Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.03.1998, Blaðsíða 5

Fréttir - Eyjafréttir - 05.03.1998, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 5. mars 1998 Fréttir 5 O x» ö « jp o x» Enn ein _ samsæriskenningin -Þeir sem hafa gaman af samsæris- kenningum, og þeir eru ekki fáir, ná alltaf að tengja menn saman á einn eða annan hátt og fá þannig rök fyrir samsærinu. Oft má hafa gaman af, því ekki fer hjá því í ekki stærra samfélagi að flestir tengjast á einn eða annan hátt. Til dæmis í klúbbum, íþrótta- félugum, vinnustöðum, saumaklúbb- um eða tómstundastarfi. Nái menn ekki að tengjast á þennan hátt eru ættartengslin eftir, og flest erum við nú skyld ef út í það er farið. Til að Ijá nú tengslunum neikvætt yfirbragð er gjarnan skeytt klíkustimpli aftan við. Ekki hefur verið talið ónýtt fyrir upprennandi pólitíkusa að vera í mörgum slíkum klíkum og eiga þar stuðning vísan. Er alþekkt að íþróttamenn sem lagt hafa skóna á hiiluna geta talist nokkuð öruggir, fari þeir út í prófkjör, því félagar þeirra styðji þá, sama hvað flokkurinn heitir. - Eitthvað eru menn farnir að spá í pólitík, þó synd væri að segja að kosningaskjálfti væri farinn að fara um pólitíkusa. Guðmundur Þ.B. er ekki bæjarstjóraefni V-lista manna en aðrir þeim mun oftar nefndir. Má þar nefna Sigurgeir Scheving, Guðna F. Gunnarsson, Pál Zóphóníasson og Láru Skæringsdóttur. Hjá Sjálfstæðis- flokknum má telja öruggt að Guðjón verði áfram bæjarstjóraefni en annars er engar fréttir þaðan að hafa enn. En í Ijósi samsæriskenninganna má velta fyrir sér tengslum þessara fram- bjóðenda og núverandi bæjarfulltrúa. Guðjón bæjarstjóri er í leynjreglunni Akóges eins og Jóhannes Olafsson, maður Svanhildar Guðlaugsdóttur, sem reyndar ætlar ekki fram fyrir V- listann. Jóhannes er þekktur fyrir störf sín í knattspyrnuráði ÍBV þar sem Guðmundur Þ.B. Ólafsson ,sem ekki er bæjarstjóraefni V-listans, hefur líka starfað, en hann var Týrari eins og Ragnar Óskarsson sem er [ stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja með Arnari Sigurmundssyni bæjarfulltrúa. Guð- mundur Þ.B. er Kiwnismaður eins og Georg Þór Kristjánsson, H-lista formaður og fyrrum sjálfstæðismaður en hanp var Þórari eins og Vídóættin sem Olafur Lárusson bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna er giftur inn í. Hann er skáti eins og Páll Zóphóníasson varaskátahöfðingi og Auróra Friðriks- dóttir varabæjarfulltrúi en hún starfar með Sigurgeir Scheving, sem er nefndur sem bæjarstjóraefni V-listans, og fleiri góðum í ferðamálahópnum. Má þar nefna Rafn Páls en hann er í Svarta-genginu með Ævari Þórissyni, sem er framkvæmdastjóri Golf- klúbbsins þarsem Elsa Valgeirsdóttir bæjarfulltrúi er félagi. Guðjón bæjarstjóri, var líka Þórari og er af Oddstaðaætt, eins og Sigurgeir skrifari, sem vinnur með okkur hér á Fréttum, eins og Þorsteinn Gunnarsson gerði, en hann ætlar ekki fram fyrir V-listann, þvl hann vinnur hjá Vinnslustöðinni eins og Guðni F. Gunnarsson, sem ku ætla fram fyrir umræddan lista. Þorsteinn æfir reyndar með okkur Fréttamönnum á Hressó, eins og reyndar fjölmargir aðrir, þeirra á meðal Lára Skæringsdóttir, sem nú er rætt um sem bæjarstjóraefni V-listans. Þetta erauðsjáanlega eitt allsherjar samsæri allt saman. Þó erum við ekki farnirað ræða Oddfellowa, Frí- múrarara eða Bumbugengið enn. -Heyrst hefur að stuðningur sé við það að fá háhyrninginn Keikó hingað til Eyja og að í uppsiglingu séu samtökín; -„Keikó í Klettsvíkina". Bent er á að hér er stutt frá flugvellinum og niður að sjó, ólíkt styttra en frá Egilsstöðum til Eskifjarðar. Báturinn sem veiddi Keikó sé hér einnig núna. Einnig mun Haukur á Reykjum vera tilbúinn til að flytja Keikó endurgjaldslaust frá flugvelli niðurað sjó. vestmMMmyjaÍMr Lokað f Féló vegna Félóferðar Lokað verður í Féló, föstudaginn 6. mars (á morgun) vegna Félóferðar. Umsóknir um styrki úrAfreks- og viðurkenningarsjóði íþrótta- og æskulýðsráð Vestmannaeyja auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Afreks- og viðurkenningarsjóði Vestmannaeyja vegna ársins 1997. Erindi um umsóknarfrestinn og reglugerð sjóðsins, hafa verið send viðkomandi félögum. Umsóknir berist undirrituðum eða í Ráðhús í seinasta lagi 19. mars nk. merkt: íþrótta- og æskulýðsráð Vestmannaeyja, Afreks og viðurkenningarsjóður Vestmannaeyja. Tómstunda- og íþróttafulltrúi Húsaleigustvrkir námsfólks Umsóknir um húsaleigustyrk á vorönn 1998 skulu berast á bæjarskrifstofur eigi síðar en 31. mars nk. Framvísa ber Ijósriti af húsaleigusamningi. Umsækjendur skulu eiga lögheimili í Eyjum og stunda starfsmenntunarnám utan Eyja sem ekki er unnt að stunda heima í héraði. Bfóöum alltafbetur 28“ tilboð Unitet Kr. 37.900 stgr. 28“ Grundig Kr. 59.900 stgr. Ath. opið laugardaginn 7. mars kl. 9 - 12 IBiriinnines MI£)STOE>lM Strandvegi 65 Sími 481 1475 Bingó verður í Þórsheimilinu fimmtudaginn 19. febrúar kl. 20.30 Fjöldi glæsilegra vinninga / / FRAMKVÆMDASTJORIOSKAST Útgerðarfélag Vestmannaeyja hf. auglýsir starf framkvæmdastjóra laust tii umsóknar. Starfíð felst aðalleqa í: 1. Útgerðarstjómun 2. Launaútreikningum og bókhaldsstörfum 3. Tengiliður við eigendur félagsins (hluthafa) 4. Onnur almenn störf í samráði við stjóm félagsins. Umsóknir um starfið skulu sendar til Útgerðarfélags Vestmannaeyja hf. pósthólf 260, merkt: Umsókn um starf. Umsóknum þarf að skila inn fyrir kl. 15.00 föstudaginn 6. mars næstkomandi. Stjórn Ú.V. ffmmkti fyrir byrjmdur Þátttökuskráning og kennsla hefst mánudaginn 9. mars kl. 20.00. Kennt verður alla mánudaga frá kl. 20-22 til 25. maí. Skráning og kennsla fer fram í Listaskóla Vestmannaeyja. Er ál'engi vandamál í þinni Ijölskyldu Al-Anon fyrir ætiingja oj* vini alkóliólista I þcssum samtökuni j’ttur |ní: Hitt aöra scm <;líma vid sams konar vandamál. Fræöst um alkóhólisma scm sjúkdóm Öölast von í staö örvæntingar Hætt ástandiö innan fjölskyldunnar Byggt upp sjálfstraust þitt OA OAfundir eru haldnir í tumherberjji Landolnrkju (ffenjjið inn um oðuldyr) mdnudapfa kl. 20:00. Tölvuvinnsla á myndum, nú getum við lagað skemmdu myndina fyrir þig, skipt um bakgrunn, stækkað og minnkað og sitthvað fleira.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað: 9. tölublað (05.03.1998)
https://timarit.is/issue/375316

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

9. tölublað (05.03.1998)

Aðgerðir: