Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.01.1998, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 08.01.1998, Blaðsíða 12
12 Fréttir Fimmtudagur 8. janúar 1998 G 15» ® (O) TT M A [L \L [F ^ [I TT TT ÍBV náði frábærum árangri í Evrópukeppni bikarhafa. Liðið sló út Hibernians frá Möltu í undankeppn- inni með því að vinna 1 -0 ytra og 3-0 heima. 1 næstu umferð datt IBV í lukkupottinn og lenti gegn Stuttgart frá Þýskalandi. Þrátt fyrir að tapa ,.heima“ á Laugardalsvelli, 1-3, átti IBV frábæran leik, líklega sinn besta í sumar. Sigurvin Ólafsson skoraði mark IBV gegn sínum gömlu félögum. Frammistaða IBV ytra var reyndar ekkert síðri þar sem Stuttgart vann aðeins 2-1. Bjamólfur Lámsson skoraði mark IBV. A myndinni eigast þeir við Fredi Bobic og Hlynur Stefánsson. Annað árið í röð varð ÍBV að bíta í það súra epli að tapa í bikarúrslitaleik. ÍBV lék gegn Keflavík og náði Leifur Geir Hafsteinsson forystunni fyrir ÍBV en leik- menn ÍBV fagna einmitt markinu á myndinni. En á síðustu mínútu framlengingar jöfnuðu Keflvíkingar með heldur slysalegu marki. Því þurfti nýjan úrslitaleik og fór hann fram að Islandsmóti loknu og reyndar aðeins fjónjm dögum eftir Evrópuleik IBV í Stuttgart. Eftir markalausan leik þar sem IBV brenndi af vítaspymu og Hlynur fyrirliði var rekinn útaf, vann Keflavík að lokum í vítaspymukeppni. Naumara gat það ekki verið. Kvennalið ÍBV lenti í 8. sæti veturinn 1996-97 með 8 stig eftir 16 leiki. Liðið varð fyrir mikilli blóðlöku því helstu stoðir liðsins hurfu á braut. í úrslitakeppn- inni steinlá ÍBV í tvígang fyrir Stjörnunni. Fyrir þennan vetur bættist liðinu heldur belur góður liðsauki. Andrea Atladóttir kom heim í heiðardalinn og tvær litháenskar stelpur, markvörður og leikstjórnandi. Eftir skrykkjótta byrjun er liðinu að vaxa ásmegin og gengur allt í haginn. Verður fróðlegt að fylgjast með liðinu í vetur. Á myndinni em tveir af máttarstólpum liðsins, Andrea Atladóttir og Ingibjörg Jónsdóttir. c£//asv/a/í/ Karlalið IBV stóð sig með mikill prýði veturinn 1996-97. Liðið lenti í 4. sæti í deildakeppninni og lék gegn Fram í 8 liða úrslitum. Liðið háði þrjá hörku spennandi leiki og hafði Fram betur í oddaleik í Eyjum. ÍBV eignaðist landsliðsmann, Gunnar Berg Viktorsson, og Zoltan Belanýi var markakóngur mótsins. Fyrir tímabilið 1997-98 urðu miklar breytingar á liðinu. Gunnar Berg og Arnar Pétursson hurfu á braut en í staðinn fékk liðið Hjört Hinriksson úr FH og Litháann Robert Paulonois. Eftir góða byrjun hefur liðin aðeins fatast flugið að undanförnu. Sem stendur er það í 8. sæti og í harðri baráttu um að kornast í úrslitakeppn- ina. Þjálfari liðsins þriðja árið í röð er Þorbergur Aðalsteinsson. — Q/fíi/c/aw Kvennalið ÍBV í fótboltanum náði sínum besta árangri frá upphaft. Liðið lenti í 5. sæti með 16 stíg í 14 leikjum. Liðið bætti sig um 6 stig stig frá því árið áður. Markata'mn var hagstæð um eitt mark í ár en var óhagstæð um 23 ntörk árið áður. Athyglisvert er að Sigurlás Djálfari meó stelpurnarsínar. Hópurinnsamanstendur aðmestuafEviastúlkum. IBV-liðið var nánast eingöngu byggt upp á Eyjastelpum í sumar. Fremstar í flokki voru Elena Einisdóttir, Erna Þorþeifsdóttir, íris Sæmundsdóttir o.fl. en ÍBV þykir með efnilegri liðum Iandsins. Þjálfari liðsins var Sigurlás Þorleifsson og greinilegt að hann er að gera góða hluti. Hann verður áfram við stjómvölinn. íris Sæmundsdóttir var markahæst hjá ÍBV með 8 mörk og Elena gerði 5.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-4061
Tungumál:
Árgangar:
50
Fjöldi tölublaða/hefta:
2604
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1974-í dag
Myndað til:
21.12.2023
Útgáfustaðir:
Lýsing:
Héraðsfréttablað Vestmannaeyja.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (08.01.1998)
https://timarit.is/issue/375308

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (08.01.1998)

Aðgerðir: