Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.01.1998, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 08.01.1998, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 8. janúar 1998 r Landakirkja Sunnudagur 11.janúar Kl.14:00 Almenn guðsþjónusta - Barna- samvera meðan á prédikun stendur - Messukaffi Kl. 20:30 Fundur í KFUM&K Unglingar í 8., 9. og 10. bekk mæti. (ATH! Kirkjuvísir verður borinn í hús laugar- daginn 17.1. og sunnu- daginn 18.1. hefst sunnudagaskólinn og aðrir liðir safnaðar- starfsins í þeirri viku.) Hvítasunnu- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.30 Biblíulestur - um 50 árin í sögu ísraels - Föstudagur Kl. 17:30 Krakkakirkjan -gleðilegt ár- fyrsta samveran með börnunum á þessu ári. Kl. 20:30 Unglingarnir taka til sinna ráða - með Guðs orðið Laugardagur Kl. 20.30 Bænasamkoma Sunnudagur Kl. 15:00 Vakningasamkoma - Samskot tekin til Kristniboðsins Bænavika næstu viku kl. 20:30 Allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðventkirkjan Laugardagur 10. janúar. Kl. 10.00 Biblíurannsókn Allir velkomnir. Baháísam- FÉLAGIÐ Opið hús að Kirkjuvegi 72B, fyrsta föstudag hvers mánaðar kl. 20:30. Allir velkomnir. Heitt á könnunni Biblían talar Sími 481-1585 Velnep i kulda Þrettándaskemmtun ÍBV var haldin með hefðbundnum hætti á þriðjudagskvöldið, síðasta dag jóla. Safnast var saman við Molda þar sem tilkomumikil flugeldasýning lýsti upp kletta og himinn og gladdi þann mikla fjölda fólks sem ætlaði að eiga þar stefnumót við tröll, jólasveina, álfa, púka og annað hyski heldur ófrýniiegt. Hópurinn lagði svo af stað sem leið liggur í átt að Löngulág, þar sem safnast var saman við einn ágætan bálköst. Þar dreifðist tignarlegt neista- flug um nágrennið á flótta undan veðrinu. Skemmti fólk sér við söng og dans ásamt illþýði því sem setur svo mjög svip sinn á síðasta dag jóla. Þrátt fyrir heldur leiðinlegt veður lét fólk það ekkert á sig fá, heldur klæddi sig í samræmi við kröfur veðurguða. Áttu þó hin stærstu tröll stundum erfitt með að berjast móti mestu vindkviðum og er það af sem áður var. Að sögn lögreglu fór allt fram slysalaust og almenn ánægja með framkvæmd skemmtunarinnar. Mikíll mannfjöldi safnaðist saman uið Molda áður en lagt uar af stað að álfabrennunni í Löngulág. Grýla og Leppalúði grenjuðu og geifluðu sig og lofuðu að koma aftur að ári meðhysklsítt Börnin fengu að fara á háhest hjá pabba í öryggisskyni og til bess að geta horfst í auguufð tröllin. Gaui litli sagðist aldrei hafa ueríð í jafn skemmtilegu samkuæmi og bakkaði bað ueðrinu. Suo uar hann fokínn af stað. Arnað heilla Turtildúfumar Alda Bjömsdóttir og Hilmir Högnason eiga gullbrúðkaup laugardaginn lO.janúarnk. Þau munu taka á móti gestum að heimili sínuj Túngötu 22, sama dag frá kl. 16.00 og fram eftir kvöldi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (08.01.1998)
https://timarit.is/issue/375308

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (08.01.1998)

Aðgerðir: