Fréttir - Eyjafréttir - 05.03.1998, Blaðsíða 12
12
Fréttir
Fimmtudagur5. mars 1998
Áskorun til sjófarenda, aðstandenda þeirra og áhugafólks um slysavarnir:
Snúum bðkum saman og berjumst
fyrir bænu öryggi íslenskra sjómanna
-það gera ekki aðrir fyrir okkur og allra síst LÍÚ, segir Sigmar Þór Sveinbjörnsson sem deilir hart á þá
ákvörðun samgönguráðherra að fresta enn gildistöku reglugerðar um sjósefningarbúnað
Enn einu sinni hefur samgöngu-
ráðherra frestað gildistöku reglu-
gerðar um öryggisbúnað fiskiskipa,
þ.e. ákvæði er varðar losunar- og
sjósetningarbúnað gúmmíbjörgun-
arbáta,og þar með svipt fjölda sjó-
manna möguleikum næstu tvö ár
að fá þetta öryggistæki. Nú er rétt
ár liðið síðan átta manna starfs-
hópur skilaði áliti sínu til Halldórs
Blöndals, en hann fjallaði í heila tíu
mánuði um sjósetningarbúnað
gúmmíbjörgunarbáta.
Góð samstaða nægðl ekki
Góð samstaða var um niðurstöður
starfshópsins nema fulltrúi LÍÚ
Guðfinnur Johnsen var ekki sammála
hópnum og sendi samgönguráðherra
sérálit. Þar segir: „að LIÚ hafi gert sér
vonir um að kröfur til búnaðarins yrðu
raunhæfar og framkvæmanlegar.
Ennfremur gerði hann og LÍÚ sér
vonir um að allir sem að málinu koma
gætu verið sáttir við niðurstöður og
vissir um að þeim væri hægt að
framfylgja án umtalsverðra breytinga
á skipunum, og til að komast mætti hjá
því einaferðinaenn að fresta gildis-
töku eða sniðganga settar reglur, og
skapa þannig falskt öryggi fyrir þá
sem geta átt líf sitt undir því að
búnaðurinn virki eins og til er ætlast.“
Guðfinnur ætlaðist m.ö.o. til þess að
öll sjómannasamtök landsins, Sigl-
ingastofnun, áhugamenn um öryggis-
mál sjómanna og útgerðarmenn í
Vestmannaeyjum, beygðu sig fyrir
fulltrúa LÍÚ eins og Samgöngu-
ráðuneytið hefur gert endalaust í
þessu máli á undanfömum árum, það
er samstaðan um málið í hans augum.
Afstaða fulltrúa Liú
En hver voru ágreiningsatriði fulltrúa
LÍÚ við hina sjö í hópnum? Jú, þau
voru að hann vildi ekki að sjálfvirkur
og fjarstýrður sleppibúnaður yrði í
skipum lengri en 45 metrar og ekki
yrðu gerðar meiri kröfur til sleppi-
búnaðar en að hann virkaði við + - 30°
hallahom. Þetta voru sértilögur hins
„mikla“ áhugamanns LÍÚ um öryggi
sjómanna. Hann hefur verið að reyna
í þrjú ár að koma 45 m skipum og
lengri undan skyldu að vera með
sleppibúnað þvert á vilja sjómanna, en
þess skal getið að það eru skip þdrra
manna sem ráða nú ferðinni ÍLIÚ.
lífiágottaðgengiað
samgönguráðuneytinu
Við endurskoðun á reglugerðinni um
öryggisbúnað íslenskra skipa frá 21.
mars 1994 var tekið út ákvæði um að
fraktskip eigi að vera með
sjósetningarbúnað, og er mér sagt af
mönnum sem til þekkja að Einar
Hermannsson hjá SÍK í Siglingaráði
eigi „heiðurinn" af þeirri breytingu.
Þeir Einar og LÍÚ mennimir Guð-
finnur og Jónas Haraldsson eiga það
sameiginlegt að eiga gott aðgengi að
Samgönguráðuneytinu. LÍU menn
hafa með öllum ráðum reynt að koma
því inn hjá ráðuneytisfólkinu og
fleirum að ekki sé til viðurkenndur
búnaður sem stenst þær kröfur sem
gerðar em til hans.
Sigmundsbúnaðurinn hefur einn
fengiðuiðurkenningu
Allir sem hafa fylgst með þessum
deilum vita að til er búnaður sem hefur
verið samþykktur, (meira segja
tvisvar) og heitir Sigmund S2000 og
gildir seinasta viðurkenning hans til 6.
mars árið 2000. Honum er hægt að
koma fyrir á öllum skipum ef vilji er
fyrir hendi.En því miður er LÍÚ á móti
þessum búnaði og þess vegna reyna
þeir með hjálp Samgönguráðuneytis
að tefja og helst útiloka að sjómenn fái
þennan búnað um borð í skipin sín.
Allur málatilbúnaður þessara
manna er eitt allsherjar fals sett fram
með þann tilgang einan að tefja og
sverta þann eina búnað sem staðist
hefur prófun, enda lét Sævar Gunn-
arsson, einn úr átta manna sleppi-
búnaðarstarfshópnum og fulltrúi
stærstu sjómannasamtaka landsins,
strax í upphafi nefndarstarfa bóka að
hann teldi þennan starfshóp eingöngu
settan á stofn til að tetja þetta mál.
Reynslan sýnir okkur að þetta var
hárrétt hjá honum. En hvers vegna eru
forustumenn LIÚ á móti þessum
björgunarbúnaði?
Tilbúnir til að fðrna lif i sjðmanna?
Er til einhver skynsamleg skýring á
því að þeir eru tilbúnir að gera allt til
að tefja þetta mál, þar með að fóma h'fi
sjómanna og hafa samgönguráðherra
og hans fólk í samgönguráðuneytinu
að algjörum viðundrum í augum
þeirra sem vinna að öryggismálum
sjómanna. Við höfurn reynt að finna
ástæðu. og fengið mörg svör hjá
mönnum sem unnið hafa að þessu
máli, ein skýring af mörgum er þessi:
Þegar Sigmundsgálginn var orðinn að
veruleika og kominn í nokkur skip hér
í Vestmannaeyjum, fundu menn strax
þó furðulegt sé, að á þessum árum
voru menn á ótrúlegustu stöðum ekki
sáttir við að enn einu sinni skyldi vera
komið öryggistæki frá Vestmanna-
eyjum sem augljóslega myndi fækka
dauðaslysum á sjó, allt var gert til að
vinna á móti því að tækið fengi
viðurkenningu, en að lokum var það
viðurkennt, en þá var tækið komið í
flest skip í Vestmannaeyjum. En á
meðan á þessari baráttu fyrir tækinu
stóð var verið að reyna að hanna
annað tæki í Njarðvik sem átti að gera
sama gagn og Sigmundsjósetning-
arbúnaðurinn.
Þuí miður stálu beir ekki allri
hugmyndinni
Útkoman var annar búnaður sem
byggður var á hugmynd Signrunds en
því miður stálu þeir ekki allri
hugmyndinni heldur aðeins hluta
hennar. í stað þrýstilofts var notaður
gormur sem Vestmannaeyingum var
sagt af Iðntæknistofnun nokkrum
árum áður að ekki væri heppilegt að
nota. Er til bréf þess efnis frá þeirri
stofnun. Sjálfvirki hluti þessa búnaðar
var og er membra sem Siglinga-
málastofnun vildi ekki með nokkru
móti viðurkenna þegar Eyjamenn
börðust fyrir henni á sínum tíma. Þrátt
fyrir þetta var gálginn viður-kenndur
strax án nokkurrar baráttu og fyrst án
sjálfvirks sleppibúnaðar. Hann hefur
þrátt fyrir sína galla bjargað mörgum
manslífum á undan-fömum árum,
síðast fjórum mönnum af Mýrarfelli
ÍS 123 26. júní 1996.
ðryggið fyrir borð borið
Það verður að segjast eins og er að til
voru menn og em enn, sem ekki hugsa
um öryggi sjómanna heldur eingöngu
um peninga, þeir hófu áróður á móti
Sigmundsbúnaðinum en með hinum
búnaðinum, mér er sagt að gamli
Útvegsbankinn hafi fjármagnað
fjöldaframleiðslu á þeim búnaði og
hefur eflaust ætlað að gera góða hluti
og sýna í leiðinni Vestmannaeyingum,
að fleiri gætu búið til sleppibúnað (þó
hugmyndinni væri stolið frá Sig-
mund). En strax í byrjun komu í ljós
gallar á búnaðinum sem vom brotnir
gormar og sjálfvirki búnaðurinn
virkaði illa er slys urðu. Þegar þetta
kom í ljós var strax farið að gera
Sigmundsbúnaðinn tortryggilegan.
Vestmannaeyingar vildu þá strax
setja búnaðina í prófun svo hægt væri
að skera úr um hvemig þeir reyndust
oghvortþeir stæðust þærkröfursem
gerðar væru til þeirra. Það tók nokkur
ár að fá þetta í gegn, á meðan voru
hundruð búnaða settir urn borð í
íslensku skipin. En um síðir voru
búnaðirnir sendir til Iðntækni-
stofnunar þar sem gerðar voru á þeim
prófanir sem leiddu í ljós að
Ólsenbúnaðurinn stóðst ekki til dæmis
ísingatilraunir.
Hlutur iðntæknistofnunar
Skýrsla eða skýrslur sem Iðntækni-
stofnun gerði vom að mörgu leyti
stórfurðulegar, sérstaklega fyrsta
áfangaskýrslan sem þeir viðurkenndu
um síðir að ekki var gerð á réttum
forsendum. Aldrei var minnst á
gormavandamálið þó sama stofnun
hafi sent bréf um að ekki væri hægt
með ömggum hætti að nota gorm í
þessi tæki. En það yrði of langt mál að
skýra út. I stuttu máli hafa þessi
vinnubrögð Iðntæknistofnunar ekki
aukið hróður hennar né traust, í það
minnsta ekki í sjómannastétt. í kjölfar
þessara prófana var sett samasem
merki milli þessara búnaða og
viðurkenning tekin af báðum 1988,
voru þá flest skip komin með bún-
aðinn. 15% skipa voru með Sig-
mundsbúnað en 85% með Ólsen-
búnað. Árið 1994 vantaði sjósetn-
ingarbúnað í 60 -70 íslensk fiskiskip,
en útgerðarmenn í Vestmannaeyjum
hafa allir sett sjósetningarbúnað í skip
sín. Iðntæknistofnun gerði tillögu að
prófunaraðferð sleppibúnaðar sem
byggð var á þessum tilraunum með
búnaðina tvo. Til að gera langa sögu
stutta var Sigmundsbúnaði í annað
sinn veitt viðurkenningarskírteini frá
Siglingamálastofnun Ríkisins 6. mars
1995 og gildir hún til 6. mars árið
2000 eins og áður segir. En eins og
einn forystumaður sjómannasam-
takanna sagði við mig í fyrravetur.
,UIÚ ræður því sem það vill ráða.“
Sigmundsbúnaðurinn viðurkenndur f
annaðsinn
Þetta sannaðist þegar búið var að
endurskoða reglugerðina og Siglinga-
málastofnun búin að viðurkenna
Sigmundsbúnaðinn í annað sinn, þá
neyddust LÍÚ kafbátamir til að koma
upp á yfirborðið og þeir sögðu nei, við
einir vitum hvað sjómönnum er fyrir
bestu og tökurn ekki mark á þessari
viðurkenningu Siglingamálastofnunar,
við tölum við ráðuneytið og segjum
því fólki hvað það á að gera. Það var
gert og ráðherra frestaði gildistöku
reglugerðar í fimmta sinn, reglugerð
sem hann sjálfur var búinn að setja
21. mars 1994 eftir margra ára
endurskoðun.
En af hverju vill LÍÚ ekki viður-
kenna Sigmundsbúnaðinn? Kannski
er skýringin einföld. það hlýtur að
vera erfiður og súr biti að gleypa og í
raun sárt spark í afturendann að
viðurkenna að 85% flotans sé með
Áður en Sígmundsbúnaðurinn kom til sögunnar uoru björgunarbátar geymdir
í kössum á brúarbakinu eins og sést á bessari mynd. Gefur hún vel til kynna
hversu erfítt gat verið að komast að bátnum ef hættu bar að höndum.