Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.03.1998, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 05.03.1998, Blaðsíða 11
Fimmtudagur5. mars 1998 Fréttir 11 Ég er hræddur uið pólitfk -Segir Attila Horvath sem ekki hefur alltaf átt sjö dagana sæla á langri ævi. Hann hefur mátt sæta póltískum ofsóknum í heimalandi sínu Ungverjalandi. En í Vestmannaeyjum hefur hann átt griðland, fyrst frá 1956 - 1963 og svo aftur frá 1991. Attila segir frá vonum og vonbrigðum á lífsleiðinni flttila Horvath á Heílbrígðísstofnun Vestmannaeyja, har sem hann var til rannsókna vegna hjartasjúkdóms. Attila Horvath er Ungverji sem haft hefur tengsl við Vestmannaeyjar frá því 1956, en þá var hann fimmtán ára gamall. Hann kom hingað með foreldrum sínum og tvíbura systur en þau voru ein þeirra sem náðu að flýja frá Ungverjalandi í uppreisninni sama ár, þegar Ráðstjórnarríkin með Rússa í broddi fylkingar bældu uppreisnina niður harðri hendi Attila er fæddur í þorpinu Banhorvat sem er bær í landbúnaðarhéraði um tvö hundruð kílómetra norður af Búdapest. Nú hefur hann búið í Vestmannaeyjum síðan 1991 og liggur á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja þar sem hann er til rannsóknar vegna hjartasjúkdóms. Kviknaði ljós í myrkrinu Attila segir að hann vilji helst ekki muna eftir árinu 1956 í sögu Ung- verjalands né þeim tuttugu og átta áram sem tjölskyldan varfangi í eigin landi, sérstaklega í ljósi þess að landið á sér mikla og merkilega menning- arsögu „Það kviknaði þama neisti sem að lýsti aðeins til frelsisins, en hann var slökktur um leið og hann kviknaði. og lifnaði ekki aftur fyrr en jámtjaldið féll 1991. Að vísu eru mörg ár liðin síðan og margar for- sendur breyttar. En auðvitað bera þjóðir og einstaklingar merki þessara ára undir okinu og ég hef sjálfur ekki farið varhluta af því. Ég man frekar lítið eftir uppreisninni. Kannski vegna þess að við voram aldrei pólitísk. Við vorum bara alþýðufólk sem lét hverjum degi nægja sína þjáningu og tókum engan þátt í pólitísku starfi.“ Hvemig stóð á því að þú komst svo til íslands? „Ég hafði lært og heyrt um ísland í skólanum á sínum tíma og hafði einhverjar hugmyndir um landið, en hafði engar áætlanir um að flytjast hingað. Stundum gerast hlutimir bara. Manni hafði verið sagt í skólanum að hér væri kalt, mikill snjór og eldfjöll, en til Vestmannaeyja kom ég vegna þess að hér var næg atvinna og maður vildi fá vinnu. Reyndar brá okkur mikið þegar við komum til Vest- mannaeyja vegna þess að hér var hvorki snjór né kuldi, heldur mjög vinalegt landslag, en um leið dálítið hrikalegt.“ Ekki gott að vera útlend- ingur í Eyjum árið 1956 Hann segir að það hafi ekki verið gott að vera útlendingur í Vestmanna- eyjum fyrst þegar hann kom. „Trúlega hefur það verið vanþekking á öðram J}jóðum, sem olli þessu viðhorfi. Islendingar höfðu almennt ekki ferðast mikið til útlanda og þekktu kannski ekki til annarra þjóða af eigin raun. Hins vegar mætti ég engum fjandskap, heldur var frekar um eitthvert ósýnilegt bil að ræða sem hélt manni dálítið einangraðum, en ég tel að þetta hafi fyrst og fremst verið vanþekking frekar en eitthvert yfirlýst útlendingahatur. En síðan er mikið vatn runnið til sjávar og víðsýni manna hefur aukist mikið.“ Einu sinni til sjós Fórstu aldrei til sjós, þegar þú varst í Vestmannaeyjum? „Ég fór einu sinni á sjó á bát sem hét Baldur VE. En sjómennskan átti ekki við mig. Þetta var líka óhappatúr, sem þó fór betur en á horfðist. Það var þannig að ég var á stýrisvaktinni, þegar skipstjórinn kemur og spyr hvort ekki sé allt í lagi. Hann hafði skilið hurðina eftir opna og allt í einu er hann horfinn þannig að ég hélt að kallinn hefði dottið, svo ég fór út í dyr Attila og Diana Suauarsdóttir, hjúkrunarfræðingurá Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og gáði og sá hann þá í sjónunt. Ég sneri bátnum við og kallaði á vél- stjórann til aðstoðar. Við settum Ieiðarann út og hann náði taki á honum og saman tókst okkur að konta honunt urn borð. En hann sagði að ekki hefði mátt muna miklu að hann hitti fyrir skapara sinn. Það var ekki vont veður, hins vegar mun hann hafa rannið til eftir að hann fór út með fyrrgreindum afleiðingum. Kallinn var ntjög þakklátur að ég skyldi huga að honum eftir að hann fór út úr stýrishúsinu." Eitt ár Reykjavík Fjölskylda Attila býr svo í Vest- mannaeyjum til 1963, en þá flytur hún til Reykjavíkur og býr þar í eitt ár. Hann fer að vinna sem bflstjóri á Keflavíkurflugvelli og systir hans kynnist Bandaríkjamanni, sem hún giftist og flyst með til Bandarikjanna. „Þetta var mikið örlagaár," segir Attila. „Okkur var sagt upp húsnæð- inu og vinnunni hjá Helga Ben í Vestmannaeyjum og fengum ekkert annað, þess vegna fluttum við til Reykjavíkur. Við ákváðum að snúa aftur til Ungverjalands í heimsókn, en sú heimsókn varði í heil tuttugu og átta ár eða til ársins 1991. Þegar við komum til Ungverjalands voru vegabréfin tekin af okkur og okkur allar bjargir bannaðar til þess að fara vestur fyrir. Hin opinbera ástæða fyrir því var sú að við fiýðum landið 1956 og í vissu tilliti voram við eftirlýst af ríkinu". Fangar í eigin heimalandi „Þessi ár vora eins og fangelsi og hafa sett mark sitt á mig. Mannleg samskipti voru að heita má ekki til. Það hugsaði bara hver um sig og reyndi að komast af, jafnt andlega sem likamlega. Maður hafði mjög tak- ntörkuð samskipti við annað fólk. Það var einhver ótti sem umlukti allt þjóðfélagið. Það var eins og klippt á einhvem streng og maður komst að því hve gott var að vera á íslandi. Fyrstu tvö til þrjú árin dreymdi mig Island nánast á hverri nóttu og í huga mínum var það að komast heim, að komast til íslands." Reynduð þið ekkert að fá íslensk stjómvöld eða vini á íslandi til þess að veita ykkur einhverja hjálp? Maður deyr hægt og hægt „Það er kannski auðveldara að segja það en að framkvæma. Maður var mjög hræddur og vissi aldrei hvað myndi gerast næst. Manni var haldið í stöðugri óvissu um hvað tæki við og hvaða möguleika maður hafði. Öll bréf voru ritskoðuð af opinberum aðilum og maður lagði ekki í það að senda neitt frá sér sem hægt væri að túlka sem undirróður eða eitthvað slíkt. Kannski var þetta verra en fangelsi. Maður deyr hægt og hægt.“ En systir þín í Bandaríkjunum, reyndi hún ekkert að koma ykkur til hjálpar? „Hún kom reyndar einu sinni í heimsókn til Ungverjalands á þessu tímabili, en hún fékk að fara aftur. Ég held að það hafi verið vegna þess að hún kom frá Bandaríkjunum og þess vegna hafi hún fengið að snúa aftur. Á sömu forsendu fékk hún líka að koma inn í landið. Hún var banda- rískur ríkisborgari, en við höfðum til dæmis aldrei sótt um íslenskt rikisfang. Þannig að við vorum illa stödd að því leyti. Við vorum alltaf ungverskir ríkisborgarar og afskipti af okkur hefði hugsanlega verið talin afskipti af innanríkismálum í Ung- veijalandi. Sjálfur var ég hræddur við pólitík og vildi ekki hafa neinar skoð- anir á henni. Ég var til dæmis aldrei í kommúnistaflokknum og tók aldrei þátt í pólitísku starfi. Kannski var það líka ein ástæða þess að við fengum þessar móttökur strax í upphafi." Vann á ferðaskrifstofu Attila fékk vinnu sem bflstjóri hjá ferðaskrifstofu sem rikið rak, þannig að hann gat séð fjölskyldu sinni farborða og hafði það sæmilegt, en það var lítið um peninga og þungt yfir fólki. En hann hafði ferðafrelsi innan Ráðstjómamkjanna og kom til margra landa sem rútubflstjóri hjá ferða- skrifstofunni. En ef hann hefði haft einhvem möguleika á því að fara vestur yfir tjaldið, þá hefði hann stungið af. ,Ug hafði engin tengsl við íslendinga á þessum árum, en stundum vora fréttir í fjölmiðlum frá íslandi. Til dæmis þegar gosið varð í Heimaey var sýnt frá þvf í sjónvarpinu, en svo er það upptalið en það var einkennileg tilfinning að sjá gjósa svona í byggðinni þar sem maður hafði sjálfur gengið um götur. Ég eignast líka mína eigin fjölskyldu og eignaðist fjögur börn. Þrjú þeirra búa í Ungverjalandi en yngsti sonur minn og eiginkona komu með mér til íslands 1991. Sonur minn var þá fimmtán ára alveg eins og ég þegar ég kom til Vestmannaeyja fyrst.“ Allir vilja allt fyrir mann gera Hann segir að ótrúlegar breytingar hafi átt sér stað í Vestmannaeyjum frá því hann kom fyrst til Eyja. „Kannski er mest breyting orðin á fólkinu sjálfu. Viðhorfið til útlendinga er allt annað. Öllum er umhugað um mann og vilja allt fyrir mann gera og á sjúkrahúsinu héma er ekki síður hugsað vel um mig. Þetta er alveg ótrúlegt, en ég held að þessi breyting á viðhorfum fólks sé sú að einangrun Islendinga er ekki eins mikil og þeir ferðast mikið til útlanda og hat'a kynnst öðrum þjóðum. En svo hafa auðvitað orðið miklar breytinga á bænum og eyjunni eftir gosið. Eg rataði til að mynda ekkert um bæinn þegar ég kom. Allt var orðið svo breytt." Að vera heima og að heiman Attila og sonur hans hafa verið að vinna í Vinnslustöðinni eftir að hann kom aftur til Eyja og kunna mjög vel við sig. „Það era allir hjálplegir . Hópurinn er samheldinn, og fólkið frjálslegt. Ég hef þó líka farið til Ungverjalands eftir að landið opnaðist og það hafa miklar breytingar orðið þar. Fólk hefur meira milli handanna og það er uppgangur í öllu atvinnulífi, en þrátt fyrir það er mikið atvinnu- leysi. Bömin mín sem enn búa í Ungverjalandi langar til þess að koma til Islands, en það hefur gengið illa að fá atvinnuleyfi fyrir þau. Mig langar samt ekki til að flytja þangað, en hugmyndin um hvar maður eigi sitt heimili og rætur sínar er dálítið tvískipt. Ég reyni að skipta þessu jafnt á milli landanna. Þegar ég fer til Ungverjalands, segi ég að ég ætli heim, en svo þegar ég er staddur þar tala ég um að fara heim til íslands." Attila liggur nú á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja vegna hjartasjúkdóms. Þegar þessi texti er á prent kominn er Attila kominn til Reykjavíkur til frekari rannsókna á sjúkdómi hans. Hann er samt glaðlegur og lítur jákvæðum augum fram á veginn en segir að lokum: Ef ég ætti eina ósk þá vildi ég búa áfram á íslandi, því þar er gott að vera.“ Benedikt Gestsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.