Fréttir - Eyjafréttir - 05.03.1998, Blaðsíða 1
a ■.
25. árgangur • Vestmannaeyjum 5. mars 1998 • 9. tölublað • Verð kr. 140,- • Sími: 481 3310 • Myndriti: 481 1293
Gleðlfrétnr með
Uflu lærisveinunum
í síðustu viku kom út
geisladiskurinn Gleðifréttir með
barnakór Landakirkju, Litlu
lærisveinunum, sem Helga
Jónsdóttir stjórnar.
Oll löginl3 eru eftir Helgu sem
útsetti þau ásamt manni sínum
Arnóri Hermannssyni en
Sigurður Rúnar Jónsson útsetti
hljóðfæraleikinn auk þess sem
hann leikur á nokkur hljóðfæri
sjálfur. Upptökur fóru fram í
Landakirkju undir stjórn Sveins
Haukssonar og í Stúdíói Stemmu
Það skein eftirvænting
úr hverju andliti þegar
myndbandið var frumsýnt.
þar sem Sigurður Rúnar er við
stjórnvölinn.
Hljóðfæraleikarar eru auk
Arnórs og Sigurðar Rúnars,
Högni Hilmisson, Brynjólfur
Snorrason, Guðni Fransson og
Tatu Kantomaa.
Tvö ár eru síðan Litlu
lærisveinarnir tóku til starfá en
níu mánuðir síðan byrjað var að
undirbúa útgáfu geisladiskins sem
Landakirkja gefur út Útgáfu-
tónleikar voru í kirkjunni á
sunnudagskvöldið og var húsfyllir.
I tengslum við útgáfu Gleðifrétta
var gert myndband sem sýnt
verður á sjónvarpsstöðvunum.
Sjá nánar á bls. 7.
Breytingar á bolfiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar taka gildi 15. mars:
dll fulMnnsla og saltfisk-
framleiðsla verður í Eyjum
-Bitavinnslan verður í Þorláksböfn. Gert ráð fyrir fækkun starfsfólks
Eins og áður hefur komið fram
hefur verið unnið að því hjá
Vinnslustöðinni að endurskipu-
leggja bolfiskvinnslu fyrirtækisins,
bæði í Eyjum og Þorlákshöfn. Með
því á að gera hana hagkvæmari og
arðbærari. Undanfarna sex mán-
uði hefur staðið yflr undirbúningur
þar sem unnið hefur verið mark-
visst að þessum breytingum. Gert
er ráð fyrir að breytingarnar miðist
við 15. mars nk.
Frá þessum breytingum er sagt í frétt
frá Vinnslustöðinni í gær og sagt að
þær muni leiða til lækkunar á
rektrarkostnaði og draga þar með úr
áhættu í rekstri. Urn nokkra fækkun
stöðugilda verður að ræða í bol-
ftskvinnslu og nemur hún um 20-25
frá því sent nú er. Sett verður 70 ára
aldurshámark starfsmanna og ekki
ráðið í stöður sem losna. Með þessum
breytingum ætti starfsöryggi að
aukast. Afköst verða aukin verulega
og aukin fullvinnsla mun auka
arðsemi fyrirtækisins, skila fleiri
störfum í framtíðinni, skapa jafnari
vinnu og auka starfsöryggi.
Sérstök vöruþróunardeild verður sett
á laggimar á næsta sumri og er henni
ætlað að standa að vömþróun og sjá
um sölusamninga á fullunnum af-
urðum. Með þessu er talið að hægt sé
að auka framlegð í bolfiskvinnslu
umtalsvert auk þess sem afkoma
útgerðarinnar muni batna.
Efla á saltfiskvinnsluna enn frekar
svo og vinnslu á sfld og loðnu til
manneldis. Gert er ráð fyrir að auka
verulega hráefniskaup á mörkuðum
vegna saltfiskvinnslu. Sérhæfð karfa-
vinnsla verður í Eyjum, komið upp
brauðun, hjúpun og forsteikingu á
fiski auk pökkunar í poka og öskjur
fyrir stórmarkaði. Rétt er að geta þess
að náðst hefur santkomulag við
verkalýðsfélögin um að taka upp
einstaklingapremíu á ný.
Fyrmefndar breytingar eiga einkum
við um starfsemina í Vestmanna-
eyjum. I Þorlákshöfn er stefnt að
svipuðum markmiðum og hefur verið
samið við verkalýðsfélög þar unt
breytingar sem tóku gildi 1. mars sl.
Vinnslan íÞorlákshöfn verðureinkum
svonefnd bitavinnsla, sérhæfð fyrir
þorsk- og ýsuafurðir.
Útsala í ríkinu
Á þriðjudag hófst rýmingarsala á
áfengi. Sveinn Tómasson, útsölu-
stjóri, sagði að hér væri um að ræða
nokkrar tegundir sem lítið hefðu
selst. Afslátturinn hefði numið allt
að 30% á sumurn tegundum. Þ.á.m.
vom tvær tegundir af vodka og ein
af amerísku viskíi og raunar aðeins
fáeinar flöskur af hverri tegund. I
gær vom aðeins fjórar tegundir eftir,
tvær af freyðivíni, finnskur líkjör
sem Sveinn sagði að væri með
gráfíkjubragði og nokkrar flöskur af
sterku eplavíni. Útsölunni lýkur
þann 10. mai's þannig að enn er unnt
að verða sér úti um brjóstbirtu á
lækkuðu verði.
ísing hefur fram til þessa ekki
verið vandamál á Eyjaflotanum,
a.m.k. ekki á heimamiðum. En
kuldakast síðustu daga hefur
breytt því. Skip, sem komu til
Eyja, voru mörg hver klaka-
brynjuð. Ekki töldu þó sjómenn,
sem blaðið ræddi við, að hætta
hefði verið á ferðum vegna
ísingar.
Þannig leit togskipið Þórunn
Sveinsdóttir VE út þegar það kom
til hafnar á mánudag. Á
innfelldu myndinni er Gísli Garð-
arsson, stýrimaður, en sjá má á
myndunum að verulega hefur
hlaðist af ís á skipið á leiðinni.
YGGI
R
LDUNA
gingamálin á
ægilegan h
Bílaverkstæðið BRAGGINN s/1.
RÉTTINGAR OG SPRAUTUN:
Flötum 20 - Sími 481 1535
VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ:
Græðisbraut 1 - sími 4813;
1 U ■ 1 11 v 1 I U 1 I 5
(—▼-▼-v Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn:
Alla daga nema sun.. Kl. 08:15 Kl. 12:00
sunnudaga Kl: 14.00 Kl: 18.00
föstudaga Kl. 15.30 Kl. 19.00
Ucriólfur BRUAR BILIÐ Sími 481 2800 Fax 481 2991
Bokabuðin
Heióarvegi 9 - Sími 481 1434