Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.01.1998, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 08.01.1998, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur8.janúar 1998 Sælkeri vikunnar - Ostalæri Síðasti sœlkerí ársins 1997, Vilborg Gísladóttir, skoraði á Hallgrím Sigurðs- son að taka við og liann hefur nýja áríð sem sœlkeri vikunn- ar. „Ég vil þakka henni Villu fyrir að skora á mig. Mér þótti vænt um það. Ég hef gaman af að brasa og ekki síður ánægju af því að borða góðan mat. Ég ætla að bjóða upp á læri með ostasósu sem er bæði einfalt og alveg hræðilega gott. Ostalæri: 1 lambalæri salt, pipar og Season All Steikið lærið á venjulegan hátt, t.d. í steikarpotti. Ostasósa: Hallgrfmur Sigurðsson, sælkeri. Haft er frjrir satt - Að framsóknarmenn uppi á landi vilji að í Eyjum verði boðið fram sér. Ekki mun sami áhugi á því hér og vilja menn í Eyjum halda áfram undir merki V-listans. - Að mikið sé spáð í framboðsmál flokkanna. T.d. heyrast nokkur nöfn nefnd á V - listann. - Þrálátur orðrómur er á sveimi um að fyrrverandi fréttastjóri okkar hér á Fréttum, Þorsteinn Gunnarsson, ætli sér að fara fram. Má gera ráð fyrir að útgáfa Eyjablaðsins tæki kipp ef jafn ritglaður maður og Þorsteinn færi fram fyrir listann. - Einnig hefur nafn Jóhannesar Olafssonar verið nefnt. Ef satt er að þessir tveir ætli fram, má segja að knattspyrnan fái verðuga fulltrúa á framboðslistana í vor og jafnvel hægt að tala um slagsíðu. - Nú má velta því fyrir sér hvort handboltafólki þyki ekki ástæða fyrir það að vera á varðbergi gagnvart hagsmunagæslumönnum knatt- spyrnunnar. Verður gaman að sjá hvort einhverjir kandídatar koma frá öðrum íþróttagreinum en knatt- spyrnu. sveppir I rauðpaprika 1 græn paprika 1 camembert ostur 2 pelar rjómi Saxið sveppi og papriku og brúnið á pönnu. Bætið osti og rjóma út á og látið malla þar til osturinn er bráðinn. Sjóðið kartöflur og afhýðið þær, setjið þær í skúffuna hjá kjötinu. Hellið sósunni yfir kjötið og kartöflumar og setjið í ofn í 15 til 20 mínútur. Þetta er borið fram með fersku salati, hvítlauksbrauði og hrísgijónum ef vill. Ég ætla að skora á Homfirðinginn, nafna minn, Guðmundsson. Ég veit að hann er liðtækur í eldhúsinu og snillingur þegar kemur að sjávarréttum. Stúlka Þann 29. des. sl. eignuðust þau Helga H. Henrysdóttir og Ólafur Gunnarsson stúlku. Hún var 52 cm. og 16 merkur. Það er stóra systir Þóra Fríða Olafsdóttir sem er með henni á myndinni Ljósmóðir var Björg Pálsdóttir Leiðist að ganga frá þvotti Þrettándagleði ÍBV er orðin einn af föstu punktunum í skemmtanahaldi í Eyjum. Áður fyrr varþað Knattspyrnufélagið Týr sem hafði veg og vanda af þrettándanum en eftir sameiningu féiaganna erþað ÍBV semsérumhann. Margir hafa verið viðloðandi þrettándann um áratuga skeið og einn afföstum jólasveinum er Einar Friðþjófsson sem er Eyjamaður vikunnar á nýhöfnu ári. Fullt nafn? Einar Friðþjófsson. Fæðingardagur og ár? 13. sept. 1950. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylduhagir? Kvæntur Húsvíkingnum Katrínu Freysdóttur og við eigum þrjú börn. Menntun og starf? Fyrri hluti af BA prófi í ensku og sögu. Starfa sem leiðbeinandi við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. Laun? Sæmileg. Helsti galli? Fljótfær. Helsti kostur? Sanngjarn, segi ég. Kannski eru ekki allir sammála mér í því. Uppáhaldsmatur? íslenskur lambahryggur. Versti matur? Ég held að ég hafi ekki smakkað hann ennþá. Og þó, mig rámar í að hafa fengið siginn fisk á mínum yngri árum og hef ekki áhuga á að endurtaka það át. Uppáhaldsdrykkur? Bjór. Uppáhaldstónlist? Tónlistáranna 1964 til 1970, Bítlarnir og Rolling Stones. Hvað erþað skemmtilegasta sem þú gerir? Vera mátulega í glasi í góðra vina hópi. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að ganga frá þvotti. Éger ágætur að setja í vélina en hitt finnst mér hundleiðinlegt. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Fara til Kanarí með fjölskylduna. Uppáhalds stjórnmálamaður? Mér fannst Ólafur Ragnar alltaf góður og finnst raunar enn þó að hann sé kominn á aðeins annan vettvang. Uppáhalds íþróttamaður? Óskar Valtýsson, vinur minn, við spiluðum lengi saman hér í den. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Já, Kiwanis og svo er ég í stjórn KSI. Hvert er eftirlætissjónvarpsefnið þitt? íþróttir og þá sérstaklega knattspyrnan. Uppáhaldsbók? Gaukshreiðrið. Hver eru helstu áhugamál þín? Þau tengjast flest íþróttum. Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika og hreinskilni. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Ranglæti gagnvarl náunganum. Fallegasti staður sem þú hefurkomiðá? Þaðer fallegt í Vestmannaeyjum. En ég hef komið nokkuð víða og það er fátt sem jafnast á við Mývatn á góðumsumardegi. Hvað ertu lengi búinn að vera viðloðandi þrettándann? Égbyrjaði 1968 og það hefurekki dottið úr ár síðan. Er gaman að standa í þessu? Já, það er alveg feikilega gaman. Og menn vaxa ekki upp úr þessu, þetta er einhvers konar ástrfða sem menn verða háðir. Menn hætta ekki fyrr en þeir eru orðnir bundnir við hjólastól. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð: -Þrettándinn? Gleði. -Týr? Sorg. -Helgi Lása? Hlátur. Eitthvað að lokum? Ég vona bara að þrettándinn lifi sem lengst. Nýfazddir Vestmannaeyingar Stúlka Þann25. nóv. sl. eignuðust þau Kristbjörg Þorvarðardóttir og Fred W. Berkley, stúlku. Hún var 14 merkur og 52 cm. Hún hefur verið skírð Anita Björt. Ljósmóðir var Guðný Bjarnadóttir. Stúlka Þann 20. nóv. sl. eignuðust þau Hafdís Hannesdóttir og Jóhann Þór Jóhannsson, stúlku. Hún var 15 og hálf mörk og 52 cm. Bræðurnir Hannes og Sindri halda á litlu systur. Ljósmóðir var Guðný Bjamadóttir. Stúlka Þann 20. nóv. sl. eignuðust þau Sigþóra Guðmundsdóttir og Geir Reynisson stúlku. Hún var55cm. og 17,5 merkur. Það er stóri bróðir, Guðmundur sem er með henni á myndinni Ljósmóðir var Drífa Bjömsdóttir Drengur Þann 18. des. s.l. eignuðust María Sigurbjörnsdóttir og AdolfÞórsson dreng. Hann vó 16 merkur og var 55 cm. Stóra systir hans, Sólveig Adolfsdóttir heldur á honum á myndinni. Ljósmóðir var Guðný Bjarnadóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (08.01.1998)
https://timarit.is/issue/375308

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (08.01.1998)

Aðgerðir: