar kl. 18:30 Laugardaginn 10. janúarkl. 11:30 og 14:30 Sunnudaginn 11. janúar kl 10:00 Vert er að geta þess að ÍV vann fyrsta fjölliðamótið sem haldið var fyrr í vetur og er þess vegna full ástæða til að fólk fjölmenni á leikina og hvetji sína menn. Aðgangur að öllum leikjunum er ókeypis Áfram ÍV Drætti frestað Ákveðið hefur verið að fresta drætti í húsnúmerahappdrætti knatt- spymudeildar til 13. janúar nk. þar sem ekki hafa allir fengið miða sem óska þess. Þeim sem ekki hefur verið boðinn miði er bent á að hafa samband við Tryggva í síma 481- 1867 á milli kl. 8.00 og 17.00 virka daga og Sigurjón í síma 481 -2574 eftirkl. 19.00. Vantar húsgögn Knattspymudeild ÍB V óskar eftir að fá gefins eða gegn vægu verði, húsgögn. Þeir sem geta séð af einhverjum húsgögnum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Þorstein Gunnarsson í síma 481-2060.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-4061
Tungumál:
Árgangar:
50
Fjöldi tölublaða/hefta:
2604
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1974-í dag
Myndað til:
21.12.2023
Útgáfustaðir:
Lýsing:
Héraðsfréttablað Vestmannaeyja.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (08.01.1998)
https://timarit.is/issue/375308

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (08.01.1998)

Aðgerðir: